Frétt

Ásthildur Cesil Þórðardóttir | 05.05.2003 | 14:30Þú íslenska móðir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir.
Hvaða flokk ætlar þú að kjósa um næstu helgi? Hefurðu kynnt þér stefnur stjórnmálaflokkanna og skoðað efndir þeirra síðastliðin ár? Til dæmis hvernig sjávarbyggðunum hefur hnignað undanfarið? Hvar eru frystihúsin þar sem börnin okkar unnu í sumarfríum til að fá vasapening fyrir skólann? Eða vélsmiðjan og rafverkstæðið, þar sem þau byrjuðu sinn feril? Þetta er allt fokið burt með kvótanum. En hverjum er það að kenna að kvótinn fór úr byggðarlaginu?
Það skyldi þó ekki vera að kenna núverandi stjórnvöldum, þegar menn ætluðu að fara að hagræða og græða. Þegar nokkrir útvaldir fengu fiskinn á silfurfati.

Menn áttuðu sig ekki á hvað var að gerast fyrr en of seint, eða þegar leyfið til að róa var horfið burt úr sveitarfélaginu. Sonurinn og dóttirin sem vilja fá sér trillu og sækja sjóinn komast ekki að lengur. Þeim er bannað að bjarga sér á sama hátt og afi þeirra gerði í gamla daga.

Sama er að gerast í landbúnaði. Ungu fólki er fyrirmunað að byrja að búa, það þarf fleiri milljónir til að kaupa kvóta. Það getur verið að einhverjir séu orðnir leiðir á öllu tali um sjávarútveg.

En það vill svo til að líf okkar, velsæld og stöðugleiki hefur einmitt orðið til fyrst og fremst vegna þess afla sem barst frá sjónum. Auðvitað viljum við að börnin okkar fari í skóla og læri það sem hugurinn stendur til. En undirstöðuna er í mörgum tilfellum búið að taka frá okkur. Það var rætt um að færa ríkisstörf út á land. En hefur þeim ekki frekar verið fækkað og þau færð suður? Hvernig getur hinn almenni borgari þessa lands kosið Sjálfstæðisflokk eða Framsóknarflokk, sem hafa einmitt staðið fyrir þessari aðför að lífi okkar og undirstöðu?

Sem betur fer eru menn smám saman að átta sig á því hvað þessir flokkar standa fyrir. Auglýsingar þeirra sýna svo ekki verður um villst, að það eru til nógir peningar þar. En hver skyldi borga brúsann? Það verður ekki gefið upp. Kannast einhver við að vilja selja húsið sitt og enginn vill kaupa? Kannast einhver við þá tilfinningu að rætt sé um að leggja niður fyrirtækið á staðnum og flytja það annað, því einhver hefur keypt réttinn til að nýta það?

Við erum föst í kyrrstöðu sem við komumst ekki út úr nema að rifta þessari hringrás kvótakerfisins núverandi. Ég ákvað fyrir fjórum árum að styðja Frjálslynda flokkinn og ég sé ekki eftir því. Þar er kraftmikið fólk sem vill vel og er í sterkum tengslum við samfélagið. Þar er engin spilling. Fólkið sem hefur boðið fram krafta sína til að láta gott af sér leiða er fólk sem virkilega vill breyta þessu samfélagi til hins betra.

Í Reykjavík búa nú margir af þeim sem hafa orðið að hverfa frá landsbyggðinni, ekki endilega sáttir, en hafa enga aðra leið. Og þegar slíkt gerist, þá þrengist að því fólki sem fyrir er. Það bætast við börn í skólana, biðlistinn lengist á leikskólana – og bílaflotinn eykst. Reykvíkingar tala gjarnan um að landsbyggðarfólkið sé baggi á þeim. En málið er, að ef fólkið fengi vinnu við hæfi heima hjá sér, þá vildu margir mjög gjarnan vera þar áfram. Ef fólkið hefði vinnu í heimahögunum, þá myndi landsbyggðin styrkjast. Og styrkari landsbyggð skapar sterkari höfuðborg. Einfaldasta lausnin er oftast líka árangusríkust.

Ég ætla ekki að segja neinum hvað hann á að kjósa. En ég hvet fólk til að kynna sér stefnumál og efndir flokkanna og gera upp hug sinn að því loknu. Það er alveg kominn tími til að hugsa málið upp á nýtt og kjósa eftir því hvað kemur fólkinu sjálfu best í bráð og lengd og hvernig framtíð barnanna okkar er best tryggð. Hvað finnst þér?

– Ásthildur Cesil Þórðardóttir,
skipar 11. sæti Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli