Frétt

bb.is | 30.04.2003 | 08:48Vagna Sólveig Vagnsdóttir trélistakona heldur sýningu á Ísafirði

Vagna Sólveig Vagnsdóttir. Mynd: Þingeyrarvefurinn.
Vagna Sólveig Vagnsdóttir. Mynd: Þingeyrarvefurinn.
Vagna Sólveig Vagnsdóttir trélistakona á Þingeyri opnar sölusýningu í Verkalýðshúsinu á Ísafirði á hátíðisdegi verkalýðsins á morgun, 1. maí. Þar mun hún auk annars handverks sýna tréskúlptúra sem vakið hafa mikla athygli. Vagna hefur unnið ýmis verkamannastörf í gegnum tíðina en varð fyrir því óláni að missa fingur í vinnuslysi og fór upp úr því að skera í tré. „Notar hún allskonar trjágreinar sem til falla, afklippur og annað, auk rekaviðar sem hún notar í stærri verkin“, segir á Þingeyrarvefnum. Sýningin verður opnuð kl. 16 á morgun en verður síðan öllum opin hvern dag milli kl. 14 og 17 fram á kjördaginn 9. maí.
Nánar: ► Þingeyrarvefurinn

bb.is | 27.04.15 | 16:46 Kemur ekki til greina að skerða vatnasvið Dynjanda

Mynd með frétt Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar leggst gegn áformum Orkubús Vestfjarða um miðlun úr Stóra Eyjavatni í Mjólkárvirkjun. Orkubúið hafði óskað eftir því að miðlunin kæmist inn á aðalskipulag Ísafjarðarbæjar en nefndin hefur hafnað ósk Orkubúsins um skipulagsbreytingu. Í umsögn nefndarinnar segir að ...
Meira

bb.is | 27.04.15 | 14:52Níu formenn á afmælisfagnaði

Mynd með fréttAðstandendur og velunnarar Litla leikklúbbsins á Ísafirði fögnuðu um helgina hálfrar aldar afmæli klúbbsins sem stofnaður var 24. apríl 1965. Steingrímur R. Guðmundsson, formaður LL, segir glatt hafi verið á hjalla á afmælisfagnaðinum sem hófst á föstudag með opnun á sögusýningu ...
Meira

bb.is | 27.04.15 | 13:02Sumarblómin pöntuð að sunnan

Mynd með fréttÁsthildur Cesil Þórðardóttir garðyrkjufræðingur, sem rekur garðyrkjustöð við Seljalandsveg á Ísafirði, segir farir sínar ekki sléttar í samskiptum við Ísafjarðarbæ. „Ég var garðyrkjustjóri bæjarins í meira en þrjátíu ár og alveg frá byrjun sá ég um sumarblómin. Þegar ég fór sjálf ...
Meira

bb.is | 27.04.15 | 10:58Von á hátt í 500 erlendum keppendum

Mynd með fréttYfir 600 manns hafa skráð sig til þátttöku í Fossavatnsgöngunni 2015, sem hefst á fimmtudag. Þetta er gríðarleg fjölgun frá því sem áður hefur verið og meira en tvöföldun frá því í fyrra. „Við búumst því að það verði yfir 700 ...
Meira

bb.is | 27.04.15 | 09:28Sextíu milljónir til ráðstöfunar

Mynd með fréttÍ vor verður í fyrsta sinn úthlutað úr nýjum sjóði, Uppbyggingarsjóði Vestfjarða, sem rekinn er innan vébanda sóknaráætlunar landshlutans og er í umsjá Fjórðungssambands Vestfirðinga. Sjóðurinn tekur við hlutverki Menningarráðs Vestfjarða og Vaxtarsamnings Vestfjarða og veitir styrki til menningarverkefna, atvinnuþróunar og ...
Meira

bb.is | 27.04.15 | 07:544% atvinnuleysi í mars

Mynd með fréttSamkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 190.100 á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaði í mars 2015, sem jafngildir 82% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 182.400 starfandi og 7.700 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 78,6% og hlutfall ...
Meira

bb.is | 25.04.15 | 16:38Víðtæk áhrif á Vestfjörðum

Mynd með fréttFinnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga, segir að verði af verkfalli hjá Starfsgreinasambandinu (SGS) muni það hafa mikil áhrif á Vestfirði, félagsmenn í Verkalýðsfélagi Vestfjarða séu að vinna í grunnstoðum samfélagsins. „Verkfallið mun hafa víðtæk áhrif hér eins og annars staðar á ...
Meira

bb.is | 24.04.15 | 16:452000 tonna viðbót verði nýtt til jöfnunar milli svæða

Mynd með fréttLandssamband smábátaeigenda (LS) hefur ítrekað kröfu sína um auknar strandveiðar á komandi vertíð. Krafa LS er að aflaviðmið verði hækkað um 2000 tonn, fari úr 8.600 tonnum í 10.600 tonn. Í ályktun frá LS segir að aukingin sé afar mikilvæg fyrir ...
Meira

bb.is | 24.04.15 | 14:51Smíði á nýjum Páli hafin

Mynd með fréttSmíði á nýju skipi Hraðfrystihússins-Gunnvarar er hafin, en stálskurðurinn í skipasmíðastöðinni í Kína hófst kl. 10.38 á laugardaginn, 18. apríl. Tímasetningin er engin tilviljun því að Kínverjar telja að tölunni 8 fylgi gæfa, segir á vef Hraðfrystihússins-Gunnvarar. Við þetta tækifæri voru ...
Meira

bb.is | 24.04.15 | 13:01Engan eldislax í Ísafjarðardjúp

Mynd með fréttLandssamband stangveiðifélaga (LS) hefur sent Sigurði Inga Jóhannssyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, áskorun þess efnis að Ísafjarðardjúpi og Eyjafirði verði lokað fyrir eldi á norskum laxi. Áður hafði sambandið sent ráðherra kröfugerð sama efnis. „Þann 24. mars 2015 sendi Landssamband veiðifélaga þér ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli