Frétt

bb.is | 06.05.2003 | 11:45Einar Oddur og Guðjón Arnar með níu ræður hvor á kappræðufundi

Einar Oddur og Guðjón Arnar.
Einar Oddur og Guðjón Arnar.
Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, og Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mættust í gær í Alþýðuhúsinu á Ísafirði í kappræðum um fiskveiðistjórnkerfið. Áður hafði Einar Oddur skorað á Guðjón Arnar í kappræður og höfðu viðræður farið fram á milli flokkana um framkvæmd þeirra en ekkert verið bundið fastmælum. Á almennum stjórnmálafundi í Alþýðuhúsinu í fyrrakvöld var spurt úr sal hverju það sætti að Guðjón Arnar hefði ekki orðið við áskorun Einars Odds. Guðjón Arnar sagðist vera tilbúinn að mæta Einari Oddi hvenær sem væri og lagði til að þeir myndu takast á strax morguninn eftir.
Einar Oddur segir kappræður þeirra Guðjóns Arnars í gær hafa verið mjög málefnalegar. „Ég var að reyna að fá það fram sem ég hef ekki getað skilið í stefnu Frjálslynda flokksins – hvað verði um veiðiréttinn eftir að breytt hefur verið úr aflakvótakerfi yfir í sóknarstýrða stjórn. Mér tókst að vísu ekki að fá það fram fyrr en í fimmtu tilraun en það skiptir ekki máli. Á umbreytingartímanum eiga skipin samkvæmt hugmyndum þeirra að fá sambærilegan rétt til veiða og þau hafa nú. Þessi umbreyting á að taka fimm ár en að þeim tíma liðnum eiga allar aflaheimildir að fara á einhvers konar markað sem er óskýrt ennþá með hvaða hætti verður.“

Kappræður þeirra Einars Odds og Guðjóns Arnars stóðu í rúmlega tvær klukkustundir og fluttu þeir alls níu ræður hvor. Ekki er hægt að segja að fundurinn hafi verið mjög fjölmennur enda settur á með afar stuttum fyrirvara og á venjulegum vinnutíma fólks. Alhörðustu áhugamenn mættu þó til leiks.

„Ég held að ég hafi nú svarað því sem misskilningurinn stóð um“, segir Guðjón Arnar Kristjánsson um kappræður þeirra Einars Odds. „Við höfum lýst því að þessu forréttindakerfi, eins og við höfum kallað, á að breyta á fimm árum með því að taka upp sóknarstýrt kerfi. Á þeim tíma munu strax opnast leiðir fyrir nýliðun inn í kerfið þar sem við munum taka tegundir út fyrir kvóta. Við höfum lagt upp með að þegar þessari fimm ára aðlögun er lokið verði komið að næsta skrefi sem sé að setja af stað einhvers konar útleigu á dögum á vegum ríkisins“, segir Guðjón Arnar.

„Við höfum tekið frystitogarana út fyrir sviga til að vera ekki að þvælast með allan flotann inni í þessu breytingaferli. Við viljum forðast allar kollsteypur með því að fara eitt skref í einu. Það er ekki markmiðið að setja þá sem eru í greininni í dag á hausinn heldur þurfum við að ná fram þeirri breytingu að kerfið sé opið á nýjan leik. Svo leggjum við til að fólk geti byrjað neðan frá með tvær rúllur með þeim takmörkunum sem við höfum lagt til í þeim efnum. Þar þurfa menn að vera á eigin fleyi og rétturinn er ekki framseljanlegur. Menn þurfa að sjálfsögðu að uppfylla allar þær kröfur sem gerðar eru til útgerðaraðila um hafffærni, öryggisnámskeið og annað. Síðast en ekki síst verða menn að borga fyrir veiðileyfið þannig að þetta verður engin ókeypis gjöf.

Ég er mjög undrandi á því að Einar leggist alveg á móti opnun fyrir nýliða með tvær handfærarúllur. Ég skil ekkert í frjálshyggjumanninnum Einar Oddi í þessu máli að vilja ekki opna fyrir nýliðun af neinu tagi“, segir Guðjón Arnar Kristjánsson.

„Það kom sem sagt alveg skýrt fram, að eftir fimm ár á að taka allan veiðirétt af fiskiiskipaflotanum. Það var afar nauðsynlegt að fá þetta fram því auðvitað er það aðalatriði málsins. Þessar ráðagerðir Frjálslynda flokksins mætti því kalla „Kill Me Quick“ aðferðina og mjög nauðsynlegt er að allir geri sér það ljóst“, segir Einar Oddur Kristjánsson.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli