Frétt

bb.is | 30.04.2003 | 08:48Vagna Sólveig Vagnsdóttir trélistakona heldur sýningu á Ísafirði

Vagna Sólveig Vagnsdóttir. Mynd: Þingeyrarvefurinn.
Vagna Sólveig Vagnsdóttir. Mynd: Þingeyrarvefurinn.
Vagna Sólveig Vagnsdóttir trélistakona á Þingeyri opnar sölusýningu í Verkalýðshúsinu á Ísafirði á hátíðisdegi verkalýðsins á morgun, 1. maí. Þar mun hún auk annars handverks sýna tréskúlptúra sem vakið hafa mikla athygli. Vagna hefur unnið ýmis verkamannastörf í gegnum tíðina en varð fyrir því óláni að missa fingur í vinnuslysi og fór upp úr því að skera í tré. „Notar hún allskonar trjágreinar sem til falla, afklippur og annað, auk rekaviðar sem hún notar í stærri verkin“, segir á Þingeyrarvefnum. Sýningin verður opnuð kl. 16 á morgun en verður síðan öllum opin hvern dag milli kl. 14 og 17 fram á kjördaginn 9. maí.
Nánar: ► Þingeyrarvefurinn

bb.is | 01.07.15 | 16:46 Tófunni fjölgar eftir hrun í fyrra

Mynd með frétt Það er ólíkt um að litast í Hornvík á Hornströndum í ár en í fyrra að sögn Esterar Rutar Unnsteinsdóttur spendýravistfræðings. Hún er nýkomin úr Hornvík þar sem hún var við refatalningar. „Það eru öll óðöl tekin, stór got og mörg ...
Meira

bb.is | 01.07.15 | 14:50Þyrping garðskúra í Aðalvík

Mynd með fréttÞyrping garðskúra á fjörukambinum að Látrum í Aðalvík vakti athygli Páls Ásgeirs Ásgeirssonar, leiðsögumanns og rithöfundar er hann átti leið um svæðið í vikunni. Páll Ásgeir segir að í raun sé um nokkurs konar bílskúra að ræða því hver og ...
Meira

bb.is | 01.07.15 | 13:01Menningarleg stórslys

Mynd með frétt„Það er vægast sagt skelfilegt ástand á fornminjum á Vestfjörðum. Sem dæmi má nefna að Keravíkin í Súgandafirði er í hættu og Fjallaskagi, milli Önundarfjarðar og Dýrafjarðar, er mjög illa farinn vegna brims,“ segir Eyþór Eðvarsson, formaður Fornminjafélags Súgandafjarðar, sem ásamt ...
Meira

bb.is | 01.07.15 | 10:32Stuðningur við háhraðatengingar samrýmist reglum EES

Mynd með fréttEftirlitsstofnun EFTA (ESA) gaf í gær grænt ljós á verkefni Fjarskiptasjóðs, sem hefur það að markmiði að veita öllum landsmönnum háhraðanettengingar. RÚV greinir frá niðurstöðu EFTA um að verkefnið feli í sér ríkisaðstoð sem þó samræmist EES samningnum. Verkefnið var boðið ...
Meira

bb.is | 01.07.15 | 09:25Lífróður á Galtarvita

Mynd með frétt„Ég sá auglýsingu í blaði þar sem jörðin og húsin að undanskildum sjálfum vitanum var til sölu. Ég hafði aldrei komið í vitann og vissi lítið um hann. En ég gat ekki hætt að hugsa um þetta og skilaði inn tilboði,“ ...
Meira

bb.is | 01.07.15 | 07:56Æskufélagar kynna prakkarasögur

Mynd með frétt„Við Logi höfum báðir reynslu af því að kenna æskunni og það endar oft á því að við förum að segja unga fólkinu prakkarasögur frá Bíldudal, þar sem við erum báðir aldir upp,“ segir Jón Sigurður Eyjólfsson um bókina Bíldudals bingó ...
Meira

bb.is | 30.06.15 | 16:47Milljóna tjón á vondum vegum

Mynd með frétt„Við erum að gera við sex til tólf bíla á dag hér á verkstæðinu og höfum varla undan þó við séum fjórir að vinna. Mest eru þetta viðgerðir á púströrum og göt á olíupönnum. Þetta kemur ekki fyrir hjá heimamönnum sem ...
Meira

bb.is | 30.06.15 | 14:51Löngu tímabær framkvæmd

Mynd með fréttUppbygging Örlygshafnarvegar er löngu tímabær framkvæmd og lýsir bæjarstjórn Vesturbyggðar ánægju með framkvæmdina í umsögn til Skipulagsstofnunar. „Umferð um veginn hefur aukist talsvert vegna aukinnar ferðamennsku og mun aukast meira í náinni framtíð. Sveitarfélagið Vesturbyggð bendir á að Örlygshafnarvegur, í því ...
Meira

bb.is | 30.06.15 | 13:02Eigið fé heimilanna eykst

Mynd með fréttÁætlað er að eigið fé heimila muni aukast um 67 milljarða fyrir lok ársins vegna Leiðréttingarinnar og ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á íbúðalán. Við bætist 25% hluti höfuðstólslækkunarinnar sem kemur til framkvæmda á næsta ári og séreignarsparnaður sem heimilin ráðstafa til að ...
Meira

bb.is | 30.06.15 | 10:31Bíógestum fjölgaði á landsbyggðinni

Mynd með fréttAðsókn að kvikmyndahúsum hefur dregist saman um 16 prósent á hálfum áratug. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands sem tekur árlega saman upplýsingar um kvikmyndasýningar og starfsemi kvikmyndahúsa. Aðsókn síðasta árs jafngildir því að hver landsmaður hafi séð almenna kvikmyndasýningu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli