Frétt

mbl.is | 25.07.2003 | 08:14Baugur stefnir í bensínsölu á neytendamarkaði

Baugur stefnir að því að hefja sölu á bensíni og olíu á neytendamarkaði en hyggst ekki fara inn á stórnotendamarkaðinn fyrst í stað þótt það kunni vel að koma til greina síðar. Baugur hefur þegar tekið fyrstu skrefin í þá átt að hrinda áformunum í framkvæmd og hefur m.a. óskað eftir viðræðum við borgaryfirvöld vegna bensínstöðvar við Holtagarða. Þá hefur félagið sent utanríkisráðuneytinu bréf og falast eftir afnotum að olíutönkum varnarliðsins í Helguvík.
Skarphéðinn Berg Steinarsson, yfirmaður innlendra fjárfestinga Baugs, segir félagið hafa skoðað þennan möguleika í allnokkurn tíma og raunar staðið að prófunarvinnu frá því á síðasta ári og það telji sig eiga fullt erindi inn á þennan markað og geta keppt við olíufélögin í verði. „Við höfum fyrst og fremst einblínt á neytendamarkaðinn, a.m.k. enn sem komið er en auðvitað er mjög stór hluti af heildarmarkaðinum stærri viðskiptavinir, bæði í útgerð, framleiðslu auk verktaka og stofnana og við útilokum ekkert þann markað í framtíðinni en áherslan nú snýr að neytendamarkaðinum.“


Tankarnir í Helguvík væru hentugur kostur
Skarphéðinn segir tankana í Helguvík vera einn möguleika til þess að að geyma olíu og bensín en alls ekki þann eina. „Það væri auðvitað mjög hentugt að geta notað þá aðstöðu sem fyrir er og uppfyllir allar þær kröfur sem gerðar eru vegna geymslu á eldsneyti. Það er líka auðvitað hægt að vera í samstarfi við aðra en það að vera með sem flesta þætti í eigin höndum tryggir best að við getum gert þetta með þeim hætti sem við teljum vera hagkvæmastan.„

Að sögn Skarphéðins er Baugur með nokkrar lóðir í takinu þar sem gert sé ráð fyrir besnínstöðvum í skipulagi en það heyrir undir skipulagsyfirvöld að heimila slíka landnotkun þannig að þar þurfi ekki að koma til breytingar á aðalskipulagi.

Skarphéðinn segir að hugmyndirnar gangi út á að opna sjálfsafgreiðslustöðvar eða stöðvar sem séu að hluta eða mestu leyti til sjálfsafgreiðslustöðvar. „Við munum leggja áherslu á að halda kostnaði sem lægstum fyrir kaupendur og stór liður í því efni er náttúrulega að draga úr kostnaði vegna starfsmannahalds. Við höfum horft til þess að setja upp stórar stöðvar með mörgum dælum og ná þannig stærðarhagkvæmni til þess að geta boðið sem hagstæðast verð. Svæðið við Miklagarð liggur t.d. mjög vel við umferðarleiðum og eiga Stoðir talsverðar eignir á því svæði. Við höfum áhuga á að koma fyrir stórri bensínstöð á þessu svæði í tengslum við aðra starfsemi sem við erum með það.“

Skarphéðinn segir ekkert liggja endanlegt fyrir í því hvort einhver önnur smásölustarfsemi verði í tengslum við bensínstöðvarnar. „Við höfum svo sem séð fyrir okkur þann möguleika að hafa eitthvað víðtækari þjónustu á hverjum stað, hvort sem það væri verslunarrekstur í því formi sem menn þekkja í dag eða veitingastarfsemi eða annað. Baugur er í smásölurekstri og þekkir þann rekstur mjög vel og neytendur hafa tekið fyrirtækinu vel. Hvort verður byggt á þeirri reynslu eða farið inn á einhverjar nýjar brautir hefur ekki enn verið ákveðið. En við höfum ýmsar hugmyndir í þeim efnum.“

bb.is | 20.10.16 | 16:48 Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með frétt Gestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 07:37Jakob Valgeir og Salting með rúmlega átta prósent kvótans

Mynd með fréttBolvísku útgerðirnar Jakob Valgeir ehf. og Salting ehf. ráða yfir ríflega átta prósentum af krókaaflamarkskvótanum. Stakkavík ehf. í Grindavík er sem fyrr stærsta útgerðin í litla kerfinu, eins og krókaaflamarkskerfið er kallað í daglegu tali. Kvóti Stakkavíkur er 1.928 þorskígildistonn, litlu ...
Meira

bb.is | 19.10.16 | 16:50Muggi og hinir Guðmundarnir verðlaunaðir

Mynd með fréttMarkaðsherferðin Ask Guðmundur hlaut fimm Euro Effie verðlaun við hátíðlega athöfn í Brussel í gærkvöldi, þar sem verðlaunað var fyrir árangursríkustu auglýsingar ársins. Margir muna eflaust eftir herferðinni þar sem hver landshluti tefldi fram sínum eigin „Guðmundi“ og sáust hinir ýmsu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli