Frétt

bb.is | 30.04.2003 | 08:48Vagna Sólveig Vagnsdóttir trélistakona heldur sýningu á Ísafirði

Vagna Sólveig Vagnsdóttir. Mynd: Þingeyrarvefurinn.
Vagna Sólveig Vagnsdóttir. Mynd: Þingeyrarvefurinn.
Vagna Sólveig Vagnsdóttir trélistakona á Þingeyri opnar sölusýningu í Verkalýðshúsinu á Ísafirði á hátíðisdegi verkalýðsins á morgun, 1. maí. Þar mun hún auk annars handverks sýna tréskúlptúra sem vakið hafa mikla athygli. Vagna hefur unnið ýmis verkamannastörf í gegnum tíðina en varð fyrir því óláni að missa fingur í vinnuslysi og fór upp úr því að skera í tré. „Notar hún allskonar trjágreinar sem til falla, afklippur og annað, auk rekaviðar sem hún notar í stærri verkin“, segir á Þingeyrarvefnum. Sýningin verður opnuð kl. 16 á morgun en verður síðan öllum opin hvern dag milli kl. 14 og 17 fram á kjördaginn 9. maí.
Nánar: ► Þingeyrarvefurinn

bb.is | 24.05.16 | 16:54 Ísfirskt Ívaf á veraldarvefnum

Mynd með frétt Þeir eru margir þúsundþjalasmiðirnir sem finnast á Íslandi og oft klóra erlendir gestir sér í kollinum yfir fjölhæfni fólks. Hvernig viðskiptamaðurinn er líka þjálfari skokkhóps, bílstjórinn ljóðskáld, verslunarkonan sauðfjárbóndi. Þau eru mýmörg dæmin og kristalla með berum hætti að enginn er ...
Meira

bb.is | 24.05.16 | 14:14Æðarkóngur í Arnarfirði

Mynd með fréttÁgúst Svavar Hrólfsson var á ferð í Arnarfirði á dögunum þar sem hann myndaði glæsilegan æðarkóng í grennd við Hrafnseyri. Það ratar oft í fréttir ef sést til æðarkóngs en Ágúst segir nokkuð algengt að rekast á þá á Vestfjörðum í ...
Meira

bb.is | 24.05.16 | 11:48Lögreglan á Vestfjörðum skorar hæst allra lögregluliða

Mynd með fréttSFR – stéttarfélag í almannaþjónustu árlega könnun meðal félagsmanna sinna, sem vinna á ríkisstofnunum. Í henni eiga þeir að gefa ýmsum þáttum í starfi stofnunarinnar einkunn frá einum og upp í fimm. Þær stofnanir sem fengu hæstu einkunn voru verðlaunaðar fyrr ...
Meira

bb.is | 24.05.16 | 09:58Segja hversdagssögur í Skóbúðinni

Mynd með fréttInnan skamms tekur Skóbúðin til starfa á Ísafirði, en ekki munu þar vera gladdir skóþyrstir íbúar svæðisins heldur er um að ræða sögumiðlunarmiðstöð þar sem gestum gefst kostur á að kynna sér sögur úr hversdagslífi þeirra sem svæðið byggja. Að baki ...
Meira

bb.is | 24.05.16 | 07:50Hægt að skrá sig til keppni í stígvélakasti

Mynd með fréttOpnað hefur verið fyrir skráningar á landsmót UMFÍ 50+ sem sett verður á Silfurtorgi á Ísafirði með pompi og prakt 10. júní. Von er á fjölda fólks í bæinn að keppa í greinum líkt og sundi, frjálsum íþróttum, golfi, þríþraut, skák, ...
Meira

bb.is | 23.05.16 | 16:57Tínt í 55 saltpoka

Mynd með fréttTuttugu og sex sjálfboðaliðar tíndu rusl af miklum móð í árlegri hreinsunarferð í friðlandi á Hornströndum. Ferðin hófst á föstudag þegar hópnum var siglt í Hrafnfjörð í Jökulfjörðum þaðan sem gengið var yfir Skorarheiði og endað í Fururfirði. „Við tíndum í ...
Meira

bb.is | 23.05.16 | 14:16Hreyfivika HSV farin af stað

Mynd með fréttHSV og Ísafjarðarbær sameina krafta sína í Hreyfiviku dagana 23.-29.maí. Hófst hún með morgungöngu upp í Naustahvilft á vegum gönguhóps Ferðafélags Ísfirðinga og út vikuna standa hinir ýmsu heilsueflandi viðburðir til boða fyrir gesti og gangandi. Fjölmargar gönguferðir verða farnar og ...
Meira

bb.is | 23.05.16 | 11:49Jarkko verðlaunaður í Cannes

Mynd með fréttÁ dögunum var finnsku kvikmyndinni The Happiest Day in the Life of Olli Mäki veitt hin eftirsóttu Un Certain Regard verðlaun á Cannes kvikmyndahátíðinni, verðlaun sem íslenska kvikmyndin Hrútar hlaut á síðasta ári. Í ár má aftur tengja verðlaunin eyjunni í ...
Meira

bb.is | 23.05.16 | 09:51Arna Sigríður og Kristín tilnefndar

Mynd með fréttVerðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar eru veitt árlega af JCI á Íslandi en samtökin eru um þessar mundir að veita verðlaunin í 14. skiptið. Um tvö hundruð tilnefningar bárust frá almenningi í ár en, dómnefnd hefur haft það erfiða verkefni undanfarna daga ...
Meira

bb.is | 23.05.16 | 09:02Aquamin hráefni ársins

Mynd með fréttFæðubótarefnið Aquamin, sem búið er til úr kalkþörungum frá Íslenska kalkþörungafélaginu á Bíldudal, hlaut á dögunum fyrstu verðlaun þegar það var kosið hráefni ársins í alþjóðlegri samkeppni Nutraingredient. Úrslitin voru tilkynnt á glæsilegu úrslitakvöldi sem fram fór í Genf í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli