Frétt

bb.is | 08.05.2003 | 19:04Yfirlýsing frá Kristni H. Gunnarssyni vegna eignarhaldsfélags

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.
„Ég vísa á bug öllum ásökunum um óeðlilega ráðstöfun fjármuna. Hér var um að ræða samhljóða ákvörðun í stjórn Byggðastofnunar til þess að koma inn í Vestfjarðakjördæmi fjármunum til að nýta í atvinnulífið eins og til var ætlast“, segir Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byggðastofnunar vegna yfirlýsingar frá Samfylkingunni í Ísafjarðarbæ sem birt var hér á bb.is í dag. „Áhugi Ísfirðinga og annarra vestfirskra sveitarfélaga var ekki fyrir hendi þegar á þurfti að halda og þess vegna var málið leyst á annan hátt. Ísfirðingar vöknuðu einfaldlega allt of seint“, segir Kristinn.
„Fyrir allmörgum árum var ákveðið að stofna eignarhaldsfélög í öllum kjördæmum landsins og verja til þess fé sem Byggðastofnun fengi á fjárlögum í nokkur ár og áformað var að yrði um 40 milljónir króna á ári fyrir hvert kjördæmi. Þetta urðu þrjú ár þannig að 120 milljónir komu til ráðstöfunar frá Byggðastofnun til eignarhaldsfélaga í hverju kjördæmi. Framlag Byggðastofnunar skyldi vera 40% en á móti kæmu 60% eða 200 milljónir frá sveitarfélögum, fyrirtækjum eða félögum í hverju kjördæmi.

Á sínum tíma var stofnað Eignarhaldsfélag Vestfjarða sem vestfirsk sveitarfélög stóðu að ásamt Byggðastofnun og fáeinum öðrum aðilum. Hins vegar reyndist nær enginn áhugi á leggja hlutafé inn í félagið á móti framlagi Byggðastofnunar. Hlutafjársöfnunin gekk ákaflega illa, svo ekki sé meira sagt. Stór sveitarfélög eins og Ísafjarðarbær höfðu engan áhuga á því að leggja fé inn í þetta félag. Niðurstaðan varð sú, að stofnun Eignarhaldsfélags Vestfjarða var aldrei tilkynnt á lögmætan hátt til Hlutafélagaskrár þannig að það var í rauninni aldrei til og starfsemi þess varð engin.

Í öllum öðrum kjördæmum tókst hins vegar að stofna þessi félög og þau fengu peningana frá Byggðastofnun þegar heimaaðilar höfðu lagt fram sín 60% mótframlög. Það var mjög bagalegt fyrir atvinnufyrirtæki á Vestfjörðum að hafa ekki möguleika á að fá þessa peninga eins og í öðrum kjördæmum. Þess vegna leituðu nokkur fyrirtæki til Byggðastofnunar og óskuðu eftir því að fá hlutaféð til sín gegn eigin mótframlagi úr því að ekkert varð úr Eignarhaldsfélagi Vestfjarða. Stjórn Byggðastofnunar ákvað á fundi í apríl fyrir rúmu ári að taka við þeim erindum sem fyrir lágu þessa efnis og sameina þau inn í eitt eignarhaldsfélag. Þarna var um þrjár umsóknir að ræða en að þeim stóðu fleiri félög.

Þannig var Eignarhaldsfélagið Gláma stofnað með aðild Byggðastofnunar og þessara þriggja aðila. Byggðastofnun greiddi fram sinn hlut þegar þeir höfðu lagt fram sitt fé. Það er mjög ofmælt að þeir sem að þessum félögum standa tengist allir Framsóknarflokknum. Eitt þeirra er Þórsberg hf. á Tálknafirði sem hefur að ég best veit tengst Sjálfstæðisflokknum. Annar aðili eru útgerðarmenn á Drangsnesi sem hafa sumir tengst Framsóknarflokknum en aðrir öðrum flokkum.

Að þessari afgreiðslu í Byggðastofnun stóð öll stjórn hennar og þar með báðir fulltrúar Samfylkingarinnar. Þessi ráðstöfun Byggðastofnunar varð til þess að koma peningunum loksins út í kjördæmið og út í atvinnulífið, sem ekkert varð úr á sínum tíma vegna áhugaleysis heimamanna.

Síðan kemur það upp á Ísafirði að menn fá áhuga á að stofna Eignarhaldsfélag Ísafjarðarbæjar. Það er einfaldlega allt annað mál og kemur til seinna. Það félag getur ekki sótt til Byggðastofnunar þá peninga sem þegar var búið að ráðstafa. Áhugi Ísfirðinga var ekki fyrir hendi þegar á þurfti að halda og þess vegna var málið leyst á annan hátt. Ísfirðingar vöknuðu einfaldlega allt of seint.

Hins vegar geta Ísfirðingar vissulega leitað til Eignarhaldsfélagsins Glámu og leitað í gegnum það félag eftir fjármunum frá Byggðastofnun. Ég bendi á að nú er verið að auglýsa eftir umsóknum um 500 milljónir og hvet þá sem standa að Eignarhaldsfélagi Ísafjarðarbæjar og aðra til þess að nýta sér þann möguleika.

Að lokum vil ég leiðrétta þá rangfærslu sem komið hefur fram, bæði í fjölmiðlum og áðurnefndri yfirlýsingu Samfylkingarinnar á Ísafirði, að Gláma eigi lögheimili við Suðurlandsbraut í Reykjavík. Eignarhaldsfélagið Gláma á lögheimili á Patreksfirði“, segir Kristinn H. Gunnarsson.


Sjá einnig m.a.:

bb.is – 6. nóvember 2001
Áformuð hlutafjársöfnun misheppnaðist gersamlega og félagið í raun fallið niður

bb.is – 5. nóvember 2002
Hundrað milljónir til eignarhaldsfélags um nýsköpun á Vestfjörðum?

bb.is – 7. maí 2003<

bb.is | 28.10.16 | 11:48 Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með frétt Ísafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli