Frétt

bb.is | 13.05.2003 | 11:23Sædísin gamla komin með nýtt stýrishús í upphaflegri mynd

Stýrishúsið komið að Sædísinni þar sem hún liggur við bryggju á Ísafirði.
Stýrishúsið komið að Sædísinni þar sem hún liggur við bryggju á Ísafirði.
Sædís ÍS 467 sem verið er að gera upp á vegum Byggðasafns Vestfjarða fékk í gær nýtt stýrishús en í gömlum anda. Upprunalega stýrishúsið var tekið af bátnum árið 1972. Í vetur hefur Magnús Alfreðsson húsasmíðameistari í Hæstakaupstað unnið að smíði stýrishúss í upprunalegri mynd eftir fyrirliggjandi gögnum og forskrift sjómanna sem reru á „Dísunum“ svonefndu á sínum tíma. Jón Sigurpálsson hjá Byggðasafni Vestfjarða segir að ekki verði endanlega gengið frá stýrishúsinu að þessu sinni þar sem enn eigi eftir að fá vél í skipið og setja hana niður. Hins vegar verði gengið endanlega frá lestarlúgu skipsins. Jón segir heilmikið verk eftir óunnið í Sædísi en framkvæmdahraðinn ráðist af fjárveitingum.
„Fjárlaganefnd hefur verið okkur mjög hliðholl í þessu máli en næsta verkefni er að finna vél og ganga frá bátnum þannig að hann fái haffæri en þar er í mörg horn að líta.“

Allt frá því að vinna við endurbyggingu bátsins hófst árið 2000 hefur verið leitað að gamalli vél sem myndi passa í bátinn en engin nothæf vél hefur fundist. „Við höfum verið að horfa á June Munktell, 40 hestafla vél, en það er eins og þær hafi horfið af yfirborði jarðar sem er skrýtið því að þær voru í öðrum hverjum bát á sínum tíma. Ef einhver hefur hugmynd um hentuga vél, þá má hann gjarnan hafa samband við okkur“, segir Jón.

Sædísin mun liggja við festar í Ísafjarðarhöfn í sumar. „Kannski er hægt að semja við Mugg [Guðmund Kristjánsson hafnarstjóra] um að hann verði á aðgengilegum stað og þá myndum við koma upp spjaldi með fræðsluefni um bátinn.“

Næsta verk á dagskrá við endurbyggingu Sædísarinnar er að smíða möstrin á skipið og verður það verk einnig í höndum Magnúsar Alfreðssonar. „Verkið gengur stig af stigi. Þetta er ekki eins og hjá alvöru útgerðarfyrirtæki þar sem viðhaldið þarf helst að gerast á nokkrum dögum“, sagði Jón Sigurpálsson, forstöðumaður Byggðasafns Vestfjarða.

Sjá einnig:

bb.is 26.02.2003
Sjö milljóna króna framlag til endurbyggingar Sædísar ÍS

bb.is 25.02.2003
Vinna við „nýtt“ stýrishús á Sædísina langt komin

bb.is 20.04.2001
Verður í fyllingu tímans í siglingum og veiðiferðum með gesti Byggðasafnsins

bb.is | 24.10.16 | 11:44 Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með frétt Kvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli