Frétt

mbl.is | 09.07.2003 | 08:24Enginn rænir Leoncie þrumunni

Einn er sá ljósgeisli í íslensku tónlistarlífi sem Leoncie heitir. Það hefur sjaldan verið lognmolla í kringum hana, þessa indversku prinsessu, (eða "Icy Spicy Leoncie" eins og hún er stundum kölluð) og hafa menn skiptar skoðanir á henni sem tónskáldi og sem einstaklingi. Leoncie var á dögunum að ljúka upptökum á nýrri plötu sem fengið hefur hinn ögrandi titil Radio Rapist.
Hún hélt alltént að upptökum væri lokið, þegar allt í einu eitt kvöldið að tvö smellin lög spruttu fram í kollinum á henni: "Ég var að fara að sofa þegar þetta laust mig og ég sagði við eiginmanninn minn uppnumin: "Það verða þá 14 lög en ekki 12!"" Lífleg tilbrigði Leoncie skila sér til blaðamanns í gegnum símtólið og augljóst að á ferð er lífsglöð og ákveðin kona.

Radio Rapist verður fimmta plata Leoncie en áður hefur hún gefið út titlana My Icelandic Man (sem var prýdd Jóni Páli Sigmarssyni á kápunni), Story From Brooklyn, Messages From Overseas og loks Sexy Loverboy sem kom út í september í fyrra. Tónlist hennar er mestan part lífleg með reffilegum laglínum og oftar en ekki djörfum og ágengum textum eins og titill væntanlegrar plötu gefur til kynna.

Hún segir að nýja platan verði mikið frábrugðin Sexy Loverboy: "Þessi verður allt öðruvísi og ólík öllu því sem komið hefur á undan. Það er erfitt að segja til um á hvaða hátt hún er frábrugðin en hún verður algjör bomba!"


Fær innblástur við bænir og íhugun
Afköstin eru að sama skapi mikil, sér í lagi ef litið er til þess að Leoncie annast nær allar hliðar útgáfu sinnar sjálf, en hún segist hafa helgað sig tónlistinni. "Þetta er það sem ég einbeiti mér að. Ég legg aðaláherslu á að syngja á ensku og er full af innblæstri," segir hún og bætir við að nýju íslensku lögin hennar hafi komið henni sjálfri á óvart. Og hún er með á hreinu hvaðan öll þessi atorka kemur "Ég sit við kertið mitt, fer með bænirnar mínar og nota talnabandið mitt. Ég leita einnig í innhverfa íhugun en ég hef iðkað jóga síðan ég var lítil stelpa á Indlandi og líka alin upp við mikinn aga," skýrir Leoncie en hún er kaþólskrar trúar.
Leoncie hefur í nógu að snúast, er á þeytingi milli heimshorna og nú síðast var hún í viðtölum við erlenda sjónvarpsstöð og tímarit sem gera munu henni ágætis skil á alþjóðlegum vettvangi seinna í sumar.


Lætur ekki bjána angra sig
Um leið og Leoncie hefur laðað að sér aðdáendur í gegnum tíðina virðist hún einnig hafa eignast óvildarmenn. Hún lætur það samt ekki á sig fá. Þannig segir hún frá því þegar hún söng fyrir gesti á aðalsviðinu í miðbæ Reykjavíkur á þjóðhátíðardaginn: "Ég varð svo hissa á frábærum viðtökum áhorfenda minna, þau köllluðu sum: "Meira, meira, Leoncie!" Það var alveg frábært. En það voru líka einhverjir uppi við sviðið sem voru að reyna að hrella mig, einhver hópur af væsklum. Þeir héldu að þeir gætu komið mér úr jafnvægi en hverjum er ekki sama um hóp bjána þegar allur meginþorri áhorfenda er frábær." Þegar á móti blæs er Leoncie minnug kjörorða sinna sem hljóma hvað best á ensku: "I won't let anybody steal my thunder - no matter who they sleep with." Augljóst er að ef einhver ætlar að abbast upp á Leoncie ætti hinn sami að hugsa sig tvisvar um.
Hún lætur vel af vistinni hér á Íslandi en Leoncie er fyrir löngu orðin íslenskur ríkisborgari og gekk að eiga íslenskan mann fyrir hartnær tveimur áratugum. Hún segist þó hafa unun af að ferðast og kynna sér nýja menningarheima: "Mér finnst gaman að blanda geði við alls kyns fólk. Það víkkar sjóndeildarhringinn." Hún kveðst því að öllum líkindum munu flytja til annars lands, þó að hún segist ekki ætla að fara langt og ætlar alls ekki að segja skilið við Ísland.

Næstu vikurnar mun hún vinna að hljóðblöndun, frágangi og lokaupptökum fyrir Radio Rapist sem síðan er væntanleg í verslanir í lok ágústmánaðar.

Gylfi Ólafsson. | 28.10.16 | 07:30 Sakar Óðinn um hræðsluáróður

Mynd með frétt Málflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli