Frétt

bb.is | 30.04.2003 | 08:48Vagna Sólveig Vagnsdóttir trélistakona heldur sýningu á Ísafirði

Vagna Sólveig Vagnsdóttir. Mynd: Þingeyrarvefurinn.
Vagna Sólveig Vagnsdóttir. Mynd: Þingeyrarvefurinn.
Vagna Sólveig Vagnsdóttir trélistakona á Þingeyri opnar sölusýningu í Verkalýðshúsinu á Ísafirði á hátíðisdegi verkalýðsins á morgun, 1. maí. Þar mun hún auk annars handverks sýna tréskúlptúra sem vakið hafa mikla athygli. Vagna hefur unnið ýmis verkamannastörf í gegnum tíðina en varð fyrir því óláni að missa fingur í vinnuslysi og fór upp úr því að skera í tré. „Notar hún allskonar trjágreinar sem til falla, afklippur og annað, auk rekaviðar sem hún notar í stærri verkin“, segir á Þingeyrarvefnum. Sýningin verður opnuð kl. 16 á morgun en verður síðan öllum opin hvern dag milli kl. 14 og 17 fram á kjördaginn 9. maí.
Nánar: ► Þingeyrarvefurinn

bb.is | 31.07.15 | 16:47 Mýrarboltanum frestað til sunnudags

Mynd með frétt Stjórnendur Mýrarboltans hafa í ljósi veðurspár ákveðið að fresta öllu mótshaldi til sunnudags. „Mótið verður fært til sunnudags. Í ljós hefur komið að besta verslunarmannahelgarveðrið á Íslandi verður á Ísafiðri á sunnudag og mánudag og þar af leiðandi ákváðum við að ...
Meira

bb.is | 31.07.15 | 14:50Ævintýraferð að strönd Grænlands

Mynd með fréttÍsfirðingurinn Halldór Sveinbjörnsson, Hróbjartur Darri Karlsson læknir í Reykjavík og synir hans, Starkaður og Sveinn Breki lögðu upp í ævintýraferð frá Ísafirði áleiðis til Grænlands á seglskútunni Belladonnu laugardaginn 25. júlí. Ferðin var farin til að öðlast meiri reynslu í ...
Meira

bb.is | 31.07.15 | 13:01Meira en hálf milljón ljósmynda

Mynd með fréttSífellt fjölgar myndum á myndavef Ljósmyndasafnsins á Ísafirði. Síðustu vikur hefur verið bætt við myndum frá Sigurgeiri B. Halldórssyni, Birni Pálssyni og Leó Jóhannssyni en þeir voru allir stórvirkir ljósmyndarar á Ísafirði. Um 1.300 myndir eru komnar inn á ljósmyndavefinn en ...
Meira

bb.is | 31.07.15 | 10:30Kjartan þjónustar fiskeldið

Mynd með frétt„Þetta er í mjög góðu standi, sem betur fer. Fyrirtækin nota góðan búnað sem stenst stífustu kröfur, bæði íslenskar og norskar. Þetta er allt annað en var þegar ég var að þjónusta fiskeldið fyrir tæpum þrjátíu árum,“ segir Ísfirðingurinn Kjartan Jakob ...
Meira

bb.is | 31.07.15 | 09:23Líkur á orkuskorti eftir tvö ár

Mynd með fréttLíkur eru á orkuskorti í íslenska raforkukerfinu innan tveggja ára miðað við óbreytt raforkukerfi. Þetta kemur fram í tillögu að nýrri kerfisáætlun 2015-2024 sem lögð hefur verið fram til kynningar hjá Landsneti. Kerfisáætlun Landsnets fjallar um áætlaða þróun notkunar og framleiðslu ...
Meira

bb.is | 31.07.15 | 07:50Ferðaþjónustan aflar meiri gjaldeyris en sjávarútvegurinn

Mynd með fréttÁ fyrstu fimm mánuðum ársins nam fjölgun ferðamanna 30,4 prósentum, að því er fram kemur í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Miðað við þessa þróun í fjölgun ferðamanna það sem af er árinu, virðist ljóst að fjölgun erlendra ferðamanna á þessu ári verður ...
Meira

bb.is | 30.07.15 | 16:48Bryndís tekur við

Mynd með fréttGengið hefur verið frá sölu á rekstri héraðsfréttablaðsins Bæjarins besta, fréttavefjarins bb.is og ferðablaðinu Vestfirðir. Við keflinu tekur Hvergerðingurinn Bryndís Sigurðardóttir á Flateyri. Bryndís er viðskiptafræðingur, fædd í Ölfusi, uppalin í Hveragerði en hefur verið búsett á Flateyri frá 2013. Bryndís ...
Meira

bb.is | 30.07.15 | 14:51Nigel Quashi aftur til BÍ/Bol

Mynd með fréttNigel Quashie er á ný orðinn aðstoðarþjálfari BÍ/Bolungarvíkur í 1. deildinni. Quashie spilaði með BÍ/Bolungarvík 2013 og 2014 og síðastliðið haust var hann ráðinn spilandi aðstoðarþjálfari. Í vor var því samstarfi slitið en Nigel hefur í sumar haldið áfram að þjálfa ...
Meira

bb.is | 30.07.15 | 13:02Aðeins einn byrjaður að standsetja bát á Hólmavík

Mynd með fréttTregða á makrílmörkuðum veldur því að kílóverð á makríl er um helmingi lægra en það var í fyrra. Rólegt er yfir Rússlandsmarkaði og efnahagsástand í Nígeríu veldur því að makrílverð hefur lækkað. Kílóverðið nú er eitthvað á milli 43 og 47 ...
Meira

bb.is | 30.07.15 | 10:29Fáar ofurtekjukonur ekki stærsta áhyggjuefnið

Mynd með fréttKarlmenn eru í yfirgnæfandi meirihluta á listum yfir þau allra launahæstu í Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Launahæsti karlinn í fyrra hafði nærri þreföld laun launahæstu konunnar. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, hefur ekki stórar áhyggjur af fáum konum á lista yfir ofurtekjufólk. ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli