Frétt

mbl.is | 30.07.2003 | 08:36Mikilvægt stig fyrir Keflvíkinga

Keflvíkingar færðust feti nær sæti í efstu deild þegar þeir náðu jafntefli við Þór á Akureyri í gær. Reyndar eru enn sex umferðir eftir en fátt virðist geta stöðvað Keflvíkinga. Það eru helst Þórsarar sem hafa staðið í vegi fyrir þeim en Þórsarar hefðu þurft að endurtaka leikinn frá því í Keflavík fyrr í sumar og sigra til að festa sig í sessi í öðru sæti deildarinnar. Úrslit leiksins urðu 2:2. Fimm stig skilja liðin að en nú geta Víkingar laumað sér stigi uppfyrir Þórsara og í annað sætið, takist þeim að sigra Leiftur/Dalvík annað kvöld.
Leikurinn fór rólega af stað en reyndist hin ágætasta skemmtun er yfir lauk. Bæði liðin léku vel og sýndu oft skínandi tilþrif. Fyrsta góða marktækifærið kom á 23. mínútu er Atli Már Rúnarsson í marki Þórs varði glæsilega skot frá Keflvíkingnum Hólmari Erni Rúnarssyni og skömmu síðar átti Jóhann Þórhallsson gott skot yfir mark Keflvíkinga. Hlynur Birgisson skeiðaði upp allan völl á 32. mínútu og lét vaða að marki en Ómar markvörður bjargaði í horn. Á 35. mínútu hefði verið auðvelt fyrir Egil Má Markússon dómara að dæma vítaspyrnu þegar Jóhann virtist felldur í vítateig Keflvíkinga en mönnum til mikillar furðu áminnti hann Jóhann fyrir leikaraskap.
Það var síðan nokkuð gegn gangi leiksins þegar Keflvíkingar komust yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks. Þórsurum mistókst að hreinsa úr vítateignum og Þórarinn Kristjánsson refsaði þeim harðlega og skoraði af stuttu færi.

Seinni hálfleikur var enn fjörlegri og byrjaði með því að Jóhann Þórhallsson skaut í þverslá Keflavíkurmarksins eftir góða rispu Hlyns Birgissonar. Þórður Halldórsson jafnaði síðan metin fyrir Þór á 63. mínútu, 1:1, en Keflvíkingar sóttu aftur í sig veðrið. Þórarinn Kristjánsson fékk sendingu inn í teig á 71. mínútu og athafnaði sig með glæsibrag áður en hann þrykkti knettinum upp í þaknetið, 1:2. Annað mark hans í leiknum.

Keflvíkingar voru áfram sókndjarfir en Þórsarar jöfnuðu á 80. mínútu. Orri Freyr Hjaltalín skaut í stöng úr aukaspyrnu en Pétur Kristjánsson fylgdi vel á eftir og skoraði, 2:2. Heimamenn sóttu í sig veðrið á lokamínútunum en urðu að sætta sig við jafntefli.

"Jú, auðvitað hefðu þrjú stig komið sér vel. Við spiluðum mjög vel úti á vellinum og hefðum eflaust skapað okkur enn fleiri færi gegn öðrum liðum en Keflvíkingum en þeir eru mjög vel skipulagðir. Mér fannst við heldur sterkari í góðum leik og ef við höldum þessari spilamennsku áfram og bætum aðeins í tel ég að liðið eigi erindi í efstu deild," sagði Jónas Baldursson, þjálfari Þórs, við Morgunblaðið eftir leikinn.

Bæði liðin léku fína knattspyrnu. Hlynur Birgisson var afar sterkur í liði Þórs og Pétur Kristjánsson, Þórður Halldórsson og Jóhann Þórhallsson gerðu marga laglega hluti. Magnús S. Þorsteinsson og Þórarinn Kristjánsson ollu oft usla í vörn Þórs og þeir Zoran Daníel Ljubicic og Haraldur F. Guðmundsson voru traustir.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli