Frétt

Leiðari 19. tbl. 2003 | 14.05.2003 | 09:59Morgungjöfin gleymdist ekki

Ríkisstjórnin hélt velli í kosningunum á laugardaginn. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði umtalsverðu fylgi og fjórum þingmönnum. Framsókn vann „varnarsigur“ eins og það heitir í boltanum þegar menn ná markalausu jafntefli, hélt fastafylginu, þ.e. þeim kjósendum sem flokkarnir telja sig geta gengið að á garðanum. Frjálslyndi flokkurinn náði góðum árangri, tvöfaldaði þingmannatölu sína á landsvísu og í kjördæmi formannsins. Vinstri-grænir stóðu nánast í stað en misstu eigi að síður mann fyrir borð. Samfylkingin komst yfir „múrinn“ og þar á bæ fjölgaði þingmönnum um þrjá. Aðrir höfðu ekki erindi sem erfiði.

Atinu á hringleikasviði stjórnmálanna er lokið að sinni. Við töku hasarmynda standa hinir vígamóðu ósárir að mestu upp að leik loknum. Eins er í pólitíkinni. Þó er sá munur á að leikaraskarinn kemst allur á Óskarshátíðina meðan föllnu þingmannsefnin híma álengdar. En það er fleira í spilunum. Morgungjöf Kjaradóms er orðin föst ábót í buddur embættismanna að loknum þingkosningum.

Morguninn eftir alþingiskosningarnar 1999 vöknuðu nýkjörnir þingmenn upp við það að Kjaradómur hafði fært þeim morgungjöf í tilefni dagsins; nær þriðjungs launahækkun, sem ákveðin hafði verið daginn áður, en ekki kunngjörð af einskærri tillitssemi! Að þessu sinni lá morgungjöfin ekki á náttborðum þingmanna og annarra æðstu embættismanna þjóðarinnar strax að morgni fyrsta dags eftir kosningar, þótt ákveðin hafi verið á kjördag. Kjaradómur brennir sig ekki tvisvar á sama soðinu. Nú var beðið fram á hinn annan dag, þegar mesta víman var runnin af mönnum. Alvaran tekin við. Viðræður hafnar um stjórnarmyndun. En, nú var reyndar ekki fyrir að fara fyrri rausn: Hækkun frá tíund að fimmtungi á gildandi laun var nú látin nægja í stað þriðjungs fyrir fjórum árum. Þrátt fyrir nánasarháttinn verður þó ekki annað sagt en að Kjaradómur sjái um sína.

Viðræður stjórnarflokkanna eru raunsæ fyrstu viðbrögð við niðurstöðum kosninganna. Hvernig fer skal ósagt látið. Harla ólíklegt er þó að umfang skattalækkana og breytingar á kvótakerfinu, svo dæmi séu tekin, standi í vegi fyrir endurnýjun stjórnarsáttmálans. Og eru einhverjar líkur á að til ágreinings komi um leiðarljós Kjaradóms, sem mælistiku að kjarabótum til annarra þegna þjóðfélagsins?

Bíðum og sjáum hvað setur.
s.h.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli