Frétt

Kreml – Sigurður Pétursson | 30.05.2003 | 08:52„Fyrst tökum við Raufarhöfn, síðan ... “

Sigurður Pétursson
Sigurður Pétursson
Nú er orrusturykið sest eftir kosningabaráttuna og ný ríkisstjórn komin á koppinn. Í fyrstu virtist sem sumir ættu erfitt með að greina niðurstöðurnar í öllum púðurreyknum, en fljótlega lágu línurnar skýrar: Ríkisstjórnin hélt velli og áframhaldandi samstarf tvíbura- og kvótaflokkanna lá beinast við. Smjörþefurinn af því sem næstu ár munu bera með sér er tekinn að liðast um byggðirnar.
Hvað næstu fjögur ár munu færa þjóðinni undir forystu Davíðs og síðar Halldórs leiðir tíminn í ljós. Þó er ljóst að ekki verða miklar breytingar í stærstu málum þjóðarinnar. Evrópusambandið verður ekki tekið til alvarlegrar umræðu hér og grundvallarbreytingar á fiskveiðistjórnuninni munu ekki sjá dagsins ljós. Það verður áframhaldandi stöðnun í þessum undirstöðuatriðum þjóðlífsins, en þrátt fyrir það getum við gert ráð fyrir að stjórnarflokkarnir muni geta fleytt sér áfram næstu árin á virkjunar- og álversframkvæmdum. „Rekur meðan ekki sekkur“, gæti orðið mottó næstu ríkisstjórnar afturhaldsins.

Í sögubókum verður kosninganna minnst fyrir annað: Samfylkingin, flokkur jafnaðarmanna, vann góðan kosningasigur vorið 2003 og tryggði stöðu sína sem annar af tveim stærstu flokkum þjóðarinnar. Segja má að markmið Samfylkingarinnar frá árinu 1999 hafi náðst núna, fjórum árum síðar: Að komast upp að hlið Sjálfstæðisflokksins og stinga bæði Framsóknarflokinn og Vinstrigræna af. Þetta tókst núna fjórum árum síðar. Takmarkið að fella ríkisstjórnina náðist ekki, enda hefði það þýtt hreina byltingu (og slíkt hafa Íslendingar ekki verið þekktir fyrir í sinni sögu). En það tekst næst.

Ef ríkisstjórnin hefði fallið hefði það þýtt algert afhroð fyrir stjórnarflokkana, miðað við kosningar síðustu áratuga. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hafa samanlagt haft meirihluta þingmanna allar götur síðan flokkarnir urðu báðir til (nema þegar Albert og Borgaraflokkurinn fengu 7 þingmenn um árið) eða í rúmlega 70 ár og tuttugu árum lengur ef forverar flokkanna eru taldir líka. Það eru hinsvegar mikil tíðindi þegar þessir flokkar ná ekki nema rétt rúmlega helmingi atkvæða á landsvísu og á sér ekki nema eina hliðstæðu, árið 1978 þegar verkalýðshreyfingin og alþýðuflokkarnir náðu sameiginlega að hræða líftóruna úr íhaldinu og gefa Framsóknarflokknum rassskell. Rassskellurinn var ekki eins mikill núna, en þeir geta farið að biðja fyrir sér. Fjögur ár virðast langur tími, en þau eru fljót að líða.

Og það er ekki von á miklum breytingum. Skattar munu halda áfram að lækka á þá sem eiga mest og þéna mest. Við hin munum halda áfram að standa undir meginhluta sameiginlegra útgjalda. Verðlag mun halda áfram að vera með því hæsta sem gerist í heiminum. Vextir munu halda áfram að verða hærri en í nokkru landi í okkar heimshluta. Og stærsta auðlind þjóðarinnar, fiskistofnarnir kringum landið, munu halda áfram að færast á æ færri hendur. Það mun ekkert breytast þó nokkrir ráðherrar skipti um stóla.

Afleiðingar stefnu ríkisstjórnarinnar eru strax að koma í ljós. Reiðarslagið kom niður á Raufarhöfn. Stærsti atvinnurekandinn rak alla starfsmennina og ætlar bara að ráða helminginn aftur. Sjávarþorp sem átti stóran kvóta er nú ofurselt ákvörðunum forráðamanna samsteypunnar sem stjórnað er frá Akureyri og Reykjavík. Hún heitir Brim og er í eigu Eimskipafélagins. Þeir eiga útgerð og fiskvinnslufyrirtæki á Akureyri, Akranesi, Skagaströnd og Siglufirði og sennilega víðar (ef ég man rétt) fyrir utan helsta grundvöll atvinnulífs á Raufarhöfn. Nú þjónar það ekki lengur þörfum þessa kvótarisa, þessa lénsveldis íslenska kvótakerfisins, að halda uppi atvinnu á Raufarhöfn. Aðrar þarfir ganga fyrir. „Bless Raufarhafnarbúar. Við fengum kvótann ykkar, nú megið þið eiga ykkur. En látið ykkur ekki detta í hug að þið getið gert neitt í málinu. Það verður ekki kosið aftur fyrr en eftir fjögur ár.“ Þannig gætu skilaboðin hljómað. Þeir sem eiga réttinn til fiskveiðanna eru öruggir aftur. Kvótaflokkarnir eru komnir í ríkisstjórn á ný. Í dag var það Raufarhöfn, á morgun verður það .........

Vefritið Kreml

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli