Frétt

bb.is | 30.04.2003 | 08:48Vagna Sólveig Vagnsdóttir trélistakona heldur sýningu á Ísafirði

Vagna Sólveig Vagnsdóttir. Mynd: Þingeyrarvefurinn.
Vagna Sólveig Vagnsdóttir. Mynd: Þingeyrarvefurinn.
Vagna Sólveig Vagnsdóttir trélistakona á Þingeyri opnar sölusýningu í Verkalýðshúsinu á Ísafirði á hátíðisdegi verkalýðsins á morgun, 1. maí. Þar mun hún auk annars handverks sýna tréskúlptúra sem vakið hafa mikla athygli. Vagna hefur unnið ýmis verkamannastörf í gegnum tíðina en varð fyrir því óláni að missa fingur í vinnuslysi og fór upp úr því að skera í tré. „Notar hún allskonar trjágreinar sem til falla, afklippur og annað, auk rekaviðar sem hún notar í stærri verkin“, segir á Þingeyrarvefnum. Sýningin verður opnuð kl. 16 á morgun en verður síðan öllum opin hvern dag milli kl. 14 og 17 fram á kjördaginn 9. maí.
Nánar: ► Þingeyrarvefurinn

bb.is | 02.09.15 | 16:56 Sundæfingar að hefjast hjá Vestra

Mynd með frétt Vetrarstarf íþróttafélagana er nú óðum að hefjast og deildirnar að gefa út æfingatíma og upplýsa um þjálfara. Það er um margt að velja og engin þörf á að hanga heima yfir tölvunni, allir ættu að geta fundið íþrótt við hæfi. Sundfélagið ...
Meira

bb.is | 02.09.15 | 14:50Alvarleg bilun hjá Mílu

Mynd með fréttBilun kom upp í búnaði Mílu Ísafirði í gær sem hafði áhrif á gagnaflutning milli Ísafjarðar og Búðardals og leiddi það þess að tengingar voru úti í marga klukkutíma á Ísafirði, Suðureyri, Flateyri og Þingeyri. Sömuleiðis voru truflanir á sambandi ...
Meira

bb.is | 02.09.15 | 11:53Góð nýnemavika að baki

Mynd með fréttÞað má segja að nýnemavikan í menntaskólanum hafi verið með öðru móti síðustu tvö ár en árin og áratugina þar á undan. Meðal annars sló nemendafélag skólans upp grillveislu og farið var í svokallaða nýnemaferð að Núpi í Dýrafirði þar sem ...
Meira

bb.is | 02.09.15 | 10:18Ný heimasíða Grunnskólans á Suðureyri

Mynd með fréttNý heimasíða var opnuð fyrir Grunnskólann á Suðureyri þann 1. september og mun hún bæta upplýsingaflæði til foreldra og nemenda. Nýja síðan er mjög aðgengileg og geta menn nálgast allar upplýsingar hvort sem þær snúa að náminu eða starfinu innan skólans, ...
Meira

bb.is | 02.09.15 | 09:02Næg atvinna á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttTálknfirðingar standa frammi fyrir uppsögnum á stærsta vinnustað þorpsins eftir að öllum starfsmönnum Þórsbergs var sagt upp í gær, alls 26 manns. Stjórn Samtaka atvinnurekenda á sunnanverðum Vestfjörðum (SASV), telur mikilvægara en nokkru sinni að hlutaðeigandi aðilar á svæðinu, bæði á ...
Meira

bb.is | 02.09.15 | 07:51Lífvirkni í vörum frá Villimey

Mynd með fréttFyrirtækið Villimey slf framleiðir lífrænt vottaðar vörur úr íslenskum jurtum sem vaxa í villtri náttúru Vestfjarða. Vörur Villimeyjar komu á markað í ágúst 2005 og hefur framleiðsla, sem fer fram á Tálknafirði, farið vaxandi undanfarin ár. Undanfarna mánuði hafa jurtavörur sem ...
Meira

bb.is | 01.09.15 | 16:55Nýtt fyrirtæki á Flateyri

Mynd með fréttÚlfar Önundarson hefur nú tekið húsnæði Valþjófs á Flateyri til leigu og hyggst opna þar salthreinsistöð. Hráefnisöflun ætti að vera frekar einföld því í næsta húsi var Fiskvinnsla Flateyrar að opna og þar verður eingöngu unnið í salt. Úlfar mun ...
Meira

bb.is | 01.09.15 | 15:49Siglufjarðarflóðin falla undir viðlagatryggingu ólíkt Ísafjarðarflóðunum

Mynd með fréttMatsmenn frá Viðlagatryggingu Íslands eru komnir til Siglufjarðar að meta tjón á fasteignum og fráveitukerfi bæjarins. Aurskriður féllu á hús og Hvanneyrará flæddi yfir bakka sína og inn í hús á eyrinni, bæði íbúðarhús og aðrar fasteignir. Viðlagatrygging ætlar ekki ...
Meira

bb.is | 01.09.15 | 14:16Þunnur hópur og bitlaus sóknarleikur

Mynd með fréttMeistaraflokkur BÍ/Bolungarvíkur er fallinn í 2. deild eftir tap um síðustu helgi fyrir Fram. Jón Hálfdán Pétursson, þjálfari BÍ/Bol, segir að fótboltasamfélagið á Ísafirði verði að fara í naflaskoðun og ræða hvað sé hægt að gera varðandi aðstöðu til fótboltaiðkunar. „Við ...
Meira

bb.is | 01.09.15 | 13:23Eitt og annað í skoðun hjá Þórsbergi

Mynd með fréttÞórsberg ehf. á Tálknafirði sagði í gær upp 26 starfsmönnum fyrirtækisins. Í tilkynningu frá Þórsbergi sem var send út í gær kom fram að fyrirtækið hefji ekki aftur störf eftir sumarleyfi en þau hafa staðið yfir í átta vikur. Kanna á ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli