Frétt

| 18.12.2000 | 14:31Tveggja ára þróunarvinna að baki

Hálfdán Óskarsson samlagsstjóri hjá Mjólkursamlagi Ísfirðinga með Primus.
Hálfdán Óskarsson samlagsstjóri hjá Mjólkursamlagi Ísfirðinga með Primus.
Próteindrykkurinn Primus, sem Mjólkursamlag Ísfirðinga hefur þróað undanfarin tvö ár, er að koma á markað síðar í þessari viku. Primus er fyrst og fremst ætlaður fólki sem stundar reglubundnar líkamsæfingar og vill halda sér í góðu formi. Drykkurinn er þróaður með það að leiðarljósi að vera góð viðbót við daglegan kost íþróttamannsins og getur komið í stað stakrar máltíðar.
Primus er mjólkurdrykkur sem inniheldur hátt hlutfall próteina. Í hverjum skammti eru 26 g af próteinum sem að stórum hluta eru mysuprótein. Einnig inniheldur Primus hátt hlutfall af vítamínum og steinefnum og er auk þess mjög trefja- og kalkríkur. Drykkurinn er fáanlegur með þremur bragðtegundum: Súkkulaði, jarðarberja og vanillu.

Mjólkursamlag Ísfirðinga hefur í tæp tvö ár unnið að þróun drykkjarins í samvinnu við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og Iðntæknistofnun. Fríða Rún Þórðardóttir, næringarráðgjafi, næringarfræðingur og einkaþjálfari, var ráðgjafi Mjólkursamlagsins við undirbúning og þróun á Primus. Það er Mjólkursamsalan sem sér um dreifingu.

Primus er eini próteindrykkurinn sem er framleiddur hér á landi. Próteindrykkir eru aðallega fluttir inn í duftformi og á síðasta ári nam innflutningur á slíku dufti um 180 tonnum. Sérstaða Primus felst í því að hann er kælivara, tilbúinn til drykkjar og hann þarf ekki að blanda út með vatni

Nafnið á drykknum skýrir framleiðandinn með þessu hætti: Orðið primus er latína og þýðir „sá fyrsti“. Þetta orð er einnig notað um eldunartæki og hefur í því sambandi tilvísun í útiveru, orku og brennslu. Umbúðirnar taka mið af þessari tilvísun. Silfraður litur þeirra og lögun minna á flöskur sem notaðar eru undir eldsneyti á prímusa.

Drykkurinn Primus kemur á markað á svæði Mjólkursamlags Ísfirðinga síðar í þessari viku. Strax í janúar verður hann kominn í almenna dreifingu um land allt.

bb.is | 26.09.16 | 16:52 Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með frétt Vilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 14:56Reisa þrjú hús í vetur

Mynd með fréttÍ dag var greint frá að Húsasmiðjan reisir nýtt verslunarhús á Ísafirði og sjá Vestfirskir verktakar ehf. um byggingu hússins. Vestfirskir verktakar eru með fleiri járn í eldinum og eru nú að reisa tvær skemmur á Mávagarði. „Skemmurnar seldust eins og ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 13:23Vott og vindasamt á gangnafólk

Mynd með fréttÞað er ekki hægt að segja annað en heilt yfir hafi veðrið leikið við Vestfirðinga það sem af er árinu 2016. Veturinn var mildur, vorið fallegt og sumarið gott. Haustið fram til þessa hefur sýnt sína fegurstu ásjónu og einnig látið ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 11:48Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með fréttHúsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:37Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með fréttDr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:02Lilja Rafney sigraði í prófkjörinu

Mynd með fréttÚrslit úr prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Norðvesturkjördæmi lágu fyrir í gær. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri, sigraði í prófkjörinu og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður frá Sauðárkróki, varð í öðru sæti. Bjarni sóttist eftir fyrsta sæti líkt og Lilja ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 07:34Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með fréttFlateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli