Frétt

Deiglan – Brynjólfur Stefánsson | 16.05.2003 | 15:34„Skítajobb“

Mikil umræða hefur átt sér stað um laun æðstu embætta ríkisins í kjölfar úrskurðar kjaradóms um hækkun launa alþingismanna, ráðherra og embættismanna, sem heyra undir dóminn. Laun alþingismanna og ráðherra hækka um 18,4-19,3%, laun dómara og ríkissaksóknara hækka um 11,1-13,3% og laun annarra embættismanna hækka um 7,2%. Tímasetning breytingana vakti einnig athygli því að svo skemmtilega vildi til að þær tóku gildi á kjördag en samkvæmt formanni kjaradóms var því komið svo fyrir til að trufla ekki almenna þjóðfélagsumræðu í aðdraganda kosninganna.
Þessar breytingar voru mörgu leyti tímabærar enda bera þær vott um hugarfarsbreytingu í þá átt að laun fyrir þessi störf virki sem hvatning til árangurs.

Störf alþingismanna eru fjölbreytt og á margan hátt sérstæð. Varla er hægt að segja að það sé einfalt mál að komast inn á þing en flestir eru sammála um mikilvægi þess að á Alþingi Íslendinga veljist hæfileikaríkt fólk. Ef einhver fær þá flugu í höfuðið að gerast alþingismaður er varla hægt að segja að það sé auðsótt.

Þó er hægt að skoða tvo möguleika til að ná því markmiði. Annar felur í sér að finna flokk eða fylkingu sem hefur stefnu í samræmi við manns eigin skoðanir og ganga til liðs við hann. Ef svo heppilega vill til að slíkur flokkur finnst er í flestum tilvikum nauðsynlegt ganga í gegn um prófkjör, sannfæra flokksystkini sín um eigið ágæti og vera valinn inn á framboðslista. Hinn möguleikinn gengur út að bjóða fram sinn eigin lista með tilheyrandi undirskriftasöfnunum, kynningum og fjárútlátum.

Ef allt gengur að óskum tekur hin almenna kosningabarátta við. Ef árangur á að nást er nauðsynlegt að vera á útopnu við að kynna sig, stefnumál sín og flokksins og almennt að sannfæra kjósendur um að setja x-ið á réttan stað. Hægt er að ímynda sér að reynsla af sölustörfum nýtist þegar þarna er komið við sögu. Ef þessi málflutningur fellur í ljúfan jarðveg er von á því að komast inn á þing.

Á Alþingi er hins vegar engin ástæða til að anda léttar því að ásamt því stressi sem óhjákvæmilega fylgir þingstörfum er nauðsynlegt að hafa það á bak við eyrað að alls ekki er tryggt að starfið haldist lengur en í fjögur ár. Áður en langt um líður er nauðsynlegt að ganga aftur í gegn um kosningaferlið og nú til að sannfæra fólk um að starfið hafi verið árangursríkt og að stefnumálunum hafi verið komið til skila.

Við þetta bætist síðan að fjölmiðlar hafa opið skotleyfi á störf alþingismanna og andstæðingar í pólitík fylgjast með störfum hvers annars í þeirri von að koma upp um mistök sem geta nýst í baráttunni. Til að ná langt í pólitík er nauðsynlegt að vera meðvitaður um þetta atriði. Stjórnmálastarf gengur jú út á að sjá til þess að ákveðin sjónarmið ráði för. Ef þú ert ekki við stjórnvölinn eins og stendur er fyrsta skrefið að koma þér þangað og þeim sem eru þar fyrir frá.

Ekki má skilja þessa lýsingu þannig að störfum æðstu embættismanna ríkisins fylgi eintóm leiðindi því vissulega eru störf innan Alþingis að mörgu leyti spennandi. Mikil ábyrgð fylgir því að taka þátt í ákvörðunum sem snerta alla landsmenn og varla leiðist blessuðum alþingismönnunum okkar skrafið. En því verður ekki neitað að störf þeirra hljóta að vera bæði erfið og krefjandi. Margt hangir á spýtunni og nauðsynlegt að hæfileikaríkt fólk sinni æðstu embættum íslenska ríkisins. Því er ekki óeðlilegt að laun fyrir slík störf séu í hærri kantinum og í samræmi við hálaunastöður á hinum almenna markaði. Því er niðurstaða kjaradóms skiljanleg.

Kannski hitti Bubbi Morteins naglann á höfuðið í stuttu viðtali í Fréttablaðinu í gær þegar hann lét hafa eftir sér að alþingismenn ættu hærri laun skilið og bætti síðan við: „Þetta er skítajobb“.

Vefritið Deiglan

bb.is | 27.10.16 | 09:01 Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með frétt Óboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli