Frétt

bb.is | 30.04.2003 | 08:48Vagna Sólveig Vagnsdóttir trélistakona heldur sýningu á Ísafirði

Vagna Sólveig Vagnsdóttir. Mynd: Þingeyrarvefurinn.
Vagna Sólveig Vagnsdóttir. Mynd: Þingeyrarvefurinn.
Vagna Sólveig Vagnsdóttir trélistakona á Þingeyri opnar sölusýningu í Verkalýðshúsinu á Ísafirði á hátíðisdegi verkalýðsins á morgun, 1. maí. Þar mun hún auk annars handverks sýna tréskúlptúra sem vakið hafa mikla athygli. Vagna hefur unnið ýmis verkamannastörf í gegnum tíðina en varð fyrir því óláni að missa fingur í vinnuslysi og fór upp úr því að skera í tré. „Notar hún allskonar trjágreinar sem til falla, afklippur og annað, auk rekaviðar sem hún notar í stærri verkin“, segir á Þingeyrarvefnum. Sýningin verður opnuð kl. 16 á morgun en verður síðan öllum opin hvern dag milli kl. 14 og 17 fram á kjördaginn 9. maí.
Nánar: ► Þingeyrarvefurinn

bb.is | 30.08.16 | 16:45 Allir fengu að skína á stóra deginum

Mynd með frétt Kjartan Ágúst Pálsson, kjólameistari og Sunneva Sigurðardóttir, hágreiðslumeistari sem eiga og reka saman Verksmiðjuna á Ísafirði gengu í hjónaband í Mýrarkirkju í Dýrafirði þann 20. ágúst, á guðdómlega fallegum degi er veðurguðirnir léku við hvern sinn fingur. Það er kannski ekki ...
Meira

bb.is | 30.08.16 | 15:50Kortleggur vestfirskt lista- og menningarlíf

Mynd með fréttVerið er að safna saman upplýsingum um lista- og menningarstarf á Vestfjörðum vegna Sóknaráætlunar Vestfjarða 2015-2019. Íris Björg Guðbjartsdóttir á Ströndum vinnur að söfnun upplýsinganna og biðlar hún til allra þeirra sem starfa að listum eða menningu með einum eða öðrum ...
Meira

bb.is | 30.08.16 | 14:48Rafbílinn fór alla leið

Mynd með fréttÞeir Jónas Guðmundsson og Jón Jóhann Jóhannsson komu til Ísafjarðar á laugardag eftir að hafa lagt upp í ferð í Reykjavík morguninn áður á rafbílnum Fyrsta. Ferðin gekk ljómandi vel að sögn Jónasar, þó ekki hafi verið farið yfir á þeim ...
Meira

bb.is | 30.08.16 | 13:2323 meistaranemar á skólabekk á Ísafirði

Mynd með fréttHaustönn er hafin hjá Háskólasetri Vestfjarða og er nýr hópur meistaranema í haf- og strandsvæðastjórnun sestur á skólabekk á Ísafirði. Að þessu sinni hefja námið tuttugu og þrír nemendur af níu þjóðernum. Námsbakgrunnur þeirra er fjölbreyttur en nemendurnir hafa meðal annars ...
Meira

bb.is | 30.08.16 | 11:49Þrestir tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandsráðs

Mynd með fréttKvikmyndin Þrestir eftir Rúnar Rúnarsson er tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs í ár, en hún var að miklu leiti tekin upp á Vestfjörðum árið 2014. Fúsi kvikmynd eftir Dag Kára hlaut verðlaunin á síðasta ári en hann gerði um árið margverðlaunuðu kvikmyndina ...
Meira

bb.is | 30.08.16 | 09:37Segir mikla smölun hjá VG á Vestfjörðum

Mynd með fréttSamkvæmt heimildum Skessuhorns hefur skráðum félögum í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði í Norðvesturkjördæmi fjölgað um 650 á síðustu dögum. Félagar í VG eru nú 1.102 í kjördæminu geta þeir allir tekið þátt í forvalinu sem hefst á miðvikudaginn og stendur til ...
Meira

bb.is | 30.08.16 | 09:01Bláberjadagar hefjast á fimmtudag

Mynd með fréttBláberjadagar verða í Súðavík um komandi helgi og er heilmikla dagskrá að finna þar í bæ frá því er hátíðin hefst á fimmtudag og þar til hún endar á sunnudag. Nú er lag fyrir berjaáhugafólk að leggja leið sína vestur, þar ...
Meira

bb.is | 30.08.16 | 07:45Bærinn hækkar leiguverð um 16%

Mynd með fréttFasteignir Ísafjarðarbæjar hafa sagt upp öllum leigusamningum félagsins en félagið á um 100 íbúðir í sveitarfélaginu. Leigjendum sem ekki eru í alvarlegum vanskilum hefur verið boðið að endurnýja leigusamningana á breyttum kjörum. Uppsögn samninga tók gildi 1. júlí og ...
Meira

bb.is | 29.08.16 | 16:48Framlag til íslenskar gamanmyndagerðar

Mynd með fréttÁ Gamanmyndahátíð Flateyrar sem haldin var um helgina var Ágústi Guðmundssyni leikstjóra veitt viðurkenning fyrir framlag hans til íslenskrar gamanmyndagerðar. Það var Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri sem veitti Ágústi verðlaunin í Samkomuhúsi Flateyrar en þar fór fram heimsfrumsýning á „sing along“ ...
Meira

bb.is | 29.08.16 | 15:50Staðfestingarkosning Pírata hafin

Mynd með fréttStaðfestingarkosning Pírata í Norðvesturkjördæmi er hafin að nýju eftir að úrskurðað var að Þórður Guðsteinn Pétursson sem sigraði prófkjörið hefði ekki brotið reglur Pírata varðandi smölun. Aðeins 14 sæti eru í tillögunni en fylla þarf 16 sæti til að ná fullum ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli