Frétt

| 17.02.2000 | 09:23Óveður

Að undanförnu hefur geisað óveður á Íslandi. Það merkilega hefur gerst að enginn landshluti hefur sloppið. Vart verður munað eftir öðru eins óveðri og því sem ríkti á suðvesturhorni landsins um síðustu helgi. Umferð tepptist nánast algerlega. Níu þotur Flugleiða komust ekki til landsins og níu hundruð og sextíu farþegar gistu í Glasgow. Reyndar fór svo að um þrjú hundruð manns eyddu nóttinni í Leifsstöð. Eitt hundrað og fjörutíu bílar voru dregnir af Reykjanesbrautinni, sem einu sinni hét bara Keflavíkurvegurinn. Öll umferð lamaðist í Reykjavík. Þrátt fyrir viðvaranir létu menn sér ekki segjast heldur héldu áfram að glíma við veðurguðina og ófærðina. Að sjálfsögðu hafði óveðrið betur og margir bílar urðu eftir á götunum. Þannig tafðist snjómokstur á sunnudeginum verulega. Og svo skall á fárviðri á nýjan leik.

Þannig endurtók leikurinn sig á sunnudeginum. Árekstrar urðu margir og tjón reiknað nálægt 150 milljónum á einni helgi. Umferðaróhöpp sem eignatjón fylgdi voru 83 tilkynnt lögreglunni í Reykjavík. Strætisvagnar byrjuðu ekki að ganga fyrr en um klukkan átta á mánudagsmorguninn. Enn lengri tími leið áður en þeir komust af stað á laugardeginum. Árekstur sjö bíla við Rauðavatn sýndi vel hve hættulegt óveður getur reynst ökumönnum og farartækjum þeirra. Greinilega mátti þar litlu muna að verulega illa færi. Tveir fimm bíla árekstrar urðu. Sá lærdómur sem dreginn verður af þessari óveðurshelgi á höfuðborgarsvæðinu er einfaldur. Ekki vera úti að aka í vonda veðrinu.

Veðrið var víðar slæmt. Bæði Hellisheiði og Þrengslavegur, sem eru tengileiðir Suðurlands við höfuðborgina og nágrenni, lokuðust. Sú fyrrnefnda nokkrum sinnum. Á Kjalarnesinu ríkti fárviðri og öllum var ráðlagt að vera þar ekki á ferli. Norðausturlandið var með öllu ófært og aðalleiðin af Suðurlandi austur á firði lokaðist einnig. En fært var til Ísafjarðar á sunnudeginum!

Það hefur vakið athygli margra Vestfirðinga, ekki síst á norðanverðum Vestfjörðum, að veturinn hefur sýnt af sér mildi norður undir heimskautsbaug, að þessu sinni. Snjólétt hefur verið með eindæmum. Skíðasvæðið hefur tæpast verið opnað. Fjöllin eru snjólítil, sem betur fer að margra mati. Þá falla ekki snjóflóð. Því miður að dómi skíðamannna og er ekki unnt að lá þeim það. Veðrið virðist mun harðara í öðrum landshlutum en á Vestfjörðum.

Umferðin og veðurfar

Reynsla síðustu helgar varpar skýru ljósi á það hversu ógjarnt Íslendingum er að taka tillit til náttúrunnar. Veðrið og viðvaranir Veðurstofu höfðu ekki næg áhrif. Sé litið á öll umferðaróhöppin hlýtur sú hugsun að verða áleitin, að ekki sé nógu varlega farið.

Slysið við Rauðavatn sýndi glöggt að aldrei er of varlega farið. Á sama tíma og rætt er um náttúruhamfarir eins og snjóflóð, sem ógnir við suma hluta landsbyggðarinnar, heyrist fátt um umferðina. Á þessu ári hafa sjö manns látið lífið í umferðarslysum. Tvennt lést í árekstri við Akureyri á sunnudaginn. Á Ísafirði slasaðist maður alvarlega þegar ekið var á hann á götu. Sá tollur sem umferðin tekur er ekki mældur í töpuðum mannslífum. Ekki má gleyma miklum fjölda slasaðra á hverju ári. Flestir eru í fjölmenninu. Ætli Íslendingar að standa undir því að teljast menningarþjóð er löngu tímabært að skera upp herör gegn alls kyns glannaakstri sem viðgengst. Flest slys verða vegna þess að ekið er of hratt miðað við aðstæður. Þrátt fyrir þessa staðreynd krefjast margir þess að hámarkshraði verði færður upp. Það er að snúa forgangi öfugt. Lækkaður hraði og tillitssemi er brýn úrbót svo ekki fari illa.

bb.is | 28.09.16 | 16:50 Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með frétt Ísafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli