Frétt

bb.is | 06.08.2003 | 15:49Lögreglan: Unglingalandsmót UMFÍ til fyrirmyndar í alla staði

Frá setningarathöfn Unglingalandsmóts UMFÍ á Torfnesi á Ísafirði.
Frá setningarathöfn Unglingalandsmóts UMFÍ á Torfnesi á Ísafirði.
Allmargir hafa haft samband við blaðið og kvartað yfir neikvæðum fréttaflutningi á landsvísu af Unglingalandsmóti UMFÍ á Ísafirði um síðustu helgi. Talað hafi verið um mikla ölvun á mótinu og mikinn eril hjá lögreglu vegna hennar. Önundur Jónsson, yfirlögregluþjónn á Ísafirði, segir slíkt alrangt. „Ég endurtek einfaldlega það sem ég hef áður og alltaf sagt: Mótsgestir voru til fyrirmyndar, þeir voru sjálfum sér og Ungmennafélagi Íslands til sóma. Skipulag mótsins og framkvæmd tókust í alla staði mjög vel. Við teljum að milli fjögur og fimm þúsund manns hafi verið á tjaldsvæðunum fyrir botni Skutulsfjarðar. Þar höfðum við afskipti í fjórum tilvikum, sem mér er kunnugt um, og þar af áttu mótsgestir hlut að máli í tveimur tilvikum“, segir Önundur.
„Þar var alls ekki um neitt fyllirí að ræða heldur var þetta fólk með bjórdósir. Það var beðið um að fara af svæðinu eða hætta bjórdrykkjunni. Þetta voru krakkar sem komu inn á svæðið með bjórdósir í höndum en það kom alls ekki til neinna vandræða. Á áhorfendasvæðunum ofan við íþróttavellina þar sem keppni fór fram höfðum við afskipti af bæði ungmennum og fullorðnum með því að vísa þeim brott ef vart varð við áfengisneyslu. Þar var alls ekki um að ræða ungmenni sem tengdust mótinu sjálfu. Við vísuðum unglingum sömuleiðis af tjaldsvæði ofan við Menntaskólann vegna þess að það fannst áfengi hjá þeim. Við hátíðasvæðið á Eyrartúni fórum við um bæði einkennisklæddir og óeinkennisklæddir og þar var allmörgum aðilum vísað burt vegna þess að þeir höfðu áfengi um hönd.

Við teljum að samtals höfum við haft afskipti af um fimmtíu einstaklingum vegna áfengis um þessa helgi á Ísafirði. Þar var nær eingöngu um fólk að ræða sem var að fylgjast með mótinu og skemmta sér á Ísafirði en ekki mótsgesti sjálfa. Almenn ölvun var alls ekki í beinum tengslum við þetta mót. Aðfaranótt sunnudagsins var nokkur ölvun í miðbæ Ísafjarðar en þar voru engin skemmdarverk, engin slagsmál og engar líkamsmeiðingar og engin fíkniefnaneysla en við fylgdumst mjög grannt með slíku.

Það var vissulega ölvun í bænum en alls ekki mikil, alls ekkert í líkingu við það sem við sáum í sjónvarpi frá hátíðum annars staðar á landinu um þessa helgi. Vissulega var mikill erill hjá okkur vegna mannfjöldans í bænum, fólk var mikið að leita upplýsinga hjá okkur, sumir þurftu að fara á klósettið, sumir voru lasnir eða veikir og þurftu aðstoð og þar fram eftir götunum. Ekkert sem var fólkinu til vansa.

Ég hef ekki sagt það við neinn fjölmiðil að hér hafi verið vandræði vegna ölvunar. Ég hef heyrt að tilteknir ljósvakamiðlar hafi í fréttum spyrt saman unglingalandsmótið á Ísafirði og útihátíðina í Galtalækjarskógi og talað um mikla ölvun. En það er einfaldlega rangt hvað mótið hér á Ísafirði varðar.

Eitt fíkniefnamál kom upp í umdæmi okkar um þessa helgi. Það tengdist á engan hátt unglingalandsmótinu á Ísafirði. Við tókum þann aðila lengst inni í Ísafjarðardjúpi og hann var á leið til Bolungarvíkur. Fólk virðist ranglega vera að spyrða saman fréttir úr umdæmi lögreglunnar á Ísafirði og fréttir af landsmótinu. Það urðu fáein umferðaróhöpp á Vestfjörðum þessa daga en það væri fráleitt að tengja þau mótinu. Það er langt því frá að frá lögreglunni hafi komið einhverjar kvartanir vegna Unglingalandsmóts UMFÍ. Allir lögreglumennirnir hér eru á einu máli um að mótið hafi tekist alveg einstaklega vel“, segir Önundur Jónsson, yfirlögregluþjónn á Ísafirði.

hlynur@bb.is

bb.is | 24.10.16 | 15:51 Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með frétt Ópera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli