Frétt

Ólafur Jens Daðason | 30.04.2003 | 10:29Hver er ávinningurinn?

Ólafur Jens Daðason.
Ólafur Jens Daðason.
Í stefnu Frjálslynda flokksins er lagt til að kvótinn verði afnuminn og í staðinn sett á sóknarstýrt fiskveiðistjórnkerfi. Í þannig kerfi yrði verðmætið á fiskinum fært yfir á daga. Ef við skoðum það sóknarkerfi sem við búum við í dag í krókakerfinu er dagafjöldinn orðinn 21 en var 84 þegar best var. Meðalbátur kostar um 25 milljónir sem er í kringum tólf hundruð þúsund á dag.
Takmarka verður fjölda báta í sóknardagakerfi

Í sóknarkerfi er nauðsynlegt að takmarka bátaflotann ef stýra á veiðiálaginu. Að öðrum kosti verður að takmarka dagana og ef bátaflotinn verður ekki takmarkaður verða ansi fáir dagar á hvern bát. Þegar upp verður staðið er það ekki trúverðugur málflutningur, að hægt verði að gefa veiðar frjálsar en takmarka ekki bátaflotann og ætla sér þannig að stýra veiðiálaginu eins og formaður Frjálslynda flokksins hefur látið í veðri vaka.

Ef við gefum okkur að bátarnir sem í dag eru í krókaveiðikerfi færu í þetta sóknarstýrða kerfi, og miðum við það kerfi sem er við lýði í Færeyjum og Frjálslyndi flokkurinn dásamar svo mjög, fengi hver bátur 100 daga og verðmætið yrði 120 milljónir. Er þá trúlegt að nýliðun yrði meiri en í dag? Í Færeyjum, að því að mér er sagt, er nýliðun nánast engin og menn skulu ekki gleyma því að færeyska kerfið er lokað kerfi þar sem menn kaupa og selja daga auk þess sem dagar eru leigðir.

Sóknardagakerfi mun fækka störfum

Í litlu sjávarbyggðunum þurfum við að fjölga störfum en ekki að fækka þeim. Í Færeyjum hafa ekki skapast mörg störf við beitningu því að þar beita sjómenn sjálfir. Upptaka sóknardagakerfis hlýtur þannig að þýða umtalsverða fækkun beitningamanna í sjávarbyggðunum.

Það væri líka forvitnilegt að skoða áhrif sóknardagakerfis á fiskvinnsluna. Í sóknardagakerfi fara bátar bara á sjó þegar vel veiðist. Hverjar verða þá afleiðingarnar fyrir fólkið sem þar vinnur? Mér finnst trúlegt að störfum í fiskvinnslu fækki mikið. Ef við lítum aftur til Færeyja, þá er fyrirtækjum þar bannað að eiga bæði bát og vinnslu, sem hlýtur að gera vinnslunni erfiðara að stýra afköstunum með tilliti til hráefnisöflunar og hámörkunar á nýtingu tækja.

Dagastuldur í stað brottkasts

Í greinargerð sem fylgir stefnuskrá Frjálslynda flokksins í sjávarútvegsmálum segir „Mikill fjöldi báta er að veiða tiltölulega litla kvóta“ og þannig freistist menn til að kasta verðlitlum fiski fyrir borð og fiskifræðingar vanmeti þannig veiðiálagið. Í sóknardagakerfi freistast menn til aftur á móti til að stela dögum.

Svarið við meintu brottkasti er ekki endilega að kollvarpa því kerfi sem við búum við í dag heldur miklu frekar hert eftirlit.

Flestir útgerðarmenn hafa greitt fyrir veiðiréttinn

Á öðrum stað í greinargerðinni er sagt „Við sölu kvótans og þar með veiðiréttarins úr byggð tapar fólkið atvinnu sinni en útgerðarmaðurinn (hluthafinn) fær oft fúlgur fjár.“

Í dag er þessu nú einu sinni þannig farið að „útgerðarmaðurinn“ hefur í langflestum tillfella greitt fúlgur fjár fyrir þann veiðirétt sem hann hefur og „þeir sem hafa fengið eignarréttinn á óveiddum fiski í sjónum frá stjórnvöldum“ eins og segir einnig í greinargerðinni eru löngu farnir út úr greininni.

Hver á að borga kvótaskuldirnar?

Formaður Frjálslynda flokksins var á dögunum spurður í morgunsjónvarpinu á Stöð 2 hvað gera ætti við þær skuldir sem þeir menn, sem í dag eru að basla í þessu, hafa komið sér í vegna kaupa á kvóta. Svarið var að þeir ætluðu jú að veiða upp í þær hvort sem er og því væri engin ástæða til að aðhafast eitthvað sérstaklega í þeirra þágu eftir að búið er að taka upp sóknarkerfið. Formaðurinn skilur ekki, að í þær skuldir hafa menn steypt sér út frá þeim áætlunum sem þeir hafa gert miðað við óbreytt kerfi og miðað við þær aflaheimildir sem þeir hafa haft.

Ef hins vegar á að kollvarpa þessu kerfi og þar með þeim forsendum sem hafðar voru til hliðsjónar þegar lánin fyrir atvinnutækjunum voru tekin, hlýtur það að vera krafa þeirra sem út í þessar skuldir steyptu sér, til að skapa sér og öðrum atvinnu, að skuldirnar verði afskrifaðar. Að öðrum kosti fer lítið fyrir því jafnræði sem boðað er í stefnuskrá Frjálslynda flokksins.

Þeir sem eru búnir að selja gjafakvótann munu hagnast mest


bb.is | 24.10.16 | 09:37 Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með frétt Eyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli