Frétt

| 29.12.2000 | 10:52Undir aldarlok

Hvað sem líður hátíðahöldum fyrir tæpu ári undir yfirskini aldamóta, var um að ræða forskot á sæluna. Aldamót eru að renna upp eftir nokkra tugi klukkustunda þegar þessi orð eru rituð. Hvers er að minnast frá liðinni öld? Tveggja heimsstyrjalda sem báðar höfðu umtalsverð áhrif á Íslendinga, með mismunandi hætti þó. Fullveldi fékkst í lok hinnar fyrri og Ísland varð lýðveldi þegar hillti undir lok hinnar síðari. Hvor tveggja áfanginn skipti þjóðina ótrúlega miklu. Kreppunnar miklu fyrir seinni heimsstyrjöldina verður minnst, ótrúlegs uppgangs í efnahag almennings einmitt í þessu seinna stórstríði aldarinnar og væntanlega mistaka varðandi stjórn efnahgsmála þjóðarinnar á 5. og 6. áratugnum. Viðreisnar verður minnst á þeim 7. og einkavæðingar á hinum 10. Rýmið skammtar frekari upptalningu.

Fyrir Íslendinga alla verður þó sennilega eftirminnilegast frá líðandi öld að samþjöppun fólks hefur orðið gríðarleg á suðvesturhorni Íslands. Í Reykjavík búa nú um 110 þúsund manns, fleiri en allir Íslendingar voru í upphafi aldarinnar. Þá munu íbúar landsins hafa verið um 77 þúsund en eru nú taldir rétt tæp 283 þúsund samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands. Ásamt næsta nágrenni borgarinnar eru íbúar höfuborgarsvæðisins um 170 þúsund. Tveir þriðju hlutar landsmanna búa þar. Höfuðborgin hýsir um 40% allra íbúa lýðveldisins Íslands. Landsmönnum hefur fjölgað um rúmlega 200 þúsund. Fjölgun hefur orðið að mestu í Reykjavík og nágrenni! Uppruni fólks er orðinn fjölbreyttari.

Fjármagn eltir fólkið og umsvifin eru því mest í Reykjavík. Svo hefur ekki verið alla öldina. Ísafjörður taldist næstfjölmennasti kaupstaður landsins fyrir einni öld. Verslun og viðskipti, að ógleymdri menningu, blómstruðu á Ísafirði. Margt hefur orðið til þess að breyta stöðu landshlutanna og byggða eins og Ísafjarðar. Eitt er aðstæður frá hendi náttúrunnar. Fleira kemur til, skipting pólitíkusa á sameiginlegum lífsgæðum þjóðarinnar. Kvóti í sjávarafla hefur haft einna mestu áhrifin. Líðandi öld færir okkur heim sanninn um áhrifamátt fjármagns, eins og reyndar árþúsundið allt, er senn hverfur í skaut hins liðna. Peningar ráða miklu.

Vestfirðir eiga undir högg að sækja af ýmsum orsökum. Ein sú áhrifaríkasta er breyttar áherslur fólks. Tölur um íbúafjölda og dreifingu hans gefa til kynna að meirihluti íbúanna þekki ekki þann lífsstíl að búa úti á landi. Spáð er hér að það muni breytast á nýrri öld. Okkur er hollt að rifja upp aldamótaboðskap Hannesar Hafsteins, fyrsta íslenska ráðherrans, fyrsta fulltrúa íslensks framkvæmdavalds árið 1904. Þremur árum fyrr fagnaði hann nýrri öld á Ísafirði. Við skulum nú feta í fótspor hans og muna að nýtt ár, ný öld og nýtt árþúsund færir okkur öll þau tækifæri sem við grípum. Eigum okkur bjartsýni á menn og málefni, trú á okkur sjálf.

Lesendur! Þakkir fyrir samfylgd á árinu og öldinni. Gleðilegt nýtt ár.

bb.is | 28.09.16 | 16:50 Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með frétt Ísafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli