Frétt

Einar K. Guðfinnsson | 20.05.2003 | 16:01Sárreiður sannleikanum

Einar K. Guðfinnsson alþingismaður.
Einar K. Guðfinnsson alþingismaður.
Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins og nýkjörinn þingmaður úr Suðurkjördæmi, ritar grein hér á bb.is og er greinilega sár. Ástæðan? Jú, hann er með grein sinni að skæla yfir því að við þrír nafngreindir þingmenn, Einar Oddur, Kristinn H. og ég, hefðum tekið sjávarútvegsstefnu Frjálslynda flokksins til bæna í kosningabaráttunni. Virðist það hafa komið þingmanninum á óvart að stefna Frjálslynda flokksins hafi ekki verið látin óáreitt.
Boðið til Færeyja

Tvennt verður gert að umræðuefni hér. Annars vegar sú fullyrðing þeirra Jóns Kristjánssonar fiskifræðings, að undirritaður hafi ekki viljað þekkjast boð Færeyinga til sjávarútvegsnefndar Alþingis um að sækja eyjarnar heim og kynnast sjávarútvegsstefnunni.

Hið rétta í málinu er það, að Jón Kristjánsson flutti mér slíkt boð. Er slíkt óvanalegt í samskiptum stjórnvalda, hvað þá þjóðþinga. Undantekningarlaust berast slík boð án milligöngu þriðja aðila og er tilgangur boðsins þá ræddur og heimsóknin skipulögð. Alþingi hefur ekki fjárveitingar til erlendra heimsókna og því ljóst að hún hefði verið farin, að minnsta kosti að hluta til, á kostnað nefndarmanna.

Þessi mál voru rædd á vettvangi sjávarútvegsnefndar en við vorum ekki komin að niðurstöðu þegar svo vel bar í veiði að Jørgen Niclasen, þáverandi sjávarútvegsráðherra Færeyinga, lagði leið sína hingað til lands ásamt nokkrum af helstu embættismönnum á málsviði hans í Færeyjum. Brá ég þá á það ráð að óska eftir því að hann flytti fyrirlestur fyrir sjávarútvegsnefndina, sem hann féllst fúslega á. Þar var farið rækilega í gegnum fyrirkomulagið á sjávarútvegsstefnu Færeyinga og höfðum við góðan tíma til umræðna og fyrirspurna. Almennt voru nefndarmenn sammála um að vel hefði tekist til og heimsóknin verið fróðleg og til gagns.

Sá sem hér ritar hefur oftar átt þess kost að fræðast af Jørgen um þessi mál. Meðal annars vorum við báðir ræðumenn á málþingi þar sem sátu fulltrúar stjórnvalda margra ríkja og úr sjávarútvegsgeiranum í tengslum við síðustu sjávarútvegssýningu hér á landi. Þar ræddum við sjávarútvegsráðherra Færeyinga málin og fræddist ég enn betur af honum um kosti og galla hinnar færeysku leiðar.

Þeirra eigin orð...

Hitt atriðið sem ég kýs að fjalla um nú lýtur að skrifum mínum um færeyska fiskveiðistjórnarkerfið nú fyrir kosningarnar. Þegar þetta veiðifyrirkomulag varð að pólitísku bitbeini fyrir síðustu kosningar brá ég á það ráð að skrifa blaðagrein um færeyska fiskveiðikerfið, einkum þó um afmarkaðan hluta þess. Vegna eðlis málsins og að nærri var dregið kosningum ákvað ég að láta í rauninni aðra tala en sjálfan mig.

Vitnaði ég því til þriggja greina sem skrifaðar höfðu verið um málið. Var ein eftir téðan Magnús Þór, sem þá var reyndar sveipaður skikkju hins hlutlausa blaðamanns. Önnur greinin var eftir Jón Kristjánsson fiskifræðing sem dvalið hefur í Færeyjum. Loks vitnaði ég í grein sem nemendur úr Háskólanum á Akureyri höfðu ritað í blað sitt Stafnbúa og var lýsing á færeyska fiskveiðistjórnarkerfinu að lokinni heimsókn þeirra til Færeyja til þess meðal annars að kynna sér þessi mál.

Þetta er Magnúsi Þór tilefni til upphrópana, svo makalaust sem það er. Hvað skyldi honum þá gremjast? Finnst honum illt að greinin var rifjuð upp? Kannski er það svo, vegna þess að greinin var á margan hátt hófstillt, enda fréttamaðurinn Magnús Þór ekki farinn að temja sér kjaftbrúkið sem þingmaðurinn Magnús Þór ætlar sýnilega að tileinka sér – í bland við væl undan því að málflutningi hans og flokks hans sé mætt af fullri hörku.

Ómerkilegur málflutningur – dellumakerí

Síðan er í bland við annað mönnum brugðið um annarlegar hvatir, þegar þeir eru ekki sammála honum. Þetta má lesa í grein hans er hann talar um þá sem andmæla stefnu Frjálslynda flokksins, sem menn sem rígbundnir séu á „klafa þröngra eiginhagsmuna“.

Svona máflutning frábið ég mér. Það verður að gera þá lágmarkskröfu til manna eins og Magnúsar Þórs, sem vill taka þátt í almennri sjávarútvegsumræðu, að hann fjalli um skoðanir manna í stað svona dylgjusulls. Annað er einfaldlega ómerkilegur málflutningur – stundum líka nefnt dellumakerí – og verðskuldar ekki svar.

– Einar K. Guðfinnsson, alþingismaður.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli