Frétt

Leiðari 51.tbl. 2000 | 22.12.2000 | 14:52Bænin má aldrei bresta þig

Bænin má aldrei bresta þig,
búin er freisting ýmislig.
Þá líf og sál er lúð og þjáð,
lykill er hún að Drottins náð. (H.P.)


Af deilum hinnar Guðs útvöldu þjóðar við granna sína gæti maður freistast til að trúa þeirri fullyrðingu, að bænakvak dygði skammt í utanríkismálum. Fátt bendir til að endir skálmaldarinnar á slóðum Meistarans frá Nasaret sé í sjónmáli þrátt fyrir að leiðtogar annarra landa hafi lagt sig í líma við að koma á sáttum. Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn. Kærleiksblómin spretta ekki lengur í vegköntum. Skröltandi bryndrekar sjá fyrir því.

Oft er látið að því liggja, að bænahjal sé ekki karlmanna utan þeirra er hafa af því atvinnu. Bænir séu ætlaðar konum þegar á bjátar og börnum fyrir svefninn. Karlmenn treysti frekar á mátt sinn og megin, það sem sýnilegt og áþreifanlegt er.

Sjómenn fyrri tíma ýttu aldrei svo úr vör að áhöfnin signdi sig ekki og farið væri með sjóferðabæn. Menn vissu að hættan leyndist á hafinu og fólu sig forsjóninni á vald. Þeir vissu sem var að máttur þeirra og megin mátti sín lítils gegn höfuðskepnunum.

„En þótt tækjum sé breytt / þá er eðlið samt eitt“. Líklega eru sjómenn ein trúaðasta stétt samfélagsins. Og skyldi engan undra. Oftar en aðrir standa þeir frammi fyrir mikilli vá, við dauðans dyr, ef svo má orða.

Í nýútkominni bók, „Bænir karla“, tjá nokkrir þjóðþekktir menn sig um þátt bænarinnar í daglegu lífi þeirra. Þar opinberast að karlmenn hafa ekki síður trúarþörf en konur og börn. Þarna eru á ferð menn úr ýmsum stéttum þjóðfélagsins sem sinna margvíslegum störfum, menn sem hafa alist upp við ólík kjör og aðstæður en eiga það sameiginlegt að leita til bænarinnar í amstri hversdagsins. Það kemur nefnilega alltaf á daginn að þegar eitthvað fer úrskeiðis, þegar svartnættið eitt virðist framundan, þegar hörmungar og slys ber að höndum, þá er ekki spurt um „karlmennsku“ né um „mátt sinn og megin“. Þá verður maðurinn svo ósköp lítill og vanmáttugur, leitar í bænina og finnur að „lykill er hún að Drottins náð“.

Bæjarins besta sendir lesendum sínum nær og fjær, svo og öllum öðrum landsmönnum, bestu kveðjur. Megi jólin færa ykkur innri frið og fögnuð.
s.h.


bb.is | 29.09.16 | 09:58 Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með frétt Sumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli