Frétt

Einar K. Guðfinnsson | 05.08.2003 | 11:40Hornstrandir láta engan ósnortinn

Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.
Ferð um Hornstrandir lætur engan ósnortinn. Fegurð náttúrunnar, kyrrðin og sagan sem alls staðar kallar á mann er í rauninni undraheimur, sem fátt getur jafnast við, ef þá nokkuð. Höfundur þessara lína er nýkominn úr gönguferð um Hornstrandir í góðra vina hópi, eins og allnokkur undanfarin ár. Ferð um Aðalvík, Sléttu, Hesteyri, Fljótavík er ógleymanleg, ekki síst ef veður er gott. Í þessari ferð fengum við svo sem gott veður og slæmt, en allt á sinn sjarma.
Gjöful náttúra dugmiklu fólki

Óneitanlega læðast í gegn um hugann ýmsar hugsanir þegar vitjað er eyðibyggða, þar sem mannlíf var forðum blómlegt og gróskumikið. Maður fyllist aðdáun og lotningu fyrir því dugmikla fólki sem tókst á við náttúruöflin sem ekki voru alltaf jafn blíð og þau sem mæta vel búnu ferðafólki á miðju sumri. Kynslóðirnar sem byggðu þessar slóðir lærðu að nýta sér náttúrunnar gögn og gæði; sóttu sjó, yrkjuðu landið, fóru í björg og nýttu sér annað það sem móðir náttúra gaf.

Flóknara er en þessar línur gefa tilefni til að útskýra hvers vegna byggðin lét undan. Því þó lífsbaráttan væri oft hörð vekur það athygli, að af þessum slóðum fóru menn til dæmis ekki til Vesturheims. Ástæðan var að náttúran var gjöful dugmiklu fólki og menn komust af.

Breyttar aðstæður, þéttbýlismyndun annars staðar á landinu og skortur á samgöngum og öðru því sem því fylgdi voru ógn við byggðina. Kröfur nútímans voru aðrar en fortíðarinnar; þær kröfur var örðugt að uppfylla. En ástæðurnar fyrir þróuninni voru þó miklu fleiri og margslungnari og verðskulda frekari umfjöllun.

Einstæð auðlind

Nú er öldin önnur. Við þéttbýlisbúarnir heimsækjum þetta svæði, tökumst á við nýjar áskoranir, göngum á fjöll, öslum ár og leggjumst til hvíldar í litlum göngutjöldum. Við kunnum vel að meta að kúplast frá amstri hversdagsins og njótum stundarinnar. Ótal sinnum tjáum við hvert öðru tilfinningarnar sem bærast, feginleikann yfir því að vera við þessar ólýsanlegu og stórbrotnu aðstæður, njótum sólarlagsins og minnumst sögunnar.

Við vitum að í þessu felast tækifæri fyrir okkur af því að þetta stórbrotna umhverfi er auðlind, sem er einstæð.

Maður lítur líka með aðdáun til þess fólks sem ár hvert vitjar heimahaganna og heldur við húsum og mannvirkjum og nýtur verunnar á Ströndum. Þau verk segja okkur það sem við vissum, að í átthagana andinn leitar.

Stefnumótun

Stundum velti ég því fyrir mér á slíkum gönguferðum, hvað muni gerast þegar enn meiri fjöldi uppgötvar dýrð þess að fara um slíkar lendur. Við sem unnum þessu svæði, hagsmunaaðilar, landeigendur og aðrir þeir sem hlut eiga að máli, þurfum sífellt og ævinlega að velta slíku fyrir okkur og móta stefnu til framtíðar. Sjálfur hef ég setið fundi þar sem þessi mál hafa verið rædd. Kannski er nú tilefni til þess að ræða þau mál að nýju.

– Einar Kristinn Guðfinnsson.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli