Frétt

bb.is | 30.04.2003 | 08:48Vagna Sólveig Vagnsdóttir trélistakona heldur sýningu á Ísafirði

Vagna Sólveig Vagnsdóttir. Mynd: Þingeyrarvefurinn.
Vagna Sólveig Vagnsdóttir. Mynd: Þingeyrarvefurinn.
Vagna Sólveig Vagnsdóttir trélistakona á Þingeyri opnar sölusýningu í Verkalýðshúsinu á Ísafirði á hátíðisdegi verkalýðsins á morgun, 1. maí. Þar mun hún auk annars handverks sýna tréskúlptúra sem vakið hafa mikla athygli. Vagna hefur unnið ýmis verkamannastörf í gegnum tíðina en varð fyrir því óláni að missa fingur í vinnuslysi og fór upp úr því að skera í tré. „Notar hún allskonar trjágreinar sem til falla, afklippur og annað, auk rekaviðar sem hún notar í stærri verkin“, segir á Þingeyrarvefnum. Sýningin verður opnuð kl. 16 á morgun en verður síðan öllum opin hvern dag milli kl. 14 og 17 fram á kjördaginn 9. maí.
Nánar: ► Þingeyrarvefurinn

bb.is | 31.07.14 | 16:47 Búðin okkar í Súðavík lokar

Mynd með frétt Verslunin Búðin okkar í Súðavík hættir rekstri eftir daginn í dag. Hjónin Axel Baldvinsson og Halldóra Pétursdóttir, tóku við rekstri Víkurbúðarinnar í Súðavík í október á síðasta ári hafa rekið verslunina síðan undir nafni Búðarinnar okkar. Þá hafa þau einnig séð ...
Meira

bb.is | 31.07.14 | 14:48Biðstofa fyrir Grænland

Mynd með fréttÞegar líður á júlí mánuð fjölgar þeim seglbátum í Ísafjarðarhöfn sem eru að bíða færis til að sigla yfir sundið til Grænlands. Hafísinn við austurströnd Grænlands verður gisnari þegar kemur fram á sumar og að jafnaði verður fært fyrir báta í ...
Meira

bb.is | 31.07.14 | 13:02Mjög gott ástand á lundanum í Vigur

Mynd með fréttNáttúrustofa Suðurlands hefur birt frumniðurstöður úr tveimur hringferðum um landið þar sem ástand lundastofnsins var kannað. Farið var á tólf lundabyggðir. Erpur Snær Hansen, sviðsstjóri vistfræðirannsókna hjá Náttúrstofu Suðurlands, segir ástand lundans í Vigur mjög gott og hafi verið það lengi. ...
Meira

bb.is | 31.07.14 | 10:51Afar brýnt að endurskoða sameiningar

Mynd með fréttElsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, er afar ósátt við sameiningar heilbrigðisstofnana í kjördæminu og segir brýnt að endurskoða þær í samvinnu við heimafólk. Í grein á bb.is segir hún að Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, hafi tekið þessa ákvörðun einhliða ...
Meira

bb.is | 31.07.14 | 09:20Mýrarboltinn tíu ára

Mynd með fréttEvrópumeistaramótið í mýrarbolta hefur verið haldið á Ísafirði frá árinu 2004 og fagnar því tíu ára afmæli í ár. Eins og undanfarin ár fer það fram um verslunarmannahelgina og er orðið einn af helstu viðburðum helgarinnar sem trekkir að gesti í ...
Meira

bb.is | 31.07.14 | 07:39Skrúðganga gömlu dráttarvélanna

Mynd með fréttGauti Eiríksson frá Stað í Reykhólasveit tók upp myndskeið af ýmsum viðburðum á Reykhóladögum og setti á YouTube. Hér fyrir neðan er tengill á eitt þeirra, hópakstur gömlu dráttarvélanna um Reykhólaþorp með jeppa björgunarsveitarinnar Heimamanna í broddi fylkingar og lögreglubíl á ...
Meira

bb.is | 30.07.14 | 16:46Lagaheimildir skemmtiskipaútgerða til landtöku kannaðar

Mynd með fréttLandhelgisgæslan kannar nú lagalega hlið þess að skipverjar á skemmtiferðaskipum séu farnir að stunda útsýnissiglingar á léttabátum skipanna sjálfra og hleypa ferðamönnum af skipunum á land, meðal annars í friðlönd. Talin er hætta á slysum þar sem enginn kunnugur Íslendingur er ...
Meira

bb.is | 30.07.14 | 14:47Heilsársakstur milli Ísafjarðar og Hólmavíkur

Mynd með fréttFjórðungssamband Vestfirðinga og Hópferðamiðstöð Vestfjarða ehf., hafa undirritað samning um akstur á sérleyfinu milli Hólmavíkur og Ísafjarðar. Engar áætlunarferðir hafa verið á þessari leið frá því í ágúst á síðasta ári. Fjórðungssambandið auglýsti í byrjun mánaðarins eftir aðilum með fólksflutningaleyfi og ...
Meira

bb.is | 30.07.14 | 13:01Gylfi dæmir úrslitaleiki mýrarboltans

Mynd með fréttMótsstjórnendur Evrópumeistaramótsins í mýrarbolta hafa náð samkomulagi við Gylfa Orrason knattspyrnudómara um að hann dæmi úrslitaleiki mýrarboltans í kvenna- og karlaflokki. Gylfi er landsþekktur knattspyrnudómari. Jóhann Bæring Gunnarsson, forseti Mýrarboltafélags Íslands, segir að samkomulagið sé mikill hvalreki fyrir mýrarboltahreyfinguna ekki síður ...
Meira

bb.is | 30.07.14 | 10:50Safna fyrir fjölskylduna á Patreksfirði

Mynd með fréttHafin er söfnun fyrir fjölskylduna sem missti allt sitt í eldsvoða á Patreksfirði á mánudagskvöld. Lilja Sigurðardóttir hóf söfnunina og segir hún samhug Patreksfirðinga ótrúlegan. „Þetta er alveg ótrúlegt., ég er bara klökk fyrir þeirra hönd. Það er svo rosalega mikill ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli