Frétt

kreml.is - Óli Jón Jónsson | 13.07.2003 | 12:11Heilbrigðiskerfið og peningarnir okkar

Að undanförnu hefur farið fram athygliverð umræða um lyfjakostnað í kjölfar greina Björns Inga Hrafnssonar, varaþingmanns Framsóknarflokksins, í Morgunblaðinu. Í þessari umræðu hefur komið skýrt fram að innan heilbrigðiskerfisins eiga sér stað átök milli sérhagsmuna og almannahagsmuna. Því miður virðist sem gæslumenn almannahagsmuna verði oft undir í þeim átökum. Kostnaður ríkisins vegna sjálfstætt starfandi sérfræðilækna hefur farið mjög vaxandi á síðustu árum. Spurn eftir þjónustu þeirra eykst ár frá ári. Þar spila inn í sú staðreynd að þjóðin er að eldast, sérmenntuðum læknum hefur fjölgað og læknavísindunum hefur fleygt fram. En síðast en ekki síst má rekja þessa auknu eftirspurn til þess sem kallað hefur verið sjúkdómsvæðing samfélagsins.
Hingað til hefur fátt virst geta stöðvað þennan útgjaldavöxt og kemur eflaust margt til. Læknar hafa mjög öfluga stéttarvitund og eiga duglega forystumenn. Samningsstaða þeirra er sterk. Heilbrigðisyfirvöld hafa fram til þessa annað hvort ekki haft vilja eða ekki haft getu til að standa gegn kröfum þeirra. Er það ekki líka almenningur sem heimtar alla þessa þjónustu? Geta lýðræðislega kjörin stjórnvöld gert nokkuð annað en hlýða almenningi og borga brúsann?

Það er almennt viðurkennt að þar sem hið opinbera greiðir fyrir heilbrigðisþjónustu ræðst spurn eftir slíkri þjónustu að stórum hluta af framboðinu, þ.e. því meira framboð, þeim mun meiri eftirspurn. Fávísum almúganum er talin trú um að hann þurfi sífellt að vera að fara til læknis og taka ný og ný lyf. Því hefur verið haldið fram að hin svokallaða ,,þörf? fyrir heilbrigðisþjónustu sé að stórum hluta byggð á misskilningi og vankunnáttu almennings og almennri oftrú á mátt læknavísindanna.

Það dettur engum í hug að læknar séu viljandi að veita óþarfa þjónustu. Það er ekkert skipulagt samsæri í gangi. Sjúkdómsvæðingin er einfaldlega summan af sjálfsbjargarviðleitni og hagsmunapoti margra ólíkra aðila. Læknar eru án efa upp til hópa heiðarlegir í því að vilja lina þjáningar þeirra sem til þeirra leita. En það verður ekki fram hjá því litið að sjúkdómsvæðingin hefur þýtt að læknar og lyfjafyrirtæki hafa makað krókinn á kostnað almennings.

Og hvað er þá til ráða? Það er í raun margoft búið að benda á lausnina. Hún nefnist einu nafni tilvísanakerfi. Mergurinn málsins er sá að það verður að hafa vit fyrir fólki og skammta því þá þjónustu sem það hefur raunverulega þörf fyrir. Í fyrsta lagi verða yfirvöld að að ákveða nákvæmlega hvaða þjónustu eigi að veita á kostnað skattgreiðenda og hvaða þjónusta eigi að vera þar fyrir utan. Í öðru lagi verða yfirvöld að semja við ákveðinn hóp lækna, heimilislækna, um að þeir taki að sér það ábyrgðarfulla hlutverk að meta þörf hvers og eins fyrir þjónustu heilbrigðiskerfisins og stýra aðgengi fólks að henni.

Því hefur verið haldið fram að tilvísanakerfi feli í sér að eðlilegt valfrelsi sjúklinga sé skert. Val er ágætt út af fyrir sig, þ.e. ef sá sem velur greiðir sjálfur kostnaðinn sem af því hlýst. En það er tómt mál að tala um valfrelsi þegar ætlast er til þess að skattgreiðendur borgi reikninginn. Það er einfaldlega útúrsnúningur að tala um að tilvísanakerfi skerði valfrelsi einstaklinganna.

Og talandi um valfrelsi; tilvísanakerfi og valfrelsi geta nefnilega vel farið saman. Hugmyndir um svokallað valfrjálst stýrikerfi hafa lengi verið á kreiki og nú síðast hefur ASÍ gert þær að sínum. Slíkt kerfi hefur lengi verið við lýði í Danmörku og gefið góða raun. Það byggist í stuttu máli á því að skattgreiðendur geti valið hvort þeir eru innan tilvísanakerfis eða ekki. Ef þeir velja að standa utan kerfisins, þá greiða þeir fullt verð fyrir þjónustu sérfræðinga.

Kjarni málsins er þessi: Útgjöld vegna heilbrigðismála aukast stöðugt. Það verður að finna skynsamlegar og réttlátar leiðir til að nýta sem best þá takmörkuðu fjármuni sem til skiptanna eru. Stjórnmálamenn eiga að ræða af fullri alvöru allar hugmyndir sem miða að því. Almannahagsmunir krefjast þess.

bb.is | 27.10.16 | 15:56 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með frétt Sjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli