Frétt

bb.is | 12.05.2003 | 14:51Næstbesti kaffibarþjónn í heimi í Faktorshúsinu í Hæstakaupstað

Faktorshúsið í Hæstakaupstað er eitt af elstu og jafnframt glæsilegustu húsum á Ísafirði.
Faktorshúsið í Hæstakaupstað er eitt af elstu og jafnframt glæsilegustu húsum á Ísafirði.
Veitingastaðurinn í Faktorshúsinu í Hæstakaupstað á Ísafirði verður opnaður á ný eftir vetrarlokun kl. 14 á föstudag. Þá um kvöldið verður þar við kaffigerðina Ása Jelena Petterson, sem er ekki aðeins Íslandsmeistari kaffibarþjóna 2003 heldur varð hún í öðru sæti í Heimsmeistarakeppni kaffibarþjóna sem haldin var í Boston í síðasta mánuði. Ása verður einnig við störf í Faktorshúsinu á laugardag, 17. maí, sem er þjóðhátíðardagur Norðmanna. Hún er uppalin í Norður-Noregi en af sænskum ættum. Eins og í fyrra vonast gestgjafar í Faktorshúsinu í Hæstakaupstað til að sjá sem allra flest norskættað fólk og tengt Noregi og Norðmönnum á þjóðhátíðardaginn.
Á norðursvæði Vestfjarða hefur margt manna af norskum ættum búið um langan aldur. Má þar minnast á ættarnöfn eins og Aspelund, Lyngmo, Hestnes, Lyngmo, Olsen og Överby og fleiri. Auk þeirra eru á svæðinu fjölmargir sem hafa stundað nám í Noregi.

Ása Jelena Petterson er að öllu jöfnu kaffibarþjónn í Kaffitári í Bankastræti í Reykjavík. Á heimsmeistaramótinu í Boston var hún að venju snyrtileg og hress og kát og átti hug og hjörtu allra í salnum. Þar voru menn sammála um að hún væri kaffibarþjónn sem vert væri að heimsækja tvisvar á dag til að fá góðan expressó. Um þrír tugir kaffibarþjóna leiddu saman greipar sínar í Boston en að lokinni forkeppni kepptu sex til úrslita og var Ása Jelena hæst inn í úrslitin. Endanleg úrslit urðu þau, að Ástralíumaður sigraði, Ása sem var fulltrúi Íslands varð í öðru sæti, Norðmaður varð í þriðja sæti og Dani í því fjórða, þannig að árangur Norðurlandabúa verður að teljast glæsilegur.

Keppnin fór þannig fram að keppendur höfðu 15 mínútur til að laga 4 bolla af expressó, 4 bolla af cappuccino og 4 bolla af frjálsum drykk sem var eftir eigin höfði. Drykkurinn hennar Ásu heitir Munaður og verður vonandi í boði hjá henni í Faktorshúsinu í Hæstakaupstað á Ísafirði. Árangur Ásu var dæmdur af bragði, útliti, framkomu og vinnutækni. Hún þótti sameina öll þessi atriði á fagmannlegan hátt. Hún var með skandinavískt útlit á leirtaui og framsetningu á drykkjunum, var með íslenska hönnun á vatnsglösum og notaði íslensku G-mjólkina og Expressó-húsblönduna frá Kaffitári.

„Þetta var ótrúlega gaman“, sagði Ása í samtali við Fréttablaðið að lokinni keppninni í Boston. Íslendingar náðu ágætum árangri í fyrra og voru meðal tíu efstu. Næsta ár er Ása staðráðin í að taka gullið: „Ekki spurning.“

Ása hefur verið kaffibarþjónn í rúm tvö ár en hún kom til Íslands að loknu námi í klæðskeraiðn. „Ég ákvað að taka mér hlé áður en í færi í verklega hlutann.“ Hún flutti á Selfoss og fór að vinna hjá Sjóklæðagerðinni. Þaðan fór hún að vinna hjá Kaffitári.

„Þá opnaðist mér nýr heimur. Ég hafði áhuga á víni og það gildir það sama um kaffið, að mismunandi jarðvegur og skilyrði í hverju landi hafa áhrif á eiginleika kaffisins.“ Hún viðurkennir að ríkt sé í henni að hella sér út í það sem hún hefur áhuga á. „Já, ég er þannig manneskja. Mér finnst áskorun alltaf skemmtileg. Reyna að gera betur allan tímann.“

Íslenskunni hefur hún tekið sem áskorun. Hún talar fallega og blæbrigðaríka íslensku. „Ég tók nú ekkert sérstaklega á henni. Fór ekki í hefðbundið nám. Lærði hana bara á götunni“, sagði Ása Jelena Petterson í samtalinu við Fréttablaðið og sneri sér síðan að því að brugga heimsmeistarakaffi handa næsta kúnna.

Kaffitár

bb.is | 25.10.16 | 11:50 Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með frétt Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli