Frétt

Leiðari 24. tbl. 2003 | 19.06.2003 | 13:30Safnahús Ísafjarðar

Enginn dagur hefði verið betur til þess fallinn að opna Safnahús Ísafjarðar en þjóðhátíðardagurinn. Með tilkomu Safnahússins Eyrartúni eru bókasafn bæjarins, héraðsskjalasafnið og ljósmyndasafnið, sem allt fram til þessa hafa búið við þröngan kost, komin í glæsilegt framtíðarhúsnæði. Með því er Listasafni Ísafjarðar einnig búin viðeigandi umgjörð. Nú gefst almenningi kostur á að njóta verka í eigu safnsins, sem hingað til hafa að mestu mátt hírast í geymslum. Í Safnahúsinu mun nemendum vaxandi skólabæjar gefast kostur á að nýta sér góðan bókakost og þá mun hugsað fyrir aðstöðu til rannsókna fyrir þá sem vinna að verkefnum sem tengjast Vestfjörðum.

Ekki er ofmælt að Safnahúsið, sem Guðjón heitinn Samúelsson teiknaði sem sjúkrahús og byggt var árið 1925, er með fallegri húsum, sem augum gefur að líta. Nú þegar búið er að koma húsinu í upprunalegt útlit er ánægjulegt að þegar skuli vera farið að huga að frágangi lóðarinnar í kringum það. Vel er að við það verk skuli litið til tillögu Guðjóns að skipulagi á Eyrartúni, frá þeim tíma er hann teiknaði húsið, þótt eflaust kunni svo að þykja að hún henti ekki með öllu nú á tímum.

Við skipulag lóðarinnar þarf að ganga út frá því að þarna verði unnt að standa vel að útihátíðahöldum líkt og á þjóðhátíðardegi og afmæli bæjarins, svo dæmi séu tekin. „Sjúkrahússtúnið“, eins og lóðin hefur verið kölluð til þessa, hefur áunnið sér þann sess meðal bæjarbúa að á þessum stað vilja bæjarbúar áfram koma saman til útihátíðahalda. Við frágang lóðarinnar verður því að fara saman hagnýt notkun og augnayndi, þar sem Safnahúsið og umhverfi þess verður óhjákvæmilega sá hluti bæjarins, sem fyrst að marki fangar ferðalanginn, sem til bæjarins kemur.

Um leið og Safnahúsið er tekið í notkun verður ekki hjá því komist að hugsað sé til Byggðasafnsins, sem verið hefur bak við lás og slá á Sundlaugarloftinu um árabil. Næsta verkefni bæjaryfirvalda í safnamálum hlýtur að miða að því að byggja yfir Byggðasafnið í Neðstakaupstað. Útlit þeirrar byggingar verður að miðast við það að hún falli vel að þeirri eldri tíma húsaþyrpingu, sem þar er til staðar og er einstök hér á landi.

Vel hefur tekist til með Safnahúsið Eyrartúni. Engum blöðum er um það að fletta, að þegar fram líða stundir á Safnahúsið eftir að vera lyftistöng fyrir bæjarfélagið ef möguleikarnir sem þar hafa opnast verða nýttir.

En meðal annarra orða – er ekki pláss í Safnahúsinu fyrir líkanið af bænum, eins og hann var þegar hann öðlaðist kaupstaðarréttindi 1866, á meðan Byggðasafnið er lokað? Er ekki ástæðulaust að láta þessa merku heimild um upphaf kaupstaðarins rykfalla frekar en orðið er?
s.h.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli