Frétt

bb.is | 17.05.2003 | 12:03Raunverð raforku á Vestfjörðum hefur aldrei verið lægra en nú

Höfuðstöðvar Orkubús Vestfjarða á Stakkanesi á Ísafirði.
Höfuðstöðvar Orkubús Vestfjarða á Stakkanesi á Ísafirði.
Raunverð raforku hefur aldrei verið lægra á Vestfjörðum en nú, allt frá stofnun Orkubús Vestfjarða fyrir aldarfjórðungi. Almennur taxti er nú um 42,5% af því sem hann var árið 1978 og samanburður við orkuverð annarra orkuveitna sýnir, að Orkubúið hefur verið trútt því markmiði sínu að vinna að lækkun orkuverðs á Vestfjörðum. Þetta kom fram í ársskýrslu Kristjáns Haraldssonar orkubússtjóra á aðalfundi Orkubús Vestfjarða hf. sem haldinn var á Ísafirði í gærkvöldi. Þegar Orkubú Vestfjarða er borið saman við Rafmagnsveitur ríkisins kemur í ljós, að almennur taxti Rarik er 22,5% hærri, verð Rarik á orku til upphitunar íbúðarhúsnæðis 4,5% hærra og afltaxti Rarik 31% hærri.
Gjaldskrár þessara fyrirtækja voru hliðstæðar og reyndar nánast þær sömu allt til ársins 1990 en þá tók að draga í sundur. „Þessi árangur, sem náðst hefur, er verulegur og hefur skilað Vestfirðingum um 1.250 milljónum króna í lækkuðu orkuverði, miðað við gjaldskrá Rafmagnsveitna ríkisins. Það má því segja með tilvísun til þessarar staðreyndar, að Orkubúið skili arðinum af rekstrinum beint til hins almenna orkukaupanda“, sagði Kristján Haraldsson.

Orkubússtjóri sagði að hinn góða árangur bæri fyrst og fremst að þakka ötulum og kraftmiklum starfsmönnum fyrirtækisins. Hann lét þess jafnframt getið að um 30% starfsmanna Orkubúsins hafa starfað hjá fyrirtækinu frá upphafi eða í 25 ár samfellt. Í árslok voru starfsmenn í föstum störfum miðað við fullt starf 54 talsins. Heildarlaunagreiðslur 2002 að meðtöldum launatengdum gjöldum og lífeyrisskuldbindingum ársins voru 324,3 milljónir króna sem er 7,5% hækkun frá árinu á undan.

Á árinu 2002 varð afkoma Orkubús Vestfjarða heldur betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Rekstrartekjur voru alls 985,9 mkr. á móti 934,7 mkr. árið 2001. Rekstraráætlun ársins gerði ráð fyrir rekstrartapi að upphæð 107 mkr. en samkvæmt rekstrarreikningi varð tap af rekstri sem nam 103 mkr. Afskriftir námu alls 310 mkr. Eignir fyrirtækisins í árslok 2001 voru alls 4.587 mkr. og heildarskuldir 391 mkr. Eigið fé nam því alls 4.196 mkr. sem er um 91,5% af heildarfjármagni.

Um síðustu áramót voru 25 ár liðin frá því að Orkubú Vestfjarða hóf störf. Fyrirtækið starfaði sem sameignarfélag sveitarfélaganna á Vestfjörðum og ríkisins allt til 1. júlí 2001 þegar því var breytt í hlutafélag í eigu sömu aðila. Ríkið keypti síðan hlut sveitarfélaganna og var orðið eini eigandi fyrirtækisins í apríl á síðasta ári.

Nýr eigandi hefur ekki enn sem komið er óskað breytinga á rekstraráherslum Orkubúsins og fyrirtækið starfaði með hefðbundnum hætti allt síðasta ár. „Æskilegt er að fyrirtækið verði eflt með útvíkkun á starfssvæði þess og eða samruna við önnur fyrirtæki. En hvernig svo sem verður staðið að útvíkkun á starfseminni verður að hafa þá grunnforsendu að leiðarljósi, að það verði starfsemin hér á Vestfjörðum sem eflist til heilla og hagsbóta fyrir vestfirskar byggðir“, sagði Kristján Haraldsson.

Árið 2002 var mjög gott ár fyrir rekstur Orkubús Vestfjarða hf. og framleiðsla virkjana Orkubúsins með mesta móti. Á undanförnum árum hafa ekki orðið nein stærri rekstraráföll í flutningskerfum raforkunnar. Orkubússtjóri sagði að þetta mætti þakka markvissu starfi við að styrkja flutningskerfin með því að leggja jarðstrengi í stað háspennulína á ísingarsvæðum og flytja háspennulínur af svæðum þar sem hætta var á snjóflóðum eða styrkja þær sérstaklega. „Að þessu sögðu er þó vert að minnast að nýliðinn vetur er sá mildasti sem ég man eftir á Ísafirði“, sagði Kristján Haraldsson, en hann var ráðinn framkvæmdastjóri Orkubús Vestfjarða þegar á upphafsárinu 1978.

Á síðasta ári hélt Orkubú Vestfjarða áfram rannsóknum á möguleikum til frekari orkuöflunar á Vestfjörðum. Lokið var við nýja forathugun á Glámuvirkjun, sem yrði 67 MW að stærð. Niðurstaða þeirrar athugunar er að Glámuvirkjun muni verða nokkuð dýrari en sambærilegir virkjunarkostir annars staðar á landinu.

Unnið var við og lokið dýptarmælingum á vötnum á Ófeigsfjarðarheiði ásamt mælingum á vetrarrennsli þar í samvinnu við Orkustofnun. Lokið var við endurnýjun Þverárvirkjunar og var hún starfrækt frá miðjum janúarmánuði á síðasta ári.

Hafinn er undirbúningur að hönnun á 670 KW virkjun í Tungudal við Skutulsfjörð. Virkjunin mun að mestu nýta miðlað vatnsrennsli sem kemur úr Vestfjarðagöngum.

Leitað var tilboða í borun nokkurra hitastigulshola á sunnanverðum Vestfjörðum. Tilboðin sem bárust voru tvöfalt hærri en en kostnaðaráætlun og því var ekki ráðist í þessa jarðhitaleit. Leitað verður tilboða í þetta verk á ný á þessu ári.

Ein breyting varð á stjórn Orkubús Vestfjarða á aðalfundinum í gær. Guðmundur Jó

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli