Frétt

| 13.02.2001 | 13:20„Þessu máli hefur verið algjörlega klúðrað“

Varðskipið Týr (reyndar nafnlaust) í Ísafjarðarhöfn.
Varðskipið Týr (reyndar nafnlaust) í Ísafjarðarhöfn.
„Ég trúi því ekki ennþá að það eigi að semja við Pólverjana um breytingar og viðhald varðskipanna Ægis og Týs, ekki síst í ljósi þess að um ríkisfyrirtæki, Landhelgisgæsluna, er að ræða. Það er búið að niðurlægja okkur eins mikið og nokkur er kostur með þessari ákvörðun og við höfum engan málstað lengur. Ef við ætlum að halda áfram í þessum rekstri, þ.e. málmiðnaði og smíði og viðhaldi skipa, er eina ráðið að fá atvinnuleyfi fyrir eins marga Pólverja og nokkur er kostur til þess að við séum samkeppnisfærir og borga þeim umsamið kaup samkvæmt samningum. Það þýðir um það bil helmings lækkun en það er ömurlegt að þurfa að ræða um okkar möguleika á þessum grundvelli og gagnvart þeim mönnum sem eru í vinnu hjá okkur í dag.“
Þetta segir Eiríkur Ormur Víglundsson, framkvæmdastjóri Vélsmiðju Orms og Víglundar, í samtali við Geir A. Guðsteinsson í Degi. Fyrirtæki hans var meðal þeirra sem buðu í breytingar á varðskipunum Ægi og Tý en Ríkiskaup hafa ákveðið að semja við pólskar skipasmíðastöðvar um þessi verk.

„Það er ekkert annað framundan hjá fyrirtækjum sem eru að vinna að viðhaldi skipa og ætla að reyna að fá einhver verkefni að skipta Íslendingum út fyrir Pólverja. Þeir sem stuðla að því að öll verkefnin fara úr landi verða að svara því hvað eigi að gera við íslenska málmiðnaðarmenn í framtíðinni. Svo er auðvitað mögulegt að fara með fyrirtækin út, t.d. til Póllands eða Spánar, og ég hef verulega hugleitt það“, segir Eiríkur Ormur.

Í mjög ítarlegri samantekt og fréttaskýringu í Degi segir Örn Friðriksson, formaður Félags járniðnaðarmanna m.a.:

„Félag járniðnaðamanna hefur því óskað svara frá Ríkiskaupum við því hvaða verðmunur sé nákvæmlega á pólska tilboðinu og lægsta íslenska tilboðinu, að teknu tilliti til eftirlits og siglingarkostnaðar; hver sé áætlaður eftirlitskostnaður vegna verkanna í Póllandi og á Íslandi; hver sé heildarkostnaður vegna siglinga skipanna til Póllands og aftur heim; hve langur er verktíminn annars vegar samkvæmt tilboði frá Vélsmiðju Orms og Víglundar og hins vegar frá pólsku skipasmíðastöðinni Moskar að meðtöldum siglingartíma; er áætlað að einhverjar lagfæringar þurfi að fara fram eftir að skipin eru komin aftur til Íslands; lagði Ríkiskaup mat á þann þjóðhagslega hagnað, þ.e. tekjur ríkis og sveitarfélaga o.fl, sem skapast við að framkvæma verkið hér á landi og er tekið tillit til þessa ávinnings við mat Ríkiskaupa á tilboðum.“

Fram kemur, að Dagur hafi reynt án árangurs að ná í Júlíus Sæberg Ólafsson, forstjóra Ríkiskaupa.

Margt fleira um þetta mál kemur fram í fréttaskýringu Geirs A. Guðsteinssonar. Helst mætti ætla, að ákveðið hafi verið fyrirfram að taka erlendu tilboði en ekki íslensku. Haft er eftir formanni iðnaðarnefndar Alþingis, að málinu hafi verið algjörlega klúðrað.

Vísir.is: Útboðsklúður...

bb.is | 27.09.16 | 16:50 Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með frétt Boðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli