Frétt

mbl.is | 16.07.2003 | 08:17Grindavík í þriðja sætið

Grindavík sigraði Val, 1:2, á Hlíðarenda í Lansbankadeild karla í knattspyrnu í gærkvöldi en þetta var fimmti sigur Grindvíkinga í röð í deildinni. Grindavík hefur aldeilis snúið við blaðinu frá því fyrr í sumar og liðið er nú í þriðja sæti deildarinnar með 18 stig, aðeins einu stigi á eftir Fylki sem er í toppsætinu. Valsmenn hefðu náð Grindvíkingum að stigum ef þeir hefðu sigrað Suðurnesjapilta en Valur situr í sjötta sæti deildarinnar með 12 stig.
Grindvíkingar hófu leikinn af miklum krafti og voru mjög ákveðnir í öllum sínum aðgerðum. Þeir voru á undan Valsmönnum í alla bolta og á 11. mínútu leiksins var Eysteinn Húni Hauksson nálægt því að koma Grindavík yfir. Hann átti þá hörkuskot rétt framhjá marki heimamanna. Tveimur mínútum síðar bjargaði Ólafur Þór Gunnarsson, markvörður Vals, sínum mönnum þegar hann náði að trufla Ray Anthony Jónsson það mikið að hann náði ekki góðu skoti að markinu.

Gestirnir náðu forystunni á 27. mínútu og var það eftir gangi leiksins en aðeins mínútu síðar fékk Valur fyrsta færi sitt í leiknum þegar Bjarni Ólafur Eiríksson skallaði knöttinn rétt yfir mark Grindavíkur. Hvorugt liðanna fékk marktækifæri það sem eftir lifði fyrri hálfleiks.

Valsmenn spiluðu mjög illa í fyrri hálfleik og Grindvíkingar voru betri á öllum sviðum og ljóst var að Valsmenn þurftu að hysja upp um sig buxurnar í síðari hálfleik ef þeir ætluðu að eiga möguleika gegn gestunum.

Áhorfendur voru margir hverjir ekki búnir að koma sér fyrir þegar umdeilt atvik átti sér stað á 46. mínútu. Ray Anthony Jónsson og Sigurður Sæberg voru að berjast um boltann úti við hliðarlínu og Ray braut að virtist lítillega á Sigurði eftir að þeir lentu báðir út af vellinum. Ólafur Ragnarsson, dómari leiksins, fannst Ray brjóta gróflega af sér og sýndi honum umsvifalaust rauða spjaldið sem verður að teljast mjög harður dómur. Fimm mínútum síðar gerðist annað umdeilt atvik en þá heimtuðu Valsmenn vítaspyrnu eftir að Ólafur Gottskálksson virtist brjóta á Bjarna Ólafi í vítateignum en ekkert var dæmt.

Eftir þetta róaðist leikurinn niður og fátt markvert gerðist þar Ian Paul McShane skoraði annað mark gestanna. Varamaðurinn Árni Ingi Pjetursson, sem er nýgenginn til liðs við Val, komst í ágætt færi á 70. mínútu en náði ekki skoti á markið. Mikið líf færðist í Valsmenn síðustu fimmtán mínútur leiksins og var Ármann Smári Björnsson sérstaklega öflugur og gerði varnarmönnum Grindvíkingum lífið leitt í þrígang. Hann hefði getað jafnað metin á 85. mínútu þegar hann komst í gott færi en skaut framhjá og þremur mínútum síðar var hann mjög óheppinn að jafna ekki metin fyrir heimamenn. Hann skallaði þá knöttinn í þverslána eftir að Ólafur Gottskálksson hafði farið í skógarferð. Ólafur slapp með skrekkinn en hann virkaði óöruggur í mörgum aðgerðum sínum.

Grindvíkingar fögnuðu vel og innilega þegar flautað var til leiksloka en þeir voru mun sterkari en Valsmenn að þessu sinni. Grindvíkingar voru þó stálheppnir í tvígang undir lokin þegar Ármann Smári var nálægt því að jafna metin fyrir Val. Vörn Grindavíkur var mjög sterk með Sinisa Kekic í fararbroddi og miðjumenn liðsins skiluðu mjög góðu hlutverki. Óli Stefán og Ian Paul McSh.ane voru mjög öflugir í framlínu liðsins og unnu vel saman.

Valsmenn náðu sér ekki á strik og það var aðeins seinustu fimmtán mínútur leiksins sem liðið sýndi góða takta. Allt of margir leikmenn liðsins léku illa í gær og sóknarleikurinn var mjög bitlaus og liðið saknaði greinilega Hálfdáns Gíslasonar sem var í leikbanni. Sigurður Sæberg og Ármann Smári voru bestu menn liðsins en það var alls ekki nóg gegn baráttuglöðum Grindvíkingum.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli