Frétt

Leiðari 22. tbl. 2003 | 04.06.2003 | 10:44Umskipti

„Hvað kom fyrir Ísafjörð?“ spyr Ísfirðingurinn Hörður Ingólfsson í Morgunblaðinu á sjómannadaginn, þar sem hann bregður upp myndum frá Ísafirði og Klakksvík í Færeyjum. Þangað hafði Hörður komið fyrir 12 árum og „fannst þá mikið til um hve þessir tveir staðir væru náskyldir og hve ótrúlega margt þeir ættu sameiginlegt í mannlífi og atvinnulífi“.

Nýverið kom Hörður aftur til Klakksvíkur. Sú heimsókn varð honum aftur á móti mikið áfall. Um leið og þar blasti við honum „allur þessi haugur af bátum og skipum af öllum stærðum og gerðum“ sem „voru ýmist að koma eða fara, ýmist að landa eða leggja í hann [svo að] höfnin bókstaflega iðaði af lífi“, þá skaut upp í kolli hans nýlegri mynd frá heimabænum – „tómri höfn, örfáum kyrrstæðum skipum, Norðurtanganum, Íshúsfélaginu, rækjuverksmiðjunum og Guggunni sem fór og kom aftur sem trilla“.

Hörður Ingólfsson svarar sjálfur spurningu sinni um ástæðuna fyrir breytingunni og muninn sem orðinn er á þessum áður líku útgerðarbæjum, Ísafirði og Klakksvík: „Bara eitt stykki fiskveiðistjórnunarkerfi sem skilaði auknum afla á öðrum staðnum en ördeyðu á hinum og grjótharður pólitískur ásetningur og vilji á öðrum staðnum um að gefa ekki einn millimeter eftir í baráttunni fyrir byggðunum“ á sama tíma og „efnahagur Ísafjarðar hefur rýrnað um 40%. Heitir það kannski hagdauði?“ spyr Hörður, „eða gleymdist að smíða orð yfir þetta fyrirbrigði, andstæðunni við hagvöxtinn sem ríkt hefur á Íslandi „að meðaltali“ í þessi ár?“

Vandi Raufarhafnarbúa er mikill. Þeim er engin huggun í því að vera „toppurinn á ísjakanum“ eða upphaf að óumflýjanlegum örlögum sjávarþorpa víðs vegar um land, eins og það er orðað á hagfræðilegum nótum. „Ég skikka enga útgerð sem á kvóta til að veiða aflann ef það kostar hana helmingi meira en að leigja kvótann burt. Til þess hef ég ekkert vald“, segir sveitarstjóri Raufarhafnar. Það skyldi nú aldrei vera að þarna sé drepið á einum stærsta „ágalla kvótakerfisins“, eins og formaður Framsóknarflokksins og verðandi forsætis ráðherra komst að orði um frjálsa framsalið fyrir kosningar, þegar hann vildi auka veiðiskylduna í 75% í það minnsta, þótt lítið örli nú á vilja í þá átt. Í sjálfu sér þarf engan að undra þótt mönnum þyki hið besta mál að fá kaupið sitt mestanpart án þess að vinna fyrir því. Hver slægi hendinni á móti reglubundum heimsendingum launaávísana frá ríkisvaldinu? Varla margir. En hvers vegna í ósköpunum bindur þingheimur ekki enda á slíka vitleysu? Við því hafa aldrei fengist nein svör.

Eitt er víst. Þorp í vanda, líkt og Raufarhöfn um þessar mundir, lifir ekki af biðina eftir nýjum loforðum að fjórum árum liðnum.
s.h.


bb.is | 21.10.16 | 15:49 Fallegir hrútar draga að

Mynd með frétt Hrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli