Frétt

Einar Kristinn Guðfinnsson | 07.07.2003 | 13:23Alþjóðavæðing leiðir til framfara

Einar Kristinn Guðfinnsson.
Einar Kristinn Guðfinnsson.
Flókna hluti er oft best að útskýra með einföldum dæmum. Alþjóðavæðingin sem við heyrum tíðum getið um í fjölmiðlum er gott dæmi um þetta. Í nýrri bók sem Mike Moore fyrrum framkvæmdastjóri Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar WTO ritaði, (A World Without Walls ) tekur hann dæmi sem eru lýsandi fyrir jákvæð áhrif alþjóðavæðingar, alþjóðlegrar verkaskiptingar og það sem af henni hefur hlotist. Sá hversdagslegi hlutur skrúfan, var fundin upp í Kína fyrir margt löngu. Fjórtánhundruð ár liðu frá því að Kínverjarnir uppgötvuðu þetta undur og þar til að Vesturlandabúar kynntust því. Kínverjarnir fundu líka upp hjólbörur, tækni sem Vesturlandabúar fréttu fyrst af einni öld síðar.
Nú er öldin önnur

Nú er þessu öfugt farið. Fréttirnar ferðast hratt. Alþjóðleg verkaskipting, markaðsvæðing og tækniframfarir sjá um það. Internetvæðing fjórðungs allra heimila í Bandaríkjunum gekk fimmfalt hraðar fyrir sig en innleiðing símans í sama mæli einhverjum áratugum fyrr. Svipaða sögu má segja af öðrum tækniframförum. Við þekkjum það úr íslensku atvinnulífi. Íslenskur fiskiðnaður hefur oftlega nýtt sér tækni sem hafði rutt sér til rúms í öðrum matvælagreinum. Íslenskrar lausnir í fiskiðnaði eru nú notaðar í úrvinnslu landbúnaðarafurða í stórum stíl. Með þessu hafa orðið gríðarlegar framfarir, þannig hafa lífkjörin batnað og þjóðirnar hafið sig upp úr fátæktargildrunum.

Lært af sögunni

Saga 20 aldarinnar færir okkur líka heim sanninn um mikilvægi þess að auka frjáls viðskipti á milli þjóðanna. Almennt eru menn sammála um það nú að efnahagsleg einangrunarhyggja hafi dýpkað og lengt kreppuna miklu um 1930. Skammtímahagsmunir einstakra þjóða, sem miðuðu að því að verja sitt atvinnulíf leiddi til minni heimsviðskipta og jók á neikvæð áhrif kreppunnar. Lærdómurinn sem menn hafa dregið af þessu hefur leitt til stöðugrar viðleitni til þess að auka viðskipti þjóða á milli. GATT samningar um fríverslun eru gleggsta dæmið um þetta. En mörg hundruð fríverslunarsamninga á milli þjóða og landssvæða eru líka til marks um það sama. Við Íslendingar höfum til að mynda notið þessa í aðgangi okkar að stórum mörkuðum með vörur okkar. Aðild okkar að EFTA og síðar Evrópska efnahagssvæðinu eru liður í þessari viðleitni, sem við Íslendingar höfum augljóslega haft hagsmuni af.

Stöðnun í heimsverslun

Það er áhyggjuefni að viðskipti í heiminum eru ekki eins blómleg nú og áður. Á ráðstefnu sem efnt var nýlega til af Alþjóðaþingmannasambandinu og WTO og undirritaður sat, kom þetta einkar skýrt fram. Supachai núverandi framkvæmdastjóri WTO vakti þannig athygli á því að á síðasta áratug nýliðinnar aldar hefðu vöxtur heimsverslunar numið að jafnaði 6,7%. Árið 2001 dróst hún saman um 1%, jókst síðan um 2,5% í fyrra, en er áætluð svipuð í ár og í fyrra. Þetta er áhyggjuefni og hvetur þjóðirnar til þess að stuðla að auknum viðskiptum að nýju.

Það eykur enn áhuga manna að ómótmælanlega mun þetta sérstaklega gagnast þróunarríkjunum. Alþjóðabankinn metur það svo að afnám allra viðskiptahindrana í vöruviðskiptum myndi auka auka tekjur þjóðanna um 250 til 650 milljarða bandaríkjadala (20 til 50 þúsund milljarða íslenskra króna) Helmingur ávinningsins rynni til þróunarríkjanna og bryti fátæktarhlekki af 300 milljónum manna.

Þó enginn sé að ræða um að ná slíkum áfanga, lýsir þetta þó því sem aukið viðskiptafrelsi hefði í för með sér. Fyrir þróunarríki skiptir einfaldlega mestu að fá aðgang að mörkuðum auðugri ríkja, sem í ofanálag geta greitt hærra verð fyrir framleiðsluna.

Í átt til aukinna heimsviðskipta

Nauðsynlegt er að halda ýmsu til haga sem skapað hefur landbúnaðinum sérstöðu í gegn um tíðina. Ekki bara hér á landi heldur einnig almennt. Landbúnaður hefur haft mikla sérstöðu í viðskiptum þjóða í millum. Það sjáum við einfaldlega á því að tollar og tollígildi á landbúnaðarafurðum eru margfalt hærri en í viðskiptum með aðra framleiðslu. Þróunin stefnir þó í átt til aukinna viðskipta með þessar afurðir. Dæmi um það sást í síðustu lotu viðskiptaviðræðnanna og birtist manni greinilega í umræðum víða á alþjóðlegum vettvangi. Eðlilegt er og sjálfsagt að við Íslendingar hyggjum að því hvert stefna muni í þessum efnum vegna framtíðarstefnumótunar í landbúnaði okkar. Eðlilegt er að vekja þó athygli á ýmsum þáttum í þessu sambandi.

Fyrir það fyrsta. Þó svo að við Íslendingar verjum okkar landbúnað gagnvart alþjóðlegri samkeppni, þá er aðgangur inn á íslenska markaði fyrir alþjóðlegar landbúnaðarvörur, greiður í veigamiklum þáttum. Ekki síst það sem tekur til landbúnaðarframleiðslu sem fer fram í þriðja heiminum. Þar er mest í húfi fyrir þær þjóðir sem mest þurfa á því að

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli