Frétt

bb.is | 08.08.2003 | 11:20Naflaskoðun í kjölfar könnunar á atvinnumálum í Ísafjarðarbæ

Tæknifyrirtækið Póls er einn af vaxtarbroddunum í fjölbreyttara atvinnulífi í Ísafjarðarbæ.
Tæknifyrirtækið Póls er einn af vaxtarbroddunum í fjölbreyttara atvinnulífi í Ísafjarðarbæ.
Fyrir nokkru gaf Ísafjarðarbær út niðurstöður atvinnumálakönnunar sem unnin var fyrir atvinnumálanefnd bæjarins af Netheimum ehf. í samstarfi við nefndina og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða. Vinna við könnunina hófst í febrúar en alls bárust svör rétt rúmlega 100 fyrirtækja og stofnana í bænum af um 260 sem innt voru eftir svörum. Niðurstöður könnunarinnar draga fram mynd af stöðu atvinnulífsins í Ísafjarðarbæ og gefa vísbendingar um hvert stefnir. Skýrslu um könnunina og niðurstöður hennar má finna hér á pdf-formi. bb.is leitaði viðbragða við niðurstöðum könnunarinnar hjá nokkrum aðilum með ólík sjónarhorn á atvinnumál í Ísafjarðarbæ.
Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður:
Uppbygging skólakerfisins hefur grundvallarþýðingu


Þjóðfélagið og þær kröfur sem við gerum eru vissulega að breytast. Fólk sækir í aukna menntun til að vera samkeppnishæft á vinnumarkaði og fyrirtækin þurfa meira menntað vinnuafl. Þetta er það sem við vitum og höfum horft upp á. Þess vegna höfum við talið uppbyggingu skólakerfisins hafa grundvallarþýðingu fyrir okkur.

Ég líka að það hafi tekist vel. Auðvitað á að gera betur en við eigum að halda áfram á þessari braut að efla skólastarfið hérna. Árangurinn af því hefur sýnt sig.

Í niðurstöðum könnunarinnar kemur fram, að meirihluti fyrirtækja í Ísafjarðarbæ telur hag sinn verða betri á þessu ári en því síðasta. Mér þykir vænt um það. Ég vil líka trúa því að það geti verið rétt. Þetta þjóðfélag er í miklu jafnvægi og það eiga að vera til forsendur fyrir því að svona byggðir eins og okkar starfi og blómgist. Ég trúi því – en svo er náttúrlega til fullt af svartsýnismönnum. Ég bara tilheyri ekki þeim hópi.


Dagný Sveinbjörnsdóttir, verkefnisstjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða:
Verðum að byggja á meiru en innsæinu


Framkvæmd þessarar könnunar er ákaflega þarft verk. Upplýsingar sem þessar hafa ekki legið fyrir en eru mjög gagnlegar fyrir þá sem fjalla um atvinnumál og vinna að atvinnuþróun, því að það er vont að þurfa að byggja á tilfinningunni einni saman. Þessi könnun gefur okkur ákveðna mynd af stöðunni í dag, en ef hægt yrði að endurtaka hana reglulega, eins og menn eru að tala um, þá væri það mjög gott. Á Húsavík er til dæmis búið að gera sambærilegar kannanir í um 20 ár og þeir geta því lesið út einhverja þróun hjá sér.

Það sama þyrftum við að geta gert hér og séð breytingar á milli ára. Þó að menn viti hvað er að gerast í atvinnulífinu, þá er slæmt að hafa enga formlega mælikvarða sem hægt er að vísa til, til dæmis ef verið er að gera einhverjar opinberar skýrslur eða vinna að verkefnum þar sem þarf að nota upplýsingar um stöðu atvinnulífsins. Ég tel þetta mjög gott framtak.


Áslaug S. Alfreðsdóttir, hótelstjóri á Hótel Ísafirði:
Fjölbreytnin þyrfti að vera meiri


Ef ég horfi á þetta út frá mínu eigin borði, þá er staðan mjög svipuð og verið hefur hvað fjölda starfa varðar. Hlutirnir gerast frekar hægt í ferðaþjónustunni, maður dettur ekki inn í einhver stór verk eða lendir í hörku uppgripum eins og kannski í öðrum atvinnugreinum. Þetta er nokkuð fyrirsjáanlegt frá mánuði til mánaðar og ári til árs.

Ég held að menn megi bara þakka fyrir að halda í horfinu hvað útlendingana varðar eftir öll áföllin í ferðaþjónustunni. Þeir eru hræddir við að ferðast en við búum við það að vera í góðu landi til að heimsækja því að ferðamennirnir óttast síður stríð og pestir hér á landi. Íslendingarnir ferðast hins vegar frekar eftir veðri. Aukning hefur orðið á ferðalögum landans innanlands og hér á Vestfjörðum er aukning frá ári til árs.

Það sem vantar er meiri fjölbreytni í atvinnulífinu á svæðinu og ég tek undir að það vantar meira af menntuðu fólki. Þú finnur ekkert mjög mikið af fólki hér með háskólapróf og oft þarf að sækja það út fyrir bæinn. Það er eðlilegt því að fólk bíður ekkert hérna í bænum eftir störfum, heldur bíður það annars staðar og lætur bjóða sér störf.

Fjölbreytnin verður að vera meiri því að við þurfum að geta boðið störf fyrir bæði hjónin. Ef komið yrði hér upp fjölbreyttara háskólatengdu námi, þá fjölgar þeim sem ljúka námi hér í bænum. Krafan í þjóðfélaginu er orðin um miklu meiri menntun. Þegar ég var að ljúka stúdentsprófi var það fín menntun en núna telst það eiginlega almenn grunnmenntun.


Marzellíus Sveinbjörnsson, skipasmiður:
Þurfum að geta borið okkur saman við aðra staði


Það sem ég sé í þessu í fyrstu er að mann vantar viðmið frá öðrum stöðum á landinu. Ti

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli