Frétt

Einar K. Guðfinnsson | 29.04.2003 | 11:28Færeyska fiskveiðikerfið er framsalskerfi

Einar K. Guðfinnsson alþingismaður.
Einar K. Guðfinnsson alþingismaður.
Gagnstætt því sem margir virðast álíta er fiskveiðistjórnarkerfið í Færeyjum byggt á framsali aflaréttar. Hér á Íslandi er framsal á aflarétti eða kvótum einnig leyfilegt. Í Færeyjum eru þeir ekki með aflakvóta, heldur úthluta þeir útgerðunum tilteknum dagafjölda sem gefur þannig rétt til veiða. Þessa daga geta menn síðan framselt. Flóknara er það nú ekki.
Í rauninni eru dagarnir sem menn fá í Færeyjum ígildi kvóta í þeim skilningi, að það eru þessir dagar sem gefa mönnum rétt til þess að veiða. Aflinn er ekki takmarkaður með tonnum heldur með dögum. Þetta er fyrirkomulag sem við þekkjum úr dagakerfinu okkar, sem við höfum breytt í klukkutímakerfi, eins og við vitum. Þannig var það kerfi eflt og gert manneskjulegra.

Hér fara á eftir upplýsingar um framsalsþátt færeyska fiskveiðistjórnarkerfisins. Fróðlegt er að skoða þetta kerfi nánar vegna þess að einn stjórnmálaflokkur, Frjálslyndi flokkurinn, er með það kerfi sem fyrirmynd að stefnmörkun sinni. Eingöngu verður stuðst við greinar Háskólans á Akureyri, Jóns Kristjánssonar fiskifræðings og Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, varaformanns Frjálslynda flokksins.

Höndla má með sóknardaga á milli skipaflokka

Magnús Þór Hafsteinsson skrifaði grein í Sjómannablaðið Víking, 3. tölublað 2001, 63. árgang. Þar segir hann meðal annars:

„Höndla má með sóknardaga á milli skipaflokka. Meginreglan er að sóknardagar eru þá keyptir eða leigðir allt til tíu ára í senn.“

Í greininni sem er allítarleg ræðir hann síðan um hvernig dagafjöldinn er ákveðinn með pólitískri ákvörðun á þingi Færeyinga, eftir að ráð hafa verið gefin frá fiskifræðingum, sjómönnum og hagsmunaaðilum.

Úrelding til þess að komast inn í kerfið

Í blaðinu Stafnbúa, sem nemendur í Háskólanum á Akureyri gefa út, er sagt frá ferð nemendanna til Færeyja þar sem þeir meðal annars kynntu sér færeyska fiskveiðistjórnarkerfið. Þar er greint frá því hvernig kerfið er lagskipt. 15 tonna bátar og minni eru háðir veiðileyfum og þurfa útgerðarmenn að kaupa úreldingu til þess að komast inn í kerfið. 1.500 bátar hafa slík leyfi, en aðeins tíundi hluti þeirra, 150 bátar, stunda veiðarnar í atvinnuskyni. Dagróðrabátar 15 til 40 tonna hafa 85 daga sem þeir mega veiða á. Dagróðrabátar yfir 40 tonn hafa 98 daga. Netabátar mega bara veiða á afmörkuðum svæðum og veiða aðallega skötusel og grálúðu. Síðan er í greininni nánar rakið hvernig veiðirétti annarra báta er farið. Þess má geta skv. frásögn Stafnbúamanna, að frystitogarar mega bara veiða utan 200 mílna í hinu færeyska fiskveiðikerfi.

Dögunum hefur verið fækkað um 17,5%

Loks skal hér vísað í grein Jóns Kristjánssonar fiskifræðings. Þar er einnig rakið að leyfilegt sé að flytja fiskidaga á milli skipa og ganga þeir kaupum og sölum, eins og Jón orðar það. Síðan segir Jón orðrétt:

„Kerfið er lokað, ekki er hægt að komast inn í það nema kaupa bát. Þá fylgja veiðidagarnir bátnum.“

Ennfremur segir Jón í grein sinni:

„Helsta vandamál sem hrjáir færeyska fiskidagakerfið eru þær deilur sem standa um fjölda fiskidaga. Menn greinir á um sóknina, sumir halda því fram að hún sé þegar of mikil og fari vaxandi. Fremstir í flokki eru fiskifræðingar. Þeir segja að sóknargeta flotans aukist að meðaltali um 3-5% á ári og þess vegna verði að fækka dögum í takt við það. Tillaga kom fram frá færeyskum fiskifræðingum að draga úr sókn og fækka dögum um 25% á þremur árum. Frá því að kerfið var sett á hefur dögum verið fækkað um 17,5% og finnst mörgum að þar sé komið nóg. Þar fara fremstir í flokki forsvarsmenn sjómannasamtakanna og halda því fram að frekari fækkun daga muni eyðileggja kerfið.“

Einar K. Guðfinnsson

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli