Frétt

mbl.is | 06.08.2003 | 10:37Hvalveiðar hefjast í þessum mánuði

Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra tilkynnti í dag að hrefnuveiðar verði hafnar í vísindaskyni síðar í þessum mánuði. Í ágúst og september verða veiddar samtals 38 hrefnur. Í tveggja ára vísindaáætlun sem lögð var fyrir Alþjóðahvalveiðiráðið í vor var gert ráð fyrir að 100 hrefnur, 100 langreyðar og 50 sandreyðar verði veiddar á hvoru ári. Sjávarútvegsráðuneytið segir að nú hafi verið ákveðið að á þessu ári verði þeim hluta áætlunarinnar sem snúi að hrefnu hrint í framkvæmd en veiðarnar verði minni en upphaflega var gert ráð fyrir, 38 hrefnur í stað 100, þar sem veiðarnar hefjast seinna á árinu en upphaflega áætlunin geri ráð fyrir.
Veiðarnar fara fram á þremur skipum sem leigð verða til verkefnisins. Leiðangursstjóri frá Hafrannsóknastofnun, Gísli Víkingsson líffræðingur, mun stýra framkvæmd veiðanna og sýnatöku. Við veiðarnar verður beitt nýlegum sprengjuskutli sem á að tryggja skjóta aflífum dýranna.

Sjávarútvegsráðuneytið segir, að þótt ekki sé um stórtækar veiðar að ræða sé engu að síður að vissu leyti verið að brjóta blað í sögu hvalveiða við Ísland með þessari ákvörðun en engar hvalveiðar hafa verið stundaðar við Ísland síðan 1989. Ljóst sé að almennur stuðningur sé við það hér á landi að hvalveiðar hefjist og Alþingi hafi árið 1999 ályktað að hefja skuli hvalveiðar hið fyrsta hér við land.

Ráðuneytið tekur sérstaklega fram að veiðarnar nú tengist ekki með nokkrum hætti þeim fyrirvara sem Ísland gerði við aðild sína að Alþjóðahvalveiðiráðinu. Hefði Ísland getað stundað þessar veiðar með sama hætti þótt enginn fyrirvari hefði verið gerður. Um sé að ræða hvalveiðar í vísindaskyni sem öll aðildarríki ráðsins hafi skýlausan rétt til að stunda samkvæmt 8. gr. stofnsamnings Alþjóðahvalveiðiráðsins. Þessum rétti fylgi sú skuldbinding að nýta afurðir hvalanna sem eru veiddir. Því sé ljóst að afurðir þeirra hrefna sem veiddar verða í ár verði nýttar eftir því sem hægt sé.

Þá segir sjávarútvegsráðuneytið, að megin markmið rannsókna Hafrannsóknastofnunarinnar sé að kanna betur hlutverk hrefnu í vistkerfi hafsins í kringum Ísland. Ljóst sé að nytjafiskar séu hluti af fæðu hrefnu, en samspil fiska og hrefnu í vistkerfinu sé lítt þekkt. Í ljósi mikilvægis sjávarútvegs fyrir Ísland sé nauðsynlegt að hafa góðar vísindalegar upplýsingar um áhrif hrefnu á afrakstur nytjastofna og að geta sett hrefnu með fullnægjandi hætti inn í fjölstofnalíkön. Rannsóknirnar hafi jafnframt önnur markmið, svo sem þætti sem tengjast líffræði hrefnu og erfðafræði.

Allur hagnaður af sölu afurðanna mun renna til rannsóknastarfsins. Áætlað er að heildarkostnaður verkefnisins í ár verði um 35 milljónir króna, þar af er rúmlega helmingur vegna veiðanna og sýnatöku.

mbl.is

bb.is | 28.10.16 | 13:23 Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með frétt Stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli