Frétt

bb.is | 30.04.2003 | 08:48Vagna Sólveig Vagnsdóttir trélistakona heldur sýningu á Ísafirði

Vagna Sólveig Vagnsdóttir. Mynd: Þingeyrarvefurinn.
Vagna Sólveig Vagnsdóttir. Mynd: Þingeyrarvefurinn.
Vagna Sólveig Vagnsdóttir trélistakona á Þingeyri opnar sölusýningu í Verkalýðshúsinu á Ísafirði á hátíðisdegi verkalýðsins á morgun, 1. maí. Þar mun hún auk annars handverks sýna tréskúlptúra sem vakið hafa mikla athygli. Vagna hefur unnið ýmis verkamannastörf í gegnum tíðina en varð fyrir því óláni að missa fingur í vinnuslysi og fór upp úr því að skera í tré. „Notar hún allskonar trjágreinar sem til falla, afklippur og annað, auk rekaviðar sem hún notar í stærri verkin“, segir á Þingeyrarvefnum. Sýningin verður opnuð kl. 16 á morgun en verður síðan öllum opin hvern dag milli kl. 14 og 17 fram á kjördaginn 9. maí.
Nánar: ► Þingeyrarvefurinn

bb.is | 28.07.16 | 16:47 Afhentu heiðursborgarabréf Hjartar Hjálmarssonar

Mynd með frétt Emil Ragnar og Grétar Snær Hjartarsynir færðu Héraðsskjalasafninu á Ísafirði heiðursborgarabréf föður síns, Hjartar Hjálmarssonar, fyrrum skólastjóra á Flateyri, fyrr í vikunni. Frá þessu er sagt á vef safnsins. Var Hjörtur gerður að heiðursborgara Flateyrarhrepps árið 1975 og var einn af ...
Meira

bryndis@bb.is | 28.07.16 | 15:50Ísfirsk fjölskyldustemning á afmælistónleikum Jónasar

Mynd með fréttEins og áður hefur verið greint frá verða í kvöld tónleikar í Hömrum í tilefni þess að ísfirska tónskáldið Jónas Tómasson verður sjötugur á árinu. Allir þeir sem koma fram á tónleikunum eru Ísfirðingar eða nátengdir Ísafirði og tengjast Jónasi fjölskyldu- ...
Meira

bb.is | 28.07.16 | 14:5029 ár frá brunanum í gömlu Ísafjarðarkirkju

Mynd með fréttÍ gær voru liðin 29 ár frá því Ísafjarðarkirkja varð eldi að bráð. Gamla kirkjan var vígð árið 1863 og var því 124 ára gömul þegar hún brann. Kirkjan stóð enn uppi þegar slökkvistarfi lauk en var talin ónýt. Ekki var ...
Meira

bb.is | 28.07.16 | 13:22Gruggarar og þungarokkar sameinast á Húsinu

Mynd með fréttEndurkomur hljómsveita eru sífellt meira í móð og eru ísfirskar hljómsveitir síður en svo undanskildar. Nægir að nefna vel heppnað útiball á afmælishátíð Ísafjarðarbæjar þar sem BG & Árni áttu fyrirtaks endurkomu ásamt skólahljómsveitinni Trap. Í kvöld ætlar ísfirska grugghljómsveitin Urmull að ...
Meira

bb.is | 28.07.16 | 11:50Bæta þremur gráðum við veðurspána

Mynd með fréttAllt útlit er fyrir gott og spennandi Mýrarboltamót í Tungudal um helgina. Að sögn Thelmu Rutar Jóhannsdóttur, drullusokks Mýrarboltans, er byrjað að væta í drullunni og vellirnir við það komast í leikhæft ástand. Tuttugu og átta lið hafa skráð sig til ...
Meira

bb.is | 28.07.16 | 09:45Teitur sækist eftir fyrsta sæti

Mynd með fréttTeitur Björn Einarsson frá Flateyri sækist eftir fyrsta sæti á lista sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi en sem kunnugt er hefur Einar K. Guðfinnsson sem lýst yfir að hann mun ekki bjóða sig fram í næstu kosningum. Prófkjörið mun fara fram 3. september ...
Meira

bb.is | 28.07.16 | 07:47Íbúarnir að lágmarki 4.000 árið 2025

Mynd með fréttFramtíðarsýn Ísafjarðarbæjar er að íbúar verði að lágmarki 4.000 árið 2025 en um síðustu áramót bjuggu 3.623 í sveitarfélaginu. Fjölgunin yrði sambærileg við fjölgun landsmanna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í greinargerð Ísafjarðarbæjar sem var lögð fyrir nefnd forsætisráðherra ...
Meira

bb.is | 27.07.16 | 16:48Vestfirskt kvennaríki á hálendisvakt LS

Mynd með frétt„Það var sannkallað kvennaríki á Sprengisandi í síðustu viku og vestfirsku áhrifin umtalsverð,“ segir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir alþingismaður um ferð nokkurra vestfirskra kvenna þar sem þær tóku þátt í hálendisgæslu Landsbjargar í Nýjadal í síðustu viku en þær eru björgunarsveitarkonur. Þetta ...
Meira

bb.is | 27.07.16 | 15:48Allur makríllinn veiddur á Júlíusi

Mynd með fréttEngin landvinnsla á makríl verður hjá Hraðfrystihúsinu – Gunnvöru á vertíðinni sem hefst innan skamms. Makrílkvóti fyrirtækisins verður allur veiddur og unninn á Júlíusi Geirmundssyni ÍS, frystitogara fyrirtækisins. Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri HG, segir allt til þessa árs var óheimilt að ...
Meira

bb.is | 27.07.16 | 14:48Seldu ungmennum undir lögaldri miða á ballið fyrir mistök

Mynd með fréttSmá babb í bátinn kom upp í miðasölu á danseik með Sniglabandinu sem fram fór í tengslum við Reykhóladaga á nýliðinni helgi en hann hafði hvergi verið auglýstur með aldurstakmarki og náðu nokkrir einstaklingar undir 18 ára aldri, ekki í fylgd ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli