Frétt

bb.is | 30.04.2003 | 08:48Vagna Sólveig Vagnsdóttir trélistakona heldur sýningu á Ísafirði

Vagna Sólveig Vagnsdóttir. Mynd: Þingeyrarvefurinn.
Vagna Sólveig Vagnsdóttir. Mynd: Þingeyrarvefurinn.
Vagna Sólveig Vagnsdóttir trélistakona á Þingeyri opnar sölusýningu í Verkalýðshúsinu á Ísafirði á hátíðisdegi verkalýðsins á morgun, 1. maí. Þar mun hún auk annars handverks sýna tréskúlptúra sem vakið hafa mikla athygli. Vagna hefur unnið ýmis verkamannastörf í gegnum tíðina en varð fyrir því óláni að missa fingur í vinnuslysi og fór upp úr því að skera í tré. „Notar hún allskonar trjágreinar sem til falla, afklippur og annað, auk rekaviðar sem hún notar í stærri verkin“, segir á Þingeyrarvefnum. Sýningin verður opnuð kl. 16 á morgun en verður síðan öllum opin hvern dag milli kl. 14 og 17 fram á kjördaginn 9. maí.
Nánar: ► Þingeyrarvefurinn

bb.is | 17.09.14 | 13:02 Ákvörðun Skipulagsstofnunar kallar á sérlög

Mynd með frétt „Þetta er alvarlegt mál og það er tæknilega hægt að setja sérlög um vegtengingu í gegnum Teigsskóg. Ég hef sjálfur flutt þannig tillögu. Þetta er framkvæmd sem getur ekki beðið lengur. Hér er um að ræða mikilvægustu vegaframkvæmd Íslands að mínu ...
Meira

bb.is | 17.09.14 | 10:56Starfsfólk leikskólans Eyrarskjóls á haustráðstefnu Hjallaskólanna

Mynd með fréttLeikskólakennarar á Eyrarskjóli á Ísafirði brugðu undir sig betri fætinum á föstudag og héldu á haustráðstefnu Hjallastefnu skólanna í Reykjavík. Hjallastefnan fagnar 25 ára afmæli í ár og af því tilefni hefur verið gefin út ný handbók og nýr vefur opnaður. ...
Meira

bb.is | 17.09.14 | 09:25Hringtenging komin eftir ár?

Mynd með fréttHaraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í NV-kjördæmi, hefur trú á að næsta haust verði komin hringtenging ljósleiðara á Vestfjörðum. Í aðsendri grein í bb.is í gær segir Haraldur: „Það er trú mín að næsta haust verði komin á hringtenging fjarskipta á Vestfjörðum ...
Meira

bb.is | 17.09.14 | 07:43Hvar eru stelpurnar í málmiðngreinum?

Mynd með fréttMenntaskólinn á Ísafirði býður upp á fjölbreytt nám í vetur m.a. í málmiðngreinum. Mikil aðsókn er í námið sem skiptist í blikksmíði, rennismíði, stálsmíði og vélvirkjun. Mjög fáar stúlkur sækjast í námið sem hentar þó vel báðum kynjum. Í því felst ...
Meira

bb.is | 16.09.14 | 16:45Breytingar hjá MS á Ísafirði

Mynd með fréttInnan skamms verður allur akstur á mjólk á Vestfjörðum á hendi starfsstöðvar MS á Ísafirði. Lúðvík Hermannsson, mjólkurbússtjóri MS í Búðardal, segir starfsstöðina styrkjast við þessar breytingar. Frá því að mjólkurvinnslu var hætt á Ísafirði fyrir þremur árum, hefur tankbíll komið ...
Meira

bb.is | 16.09.14 | 14:50Fjarskiptasjóður komi að hringtengingu

Mynd með fréttAðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga, segir það stór tíðindi að Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, hafi falið Fjarskiptasjóði að styrkja hringtengingu ljósleiðara á Vestfjörðum. Fjarskiptamál á Vestfjörðum voru til umræðu í gær og var Hanna Birna til svara. „Til þessa hefur ...
Meira

bb.is | 16.09.14 | 13:01Fjarskiptamál Vestfirðinga rædd á Alþingi

Mynd með fréttLilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, hóf umræðu í gær um ástand fjarskiptamála á Vestfjörðum. Til svara var Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra. Krafa Vestfirðinga um hringtengingu ljósleiðara er skýr og hefur komið fram hjá þingmönnum, sveitarstjórnarmönnum, Fjórðungssambandi Vestfirðinga og almenningi. Með hringtengingu ...
Meira

bb.is | 16.09.14 | 10:55Skipulagsstofnun hafnar nýrri veglínu um Teigsskóg

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur hafnað nýrri tillögu að veglínu um Teigsskóg í Þorskafirði. Vegagerðin hafði lagt til svokallaða Þ-H leið um norðanverðan Þorskafjörð. Í svarbréfi Skipulagsstofnunar segir að leið Þ-H fylgi að verulegi leyti veglínu sem Skipulagsstofnun hafði áður hafnað, svonefndri B-leið. Með ...
Meira

bb.is | 16.09.14 | 09:24Fjármálaráðherra setur kjarasamninga í uppnám

Mynd með fréttBreytingar á virðisaukaskattþrepum hækkar vísitölu neysluverðs um 0,55% og valda hækkunum á verðtryggðum lánum. Starfsgreinasamband Íslands hélt formannafund á Ísafirði í síðustu viku og var nýju fjárlagafrumvarpi mótmælt harðlega og það sagt aðför ríkisstjórnarinnar gegn atvinnulausum og tekjulágum. Starfsgreinasambandið segir að ...
Meira

bb.is | 16.09.14 | 07:42Varnargarðarnir vígðir

Mynd með fréttVígsluathöfn vegna snjóflóðavarna undir Traðarhyrnu í Bolungarvík fer fram kl. 15 á laugardag. Um er að ræða stutta vígsluathöfn undir miðjum stærri varnargarðinum af tveimur, þar sem hefur verið komið fyrir upplýsingaskilti um mannvirkin. Við vígsluna mun Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli