Frétt

Stakkur 18. tbl. 2003 | 07.05.2003 | 13:57Kosningar til Alþingis 2003

Nú eru þrír dagar til kosninga og einungis fjórir til þess að úrslit liggja fyrir. Skoðanakannanir hafa sjaldan verið fleiri og forvitnilegri. En svo virðist sem fylgið sé að koma í ljós og Sjálfstæðisflokkur verði sá stærsti og því næst Samfylking, sem á það sameiginlegt með Framsóknarflokki að stefna hraðbyri í átt að kjörfylgi fyrir fjórum árum, sé mark takandi á skoðakönnunum. Síðastnefndi flokkurinn kæmi þá í þriðja sæti og annað hvort Vinstri grænir eða Frjálslyndir þar á eftir, sennilega í þessari röð. Vestfirðingurinn Kristján Pálsson mun vart hafa erindi sem erfiði með sérframboð sitt í Suðurkjördæmi. Hin sömu verða örlög Nýs afls um land allt. Hið dásamlega við lýðræðið er að hverjum sem vill gefst að uppfylltum almennum skilyrðum færi á því að bjóða fram lista til Alþingis og láta reyna á stefnumið sín og málflutning. Það gerði Frjálsyndi flokkurinn fyrir fjórum árum og fékk einn kjördæmakosinn mann á Vestfjörðum og uppbótarmann í Reykjavík. Fróðlegt verður að sjá hvort fylgi hans í skoðanakönnunum skilar sér í kjörkössunum.

Að því hefur verið vikið hér, að kosningabaráttan vorið 2003 hefur um margt verið óvenjuleg. Hún hefur verið persónulegri en um langt skeið. Það lítur út fyrir að talsmenn Samfylkingarinnar telji það vænlegan kost að ráðast persónulega á einstaka stjórnmálamenn, einkum Davíð Oddsson forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, þótt í minna mæli sé. Margar misfærslur og villur hafa verið leiðréttar í málflutningi talsmanns Samfylkingar á síðustu dögum og vikum. Hann hefur reynst harður baráttumaður fyrir gerbyltingu stjórnkerfis fiskveiða. Hið merkilega er að allir hinir stjónmálaflokkarnir álíta stefnu Samfylkingarinnar varðandi fiskveiðstjórnun varhugaverða og allir andstæðingar Frjálslynda flokksins telja hann eins máls flokk. Mótherjar þessara tveggja telja stefnu flokkanna beggja í sjávarútvegsmálum varhugaverða. Þorsteinn Már Baldvinsson fostjóri Samherja vandar þeim ekki kveðjurnar í viðtali í síðasta helgarbblaði DV og nefnir dæmi af samskiptum sínum við Sverri Hermannsson fyrrum formann Frjálslyndra, ekki með ánægju.

Það gætir óþols stjórnarandstöðuflokkana í garð hvors annars og andstaðan er mikil við ríkisstjórnarflokkana. Samt er það meginmarkmið þeirra að bola ríkisstjórninni frá, en til hvers og hvers konar ríkisstjórn skal þá mynduð? Andúð ræður oftar en ekki miklu um niðurstöðu kosninga, en er afar vont vegarnesti þegar kemur að myndun ríkisstjórnar og hefur gefist illa við landstjórnina. Kjósendur eiga leikinn og ráða einhverju um það hvort núverandi ríkisstjórn fellur, en minnu um það hvað við tekur ef samstöðu þeirra flokka, sem að ríkisstjórn ætla að standa, er ábótavant. Ábyrgð kjósenda er mikil, en eingöngu varðandi þeirra atkvæði. Ábyrgð forystumanna stjórnmálaflokkanna er enn meiri og þeir verða að standa undir henni þegar á hólminn kemur. Kosningarnar á laugardaginn kunna að vera fyrsta skrefið að landstjórn næstu fjögurra ára, en stjórmálamenn eiga leikinn að þeim loknum.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli