Frétt

bb.is | 30.04.2003 | 08:48Vagna Sólveig Vagnsdóttir trélistakona heldur sýningu á Ísafirði

Vagna Sólveig Vagnsdóttir. Mynd: Þingeyrarvefurinn.
Vagna Sólveig Vagnsdóttir. Mynd: Þingeyrarvefurinn.
Vagna Sólveig Vagnsdóttir trélistakona á Þingeyri opnar sölusýningu í Verkalýðshúsinu á Ísafirði á hátíðisdegi verkalýðsins á morgun, 1. maí. Þar mun hún auk annars handverks sýna tréskúlptúra sem vakið hafa mikla athygli. Vagna hefur unnið ýmis verkamannastörf í gegnum tíðina en varð fyrir því óláni að missa fingur í vinnuslysi og fór upp úr því að skera í tré. „Notar hún allskonar trjágreinar sem til falla, afklippur og annað, auk rekaviðar sem hún notar í stærri verkin“, segir á Þingeyrarvefnum. Sýningin verður opnuð kl. 16 á morgun en verður síðan öllum opin hvern dag milli kl. 14 og 17 fram á kjördaginn 9. maí.
Nánar: ► Þingeyrarvefurinn

bb.is | 21.11.14 | 16:45 Ferðamannastaðir kortlagðir

Mynd með frétt Ferðamálastofa vinnur að kortlagningu áhugaverða ferðamannastaða um allt land, m.a. fjölmargra áfangastaða á Vestfjörðum sem eru flokkaðir eftir því hvort aðstæður á stöðunum bjóði upp á komur ferðafólks eða ekki. Verkefnið er liður í framtíðarskipulagningu sem miðar að því að dreifa ...
Meira

bb.is | 21.11.14 | 14:50Brýnt að fjölga millilandaflugvöllum

Mynd með fréttLandshlutasamtök, atvinnuþróunarfélög og markaðsstofur á Norður- og Austurlandi sem og á Vestfjörðum segja fjölgun ferðamanna og álag á ferðamannastaði á sunnanverðu landinu sem og á Keflavíkurflugvelli, hafa náð þolmörkum. Í tilkynningu segir að brýnt sé að leita lausna til framtíðar með ...
Meira

bb.is | 21.11.14 | 13:01Framkvæmdaleyfi virkjunar í Breiðadal fellt úr gildi

Mynd með fréttÚrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi framkvæmdaleyfi sem Ísafjarðarbær veitti Orkuvinnslunni ehf. fyrir lagningu á 1.200 metra þrýstivatnslagnar í Breiðadal í Önundarfirði. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar veitti framkvæmdaleyfið 7. júní 2012 og kæra frá fjórum landeigendum Neðri-Breiðadals barst úrskurðarnefndinni 18. júní ...
Meira

bb.is | 21.11.14 | 10:52„Sagði frá fangelsisvist í Marokkó“

Mynd með fréttFjóla María Jónsdóttir hefur farið um víðan völl í námi sínu í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Hún er uppalin á Bíldudal, dóttir Ásdísar Guðjónsdóttur og Jóns Þórðarsonar. Rannsóknarefni Fjólu eru af fjölbreyttum toga, allt frá Menntaskólanum á Akureyri yfir í bakpokaferðalög ...
Meira

bb.is | 21.11.14 | 09:21Aukinn stuðningur við flugvöllinn

Mynd með fréttStuðningur við flugvöllinn í Vatnsmýrinni hefur aukist samkvæmt könnun ráðgjafarfyritækisins Land-ráðs fyrir Vegagerðina. Markmið könnunrarinnar er að fá skýra mynd af ferðavenjum innanlands og breytingum á þeim frá fyrri könnunum Land-ráðs fyrir samgönguyfirvöld. Sambærilegar kannanir fóru fram árin 2004, 2007 og ...
Meira

bb.is | 21.11.14 | 07:39Ferðamönnum fjölgar hraðar en fagfólki

Mynd með fréttFjölgun fagmenntaðs starfsfólks í ferðaþjónustu er langt frá því að vera nægilega hröð og hefur engan veginn haldið í við fjölgun ferðamanna síðastliðin ár. Framboð menntunar er sundurleitt, samráð fræðsluaðila skortir og utanumhald um málefni menntunar í ferðaþjónustu er ófullnægjandi. Samhliða ...
Meira

bb.is | 20.11.14 | 16:46Lýsa yfir vonbrigðum með auglýsingu um stöðu framkvæmdastjóra

Mynd með fréttHjúkrunarráð Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða lýsir yfir vonbrigðum vegna auglýsingar um stöðu framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Í ályktun frá félaginu segir: „Framkvæmdastjóri hjúkrunar er æðsti yfirmaður hjúkrunar á hverri heilbrigðisstofnun fyrir sig. Viðkomandi er faglegur leiðtogi hjúkrunar og er allt hjúkrunarstarf á hans ábyrgð. ...
Meira

bb.is | 20.11.14 | 14:51Ólíklegt að sátt verði um kvótafrumvarpið

Mynd með frétt„Ég gef lítið fyrir það að þetta eigi að heita sáttafrumvarpið mikla. Ég get hins vegar trúað því að svokallaðir hagsmunaaðilar, útgerðin og SFS, verði mjög sátt við frumvarpið. Að mínu mati sýnist mér búið að negla veiðiréttinn til framtíðar í ...
Meira

bb.is | 20.11.14 | 13:02Ekki krafa að sýslumaður verði á Patreksfirði?

Mynd með fréttÞótt ekki sé búið að gefa út reglugerðir um umdæmi sýslumanna og lögreglustjóra, þá er, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, komin niðurstaða á þann veg að í reglugerðinni verði ekki talað um embættin út frá því hvar sýslumaðurinn sjálfur situr, heldur eingöngu hvar ...
Meira

bb.is | 20.11.14 | 10:51Skipulagsstofnun mælir með eldi HG

Mynd með fréttFrummatsskýrsla Skipulagsstofnunar um aukið fiskseldi Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf. í Ísafjarðardjúpi liggur fyrir. Eldið er ekki talið hafa umtalsverð áhrif á umhverfið. Í samantekt með skýrslunni segir að áhrif framkvæmda á einstaka umhverfisþætti sé metin óveruleg til nokkuð neikvæð í öllum tilvikum nema ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli