Frétt

Stakkur 31. tbl. 2003 | 07.08.2003 | 09:13Landsmót með glæsibrag

Verslunarmannahelgin er að baki og sennilega hafa verslunarmenn notið hennar síst. Nú er frídagur þeirra sem stunda atvinnu tengda verslun orðinn að eins konar þjóðhátíðardegi og allir halda út á þjóðvegina sér til upplyftingar og skemmtunar. Því fylgja mikil innkaup og þjónusta sem verslunarfólkið, er fríið skal fá, annast og því hefur þessi helgi snúist upp í andhverfu sína. Í stað orlofs og afslöppunar bíður þeirrar stéttar mikil vinna meðan allar aðrar stéttir þjóðfélagsins einbeita sér að skemmtun og hafa frí frá störfum. Þessa helgi eru haldnar margar og miklar samkomur. Meira áfengi selst fyrir verslunarmannahelgi en nokkrar aðrar helgar og metsala er í matvöru. Margir ætla sér stórkostlega skemmtun og oft af lítilli fyrirhyggju. Börn flykkjast á útihátíðir án gæslu og eftirlits. Það hljómar ankannalega að heyra af mikilli ölvun á bindindishátíðinni í Galtalæk. Engin tíðindi þykja lengur af fylleríisfréttum af þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Ein með öllu á Akureyri er hátíð þar sem eitt af öllu er mikil ölvun unglinga og vandræði sem henni fylgja. Óþarfi er að dæma alla eftir svörtu sauðunum, sem því miður hljóta oft snöggtum meiri athygli en þeir fjölmörgu sem sýna af sér hegðun til fyrirmyndar.

Aðrar bæjarhátíðir tókust vel. Má nefna Neistaflug, þrátt fyrir ölvun á sunnudagskvöldi, og Síldarhátíðina á Siglufirði, að ógleymdu Unglingalandsmóti UMFÍ á Ísafirði, sem tókst framar öllum vonum. Ungmennafélagsandinn ríkti þar. Keppendur voru um 1.200 unglingar, sem voru til fyrirmyndar, og gestir á Ísafirði þessa helgi voru á bilinu 7 til 8 þúsund. Ölvun annarra en heimamanna var ekki til sérstakra vandræða og umferð gekk með miklum ágætum. Hátíðin sker sig frá öðrum fyrir þá ánægjulegu staðreynd, að foreldrar fylgja börnum sínum og það er eftirsóknarvert fordæmi. Fyrir rúmu ári benti fyrrverandi sýslumaður Ísfirðinga á það í útvarpsviðtali fyrir verslunarmannahelgi, að enginn innan 18 ára aldurs ætti í raun að vera á úthátíð nema í fylgd foreldra eða foreldris. ,,Hvers vegna?? spurði útvarpsmaðurinn og fékk það svar, að unglingar væru ekki sjálfráða fyrr en þeim aldri væri náð og væru því á ábyrgð foreldra sinna fram til þess. Auk þess hlyti foreldrum sem þætti vænt um börn sín, að þykja sjálfsagt að gæta velferðar þeirra. Jakob Magnússon tónlistarmaður viðraði svipaða hugsun í útvarpsviðtali nú fyrir helgina. Foreldrum hlyti að þykja svo vænt um börn sín að vilja fylgja þeim á útihátíðir, hefðu afkvæmin löngun til þess. Í þessum anda var landsmótið haldið og það var öllum til sóma, UMFÍ og Ísfirðingum. Þetta er hægt, og svona á að gera hlutina. Hvort útihátíðir, svallsamkomur án eftirlits, eru að renna sitt skeið, skal ósagt látið.

Umferðin gekk vel fyrir sig, að frátöldu slysinu hörmulega á Geldingadraga. Brýnt er að ökumaður gráu jeppabifreiðarinnar gefi sig fram. Þolinmæði og kurteisi duga vel í umferðinni. Mætti hvort tveggja endast út árið. Tvennt stendur upp úr, fangadýrkun Vetmannaeyinga og velheppnað landsmót á Ísafirði og er mikill sómi að því síðarnefnda.


bb.is | 27.10.16 | 13:23 Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með frétt Í blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli