Frétt

Vefþjóðviljinn | 12.05.2003 | 08:59Það eru úrslitin en ekki fylgisbreytingarnar sem skipta máli

Það fór eins og oftast. Það unnu allir. Reyndar hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki enn lýst sjálfan sig sigurvegara kosninganna á laugardaginn en að því hlýtur að koma. Að minnsta kosti er hann sá eini sem gæti gert það án þess að koma með langa og flókna útskýringu á kalli sínu til þess heitis. Það er einfaldlega þannig að fleiri Íslendingar kusu Sjálfstæðisflokkinn en nokkurn annan flokk. Allir þessir flokkar sem kalla sjálfa sig sigurvegara, þeir fengu færri atkvæði en sá flokkur sem einn flokka hefur enn ekki lýst yfir sigri.
„Skilaboð þjóðarinnar eru skýr“ segir nú hver í kapp við annan. Frjálslyndir telja að það að þeir fara úr tveimur mönnum í fjóra séu skýr skilaboð frá þjóðinni. Össur Skarphéðinsson telur að hans ágóði um þrjá menn séu líka skilaboð sem ekki verði misskilin. Halldór Ásgrímsson telur að prósentstap Framsóknarflokksins sé aðfararhæf yfirlýsing þjóðarinnar um að Framsóknarflokkurinn eigi að vera í ríkisstjórn.

Og allt er þetta tóm della. Þjóðin hefur ekki gefið nokkra einustu yfirlýsingu og þaðan af síður kveðið upp dóm. Það er ekki þannig að það sitji ákveðin persóna, Þjóðin, við eldhúsborðið hjá sér og kveði upp sinn dóm. „Ja, ætli það sé ekki best að lækka þennan um 3 prósent? Jú ég held að ég sendi honum þau skilaboð. Og svo hækka ég þennan um tvö og hálft prósent til að sýna að ég vil bylta fiskveiðistjórnarkerfinu.“

Það er ekkert svona á ferðinni. Það er einfaldlega þannig að 185.311 Íslendingar mættu á kjörstað og greiddu atkvæði, hver og einn eftir sínum persónulegu ástæðum. Þessi atkvæði skiptust svo eins og nú er kunnugt, og það er sá eini veruleiki sem máli skiptir. Flestir kusu Sjálfstæðisflokkinn, næstflestir Samfylkinguna og svo framvegis. Samanburður við fyrri kosningar skiptir engu máli. Segjum til dæmis að í kosningunum árið 1999 hefði Sjálfstæðisflokkurinn fengið 30 % fylgi. Myndu menn þá segja að úrslitin á laugardaginn væri krafa um Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn? Nákvæmlega sömu úrslit og nú er reynt að nota sem ástæðu fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn eigi ekki að vera í ríkisstjórn.

Ef Framsóknarflokkurinn hefði fyrir fjórum árum fengið 25% fylgi, hefði hann þá verið dæmdur úr leik með þeim 17,5% atkvæða sem hann hlaut á laugardaginn? Og ef hann hefði hins vegar fengið segjum 12% fyrir fjórum árum, væru þá þessi 17,5% hans sérstök krafa þjóðarinnar um Framsóknarflokkinn í ríkisstjórn?

Nei, auðvitað ekki. Það sem skiptir máli eru úrslitin sjálf, en ekki fylgisbreytingar. Það er ekki heil brú í þeirri röksemdafærslu sem segir að „þjóðin“ krefjist þess að flokkur með rúm 17% sitji í ríkisstjórn en að sama þjóð vilji ekki að flokkur með 33,7% sitji í stjórn. Ef 17,5% fylgi framsóknar er krafa um að Framsóknarflokkurinn setjist í ríkisstjórn, hvað á þá að segja um 30,95% fylgi Samfylkingarinnar? Eða fylgi Sjálfstæðisflokksins sem var enn meira eins og menn vita? Ef að „þjóðin“ hefur sett fram kröfu með fylgi Framsóknarflokksins, þá hefur „þjóðin“ sett fram ríka kröfu með fylgi Samfylkingarinnar. Og þegar kemur að fylgi Sjálfstæðisflokksins þá hefur „þjóðin“ hreinlega gert úrslitakosti.

Og fréttamenn segja hver við annan að nú sé formaður Framsóknarflokksins í lykilstöðu, því hann geti myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki sem Samfylkingu. Engum fréttamanni virðist detta í hug að segja það sama um formenn Samfylkingar eða Sjálfstæðisflokks, sem þó geta gert það sama, og meira að segja mun sterkari tveggjaflokka ríkisstjórn - í þingmönnum talið - en sigurvegarinn Halldór Ásgrímsson gæti gert.

Annað lítið atriði, sem sýnir samt nákvæmnina og lönguna til að fara rétt með í „greiningu“ á kosningaúrslitunum, er það hvernig ákveðnir menn tala um úrslitin í Reykjavíkurkjördæmi nyrðra. Þar er fullyrt hvað ofan í annað að Sjálfstæðisflokkurinn hafi „goldið afhroð og tapað miklu fylgi. Getur verið að nokkur maður haldi að hann hafi eitthvað í höndunum til að fullyrða að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tapað svo og svo miklu fylgi í þessu kjördæmi? Halló! ÞAÐ HEFUR ALDREI VERIÐ KOSIÐ ÁÐUR Í ÞESSU KJÖRDÆMI. Það veit enginn lifandi hvaða fylgi flokkarnir hafa áður haft á því svæði sem nú myndar hið nýja Reykjavíkurkjördæmi nyrðra. Og enginn flokkur hefur unnið eða tapað þar nokkru atkvæði svo vitað sé.

En svo verður kannski reiknað út að atkvæðin sem þau á Framnesveginum greiddu ranglega hafi getað skipt máli um úrslitin. Og þá verður kosið aftur eins og í Borgarnesi og þá geta allir unnið aftur.

 • Til baka -
 • Prenta frétt -
 • Senda frétt -
 • Senda á Facebook -
 • bb.is | 28.10.16 | 11:48 Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

  Mynd með frétt Ísafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
  Meira

  bb.is | 28.10.16 | 11:01Ævintýra- og hugsjónakonan Kristín gefur út bók

  Mynd með fréttBolvíkingurinn Kristín Grímsdóttir er ævintýrakona mikil sem fylgir hjarta sínu hvert sem það kann að leiða hana, líkt og sannaðist í beru verki fyrir fjórum árum. Hún var þá í góðu starfi fyrir einkarekinn háskóla í Stokkhólmi, en fékk þá flugu ...
  Meira

  bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

  Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
  Meira

  bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

  Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
  Meira

  bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

  Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
  Meira

  bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

  Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
  Meira

  bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

  Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
  Meira

  bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

  Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
  Meira

  bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

  Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
  Meira

  bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

  Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
  Meira


  Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli