Frétt

Gunnar Smári Egilsson | 15.05.2003 | 09:12Flokkur í andstöðu við blað

Það er dálítið sérkennileg staða í íslensku samfélagi að Sjálfstæðisflokkurinn skuli skilgreina mest lesna dagblað landsins sem andstæðing. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í gegnum tíðina verið miðpunktur íslenskra stjórnmála; sá flokkur sem hefur haft víðasta skírskotun og mest fylgi. Ef litið er á flokka sem hver önnur þjónustufyrirtæki hefur staða Sjálfstæðisflokksins á stjórnmálamarkaði verið svipuð og Landssímans á símamarkaði. Hinir flokkarnir skiptust á að vera Tal, Íslandssími, Halló og önnur smærri fyrirtæki.
Sameining símafyrirtækjanna í samkeppni við Landssímann er því af sama toga og sameining minni flokkanna í R-listanum. Flokkarnir þurftu aukinn styrk til að geta haldið uppi raunverulegri samkeppni við Sjálfstæðisflokkinn.

Ef dæmi eru tekin af öðrum mörkuðum hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið eins og Hagkaup á matvörumarkaði, Eimskip í flutningum, Ríkissjónvarpið á sjónvarpsmarkaði og Landsbankinn meðal minni viðskiptabanka. Sum þessara dæma eiga enn við en það hafa verið svo miklar breytingar í öðrum geirum að þeir sem áður voru fyrstir eru nú orðnir síðastir. Sú staðreynd að þingflokkur Samfylkingarinnar er aðeins tveimur mönnum fámennari en sjálfstæðismanna bendir til að viss hætta sé á að yfirburðastaða sjálfstæðismanna á stjórnmálamarkaði sé í hættu og að sambærilegar breytingar gætu gengið yfir þann geira og aðra.

Þeir sem eru stórir á markaði hafa aðrar þarfir en þeir sem eru smáir. Lítil sérvörubúð getur lifað með minni markaðskostnaði en verslanakeðja sem selur allar almennar vörur. Á sama hátt þurfa jaðarflokkar ekki sama slagkraft í kynningum á stefnumiðum sínum og þeir flokkar sem miða inn á miðju stjórnmálanna. Það má til dæmis efast um að rétt sé að bera saman kynningarkostnað Vinstri grænna og Frjálslyndra við kostnað Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Stefna þessara flokka var miðuð á þrönga markhópa – sjómenn annars vegar og hins vegar þá sem aðhyllast harða vinstri- og umhverfisstefnu. Skilaboð inn í þessa hópa eiga síður við í víðtækustu fjölmiðlunum en þau skilaboð sem hinir flokkarnir voru að reyna að koma til alls almennings.

Sjálfstæðisflokkurinn kaus það fyrir síðustu kosningar að auglýsa sáralítið í Fréttablaðinu þrátt fyrir að það sé mest lesna blað á Íslandi. Fréttablaðið er meira lesið en hin blöðin meðal beggja kynja, á öllum landssvæðum og meðal allra aldurshópa. Mestu munar á Fréttablaðinu og hinum blöðunum meðal yngra fólks og þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu – eða þar sem flestir kjósendurnir búa og þar sem úrslit kosninganna ráðast.

Sú ákvörðun Sjálfstæðisflokksins að sniðganga nánast þessa boðleið til kjósenda ber með sér að flokkurinn á erfitt með að laga sig að breyttum aðstæðum í samfélaginu – en það er sem kunnugt er öruggasta leið þeirra sem njóta yfirburðastöðu til að missa hana. Þeir sjálfstæðismenn sem hafa reynt að verja andstöðu flokksins við Fréttablaðið hafa lagt nokkuð á sig til að draga úr trúverðugleika blaðsins og efast um heiðarleika þess og hlutleysi.

Það er enginn fótur fyrir þessum kenningum – þvert á móti getur Fréttablaðið verið stolt af síðustu kosningabaráttu. Þegar fréttaflutningur dagblaðanna þriggja í aðdraganda kosninganna er skoðaður kemur nefnilega í ljós að Fréttablaðið gætti best hlutleysis í fréttaflutningi. Í hita leiksins var því meira að segja haldið fram að skoðanakannanir Fréttablaðsins væru falsaðar í pólitískum tilgangi en niðurstaðan varð hins vegar sú að skoðanakönnun Fréttablaðsins bar af skoðanakönnunum DV og Morgunblaðsins.

Það að áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum skuli illa þola víðlesið, frjálst og óháð dagblað er í andstöðu við stefnu og sál flokksins og hefur ekkert nema skaðleg áhrif á fylgi flokksins.

– Fréttablaðið – Gunnar Smári Egilsson.

bb.is | 24.10.16 | 15:51 Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með frétt Ópera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli