Frétt

Múrinn - Sverrir Jakobsson | 19.06.2003 | 11:36Kvennastörf?

Hvers vegna eru kvennastörf verðminni en störf karla? Hvers vegna er kona aðeins metin sem 80% af karlmanni sem starfskraftur? Liggur ekki í hlutarins eðli að störf kvenna hljóta að vera ómerkilegri en karla? Við lifum jú í kapítalísku samfélagi þar sem eini mælikvarðinn á gildi starfs er kaupið. Og um leið vitum við hvers vegna störf kvenna eru svona ómerkileg, það er vegna þess að „markaðurinn ræður“. Og markaðurinn er dulin, vélræn hönd sem tengist ekki vilja eins né neins. Það eru ekki menn sem ákveða að konur eigi að fá lág laun, það er markaðurinn.
Í lögmáli markaðarins er að finna ýmsar reglur eins og þær að enginn eigi að stjórna fyrirtæki án þess að fá borgað gríðarlega mikið. Ánægjan í því að standa í rekstri er nefnilega sú ein, að maður sé margfaldur matvinnungur á við annað starfsfólk. Annars myndu forstjórarnir allir sækjast eftir því að vinna í ræstingum eða í fiski, lausir við þá mannskemmandi ábyrgð sem kallar á að þeir fái borgað svo há laun. Í lögum markaðarins stendur líka einnig að allir sem vinna í stórfyrirtækjum skuli klæðast jakkafötum og vinna aðeins lengur en starfsfólk leikskóla, þannig að tryggt sé að enginn sem vill sjá um börnin sín vinni hjá stórfyrirtæki.

Og auðvitað eru lögmál markaðarins vélræn og vísindaleg. Þau eru ekki samfélagslega skilyrt eins og eitthvað sem var gert í gamla daga. Einu sinni þurftu fínir menn að ganga með hárkollur út af einhverjum asnalegum gildum, en við skulum gæta okkur á því að setja það ekki í samhengi við jakkafataklæddu starfsmenn stórfyrirtækjanna. Í sumum samfélögum mega konur ekki sjást opinberlega, núna getur kona risið til æðstu starfa, ef hún sættir sig við að vinna á sama tíma og karlarnir og gera allt eins og þeir. Sums staðar í heiminum sýna karlmenn vald sitt yfir konum með því að hylja þær fullkomlega, en það tengist ekkert gripasýningum á hreinum meyjum, þar sem sú sem þykir fegurst hneppir gull og græna skóga. Stúlkurnar vilja þetta sjálfar, ólíkt múslímskum konum sem láta bara eins og þær vilji ganga með blæju út af innrætingu og menningarlegri kúgun.

Og auðvitað eru það ekki samfélagsleg gildi sem ráða því að svo kölluð „umönnunarstörf“ eru ekki talin skapa verðmæti, með sama hætti og það skapar verðmæti að flytja til peninga eða selja kók. Það hlýtur að blasa við hverjum manni að það geta ekki falist nein verðmæti í því að skila heilbrigðum og menntuðum börnum út í samfélagið. A.m.k. eru þau frekar lítil miðað við þau feiknarmiklu verðmæti sem sá skapar er ráðleggur fólki að festa peningana sína í Stoke og DeCode. Lögmálum markaðarins getur ekki skjátlast.

Og er það ekki hlægilegt að hugsa til þess að einu sinni leit fólk á samfélagsleg og menningarleg fyrirbæri sem náttúrulögmál? Að einu sinni nutu menn forréttinda fyrir það eitt, að þeir þóttu hafa betri tengsl við almættið en aðrir? Núna erum við laus við þau hindurvitni og nú ákveða lögmál markaðarins kjör fólks. Og að sjálfsögðu fá þeir mest sem kunna best skil á lögmálunum, skárra væri það nú.

Og konurnar, þær verða bara að gerast „frjálslyndir“ femínistar sem kunna skil á markaðnum. Þær þurfa að hætta að vasast í þessum umönnunarstörfum, læra verkfræði og viðskiptafræði svo að þær geti orðið „alvöru“ starfsmenn í atvinnulífinu eins og karlarnir. Umfram allt, ekki að reyna að breyta gildunum eða láta eins og lögmál markaðarins séu eitthvað fúpp.

Vonandi nota konur þennan dag til að hugsa sinn gang og átta sig á sinni stöðu í lífinu. Ef þær eru ekki nógu hátt launaðar þá hlýtur það að vera þeim sjálfum að kenna. Hverjum öðrum geta þær kennt um? Hinni duldu hönd?

sj

Vefritið Múrinn

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli