Frétt

mbl.is | 25.07.2003 | 11:09Heilsa Idi Amins sögð hafa batnað

Líðan Idi Amin, fyrrum einræðisherra Úganda, hefur batnað en hann liggur á sjúkrahúsi í Jeddah í Sádi-Arabíu. Reutersfréttastofan hefur eftir starfsmanni sjúkrahússins þar sem Amin liggur að Amin sé ekki lengur í dái og hafi verið tekinn úr öndunarvél. Hann sé hins vegar enn í gjörgæslu og þungt haldinn. Í síðustu viku var Amin ekki hugað líf eftir að hann lagðist í dá.
Amin, sem er 78 ára, er einn grimmasti einræðisherra sem ríkt hefur í Afríku á síðari tímum og er talið að stjórn hans beri ábyrgð á dauða allt að 400 þúsund manna. Hann hefur búið í Sádi-Arabíu síðasta áratug en var áður í Líbýu. Þangað flúði hann árið 1979 eftir að honum var steypt af stóli.

Amin hefur ekki komið til Úganda frá því hersveitir frá Tansaníu og útlagasveitir frá Úganda hröktu hann frá völdum. Þótt nærri aldarfjórðungur sé liðinn eru mörg sár enn ógróin. Alþjóðleg mannréttindasamtök hafa harmað að Amin kunni að deyja frjáls maður frekar en í fangelsi. „Við hörmum að Idi Amin skulu vera að deyja án þess að þurfa að svara til saka fyrir glæpi sína," sagði Reed Brody, einn af forsvarsmönnum samtakanna Human Rights Watch í samtali við BBC.

Amin rændi völdum í Uganda árið 1971 þegar Milton Obote, forseti landsins, sótti leiðtogafund Afríkuríkja. Í fyrstu naut Amin mikilla vinsælda, var almennt kallaður „Stóri pabbi", og ekki síst fyrir það, að 1972 lét hann reka úr landi um 80.000 Asíumenn, sem voru allt í öllu í efnahagslífinu.

Þetta breyttist þó fljótt þegar hann fór að snúa sér að öðrum óvinum sínum innanlands, ímynduðum og raunverulegum. Þá tók við sannkölluð ógnaröld og morðæði, sem eiga sér varla neinn líka. Náði hryllingurinn til alls landsins og morðin voru svo umfangsmikil að enginn tími gafst til að grafa líkin. Þess í stað var þeim varpað í ár og vötn, ekki síst í Viktoríuvatnið þar sem krókódílarnir gæddu sér á þeim. Sagt er, að stundum hafi líkahrannirnar stíflað inntaksrörin í stærsta vatnsorkuverinu í landinu. Altalað var einnig, að Amin geymdi höfuð sumra andstæðinga sinna í ísskáp á heimili sínu.

Þegar Amin hafði rekið burt Asíumennina lét hann fyrirtæki þeirra í hendur stuðningsmanna sinna, sem lítt kunnu til verka, og afleiðingin var efnahagshrun. Hann lét það þó lítið á sig fá, heldur gekkst hann sífellt meir upp í fáránlegu mikilmennskubrjálæði og sæmdi sjálfan sig orðum og titlum. Þannig varð hann doktor í lögum, forseti til lífstíðar og CBE, sem var ensk skammstöfun fyrir „Sigurvegari breska heimsveldisins". Þótt flestum ætti að vera ljóst, að maðurinn var ekki heill á geði, fyrir nú utan öll morðin, var hann kjörinn forseti Einingarsamtaka Afríkuríkja 1975.

Þegar palestínskir hyðjuverkamenn rændu franskri þotu með ísraelskum farþegum 1976 neyddu þeir flugmennina til að lenda í Entebbe í Úganda. Lýsti Amin þá yfir stuðningi við flugræningjana en ísraelskir sérsveitarmenn þóttu vinna mikið afrek er þeir komu alla leið frá Ísrael, frelsuðu farþegana en felldu alla flugræningjana og nokkra úgandska hermenn.

Einn fárra andstæðinga Amins meðal afrískra leiðtoga var Julius Nyerere, forseti nágrannaríkisins Tanzaníu. Varð Amin það á að ráðast inn í Tanzaníu 1978 og þá lét Nyerere til skarar skríða gegn honum ásamt úgöndskum útlögum. Eftir sjö mánaða átök, í apríl 1979, náði Tanzaníuher Kampala, höfuðborg Úganda, á sitt vald og Amin flýði land. Sem múslími leitaði hann fyrst á náðir Gaddafis Líbýuleiðtoga og fór þaðan til Sádi-Arabíu. Þar hefur hann síðan lifað í vellystingum praktuglega ásamt eiginkonum sínum og einhverjum barna sinna, sem eru sögð um 50 talsins.

bb.is | 20.10.16 | 16:48 Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með frétt Gestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 07:37Jakob Valgeir og Salting með rúmlega átta prósent kvótans

Mynd með fréttBolvísku útgerðirnar Jakob Valgeir ehf. og Salting ehf. ráða yfir ríflega átta prósentum af krókaaflamarkskvótanum. Stakkavík ehf. í Grindavík er sem fyrr stærsta útgerðin í litla kerfinu, eins og krókaaflamarkskerfið er kallað í daglegu tali. Kvóti Stakkavíkur er 1.928 þorskígildistonn, litlu ...
Meira

bb.is | 19.10.16 | 16:50Muggi og hinir Guðmundarnir verðlaunaðir

Mynd með fréttMarkaðsherferðin Ask Guðmundur hlaut fimm Euro Effie verðlaun við hátíðlega athöfn í Brussel í gærkvöldi, þar sem verðlaunað var fyrir árangursríkustu auglýsingar ársins. Margir muna eflaust eftir herferðinni þar sem hver landshluti tefldi fram sínum eigin „Guðmundi“ og sáust hinir ýmsu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli