Frétt

Kreml.is - Svanborg Sigmarsdóttir | 06.04.2003 | 13:34Heildstæðar efnahagsstefnur

Eins og hefur verið vel auglýst eru miklar framkvæmdir fyrirhugaðar á næstu árum sem mun efla hagkerfi landsins og vera undistaða þeirra miklu skattalækkana sem stjórnarflokkarnir eru að lofa? En einnig eru að heyrast varnaðarorð – frá innlendum sem erlendum hagfræðingum að þessi mikla þensla auk skattalækkana þýði að erfiðar ákvarðanir séu framundan um niðurskurð í ríkisútgjöldum.
Hagvaxtarspá Seðlabankans gerir ráð fyrir 5-6% hagvexti á árunum 2005-2006 þegar framkvæmdir verða í hámarki, ef næsta ríkisstjórn mun ekki bregðast við vaxandi þenslu. Samkvæmt sömu spá mun þessi hagvöxtur þó ekki vara lengi, því fyrir árin 2007-2010 er spáð neikvæðum hagvexti, eða samdrætti upp á rúm 4%. Þegar uppbyggingunni lýkur mun þarnæsta ríkisstjórn því þurfa að glíma við mjög erfiðar efnahagsaðstæður, sérstaklega ef okkar næsta ríkisstjórn mun ekki halda rétt á spilunum. Því er nauðsynlegt fyrir alla stjórnmálaflokka sem vilja láta taka sig alvarlega í efnahagsmálum að útlista fyrir kjósendum hvað þeir munu gera á næsta kjörtímabili til að koma í veg fyrir þennan mikla fyrirsjáanlega samdrátt. Nú nægir ekki að hugsa í kjörtímabilum.

Þó svo hagvaxtarspá upp á 5-6% hljómi vel, verður svo komið að ríkisstjórnin þurfi að glíma við eftirspurnarþenslu. Ef ekki kemur til einhverra mótvægisaðgerða ríkisstjórnarinnar og gengisaðlögunnar spáir Seðlabankinn því að stýrivextir muni hækka í tveggja stafa tölu en jafnvel með aðstoð ríkisins gætu stýrivextir orðið 7-8%. Stýrivextir eru nú 5.3% og því ljóst að vextir hér á landi geta hækkað gífurlega á komandi árum. Verðbólguspá Seðlabankans hljómar ekki betur. Án aðgerða ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að verðbólgan fari hér aftur í tveggja stafa tölu sem er langt út fyrir tveggja og hálfs prósentu verðbólgumarkmið Seðlabankans.

Hækkandi stýrivextir, hærri verðbólga auk þess að gengið mun hækka enn fremur á komandi árum er áhyggjuefni margra saka vegna og dregur aðeins úr þeirri ánægjulegu spá sem hagvaxtarspáin ein og sér segir til um.

Fyrir heimilin í landinu getur þetta þýtt hærri skuldir, kaupmáttarrýrnun nema á móti koma launahækkanir sem sem aftur á móti gæti reynst fyrirtækjum landsins erfitt. Eins og fram hefur komið gæti þetta þýtt veruleg vandræði fyrir útflutningsfyrirtæki og ferðaþjónustuna og þá sérstaklega vegna gengishækkana. „Ruðningsáhrifin“ af væntanlegum framkvæmdum getur orðið slík að fyrirtæki í útflutningi og ferðaþjónustu færu á hausinn - fyrirtæki sem búið er að reyna að efla á undanförnum árum því þau áttu að vera einn af máttarstólpum íslensks efnahagslífs.

Til þess að vega á móti þessum hugsanlegum áhrifum þenslunar er ýmislegt sem komandi ríkisstjórn getur gert, svo sem að draga úr opinberum framkvæmdum í hátoppi þenslutímabilsins, það er hægt að hækka skatta eða jafnvel stórauka hlutdeild erlends vinnuafls og verktaka.

Það er því ekki nóg að fá bara að heyra góðu loforðin - skattalækkanir, skattalækkanir og aftur skattlækkanir. Það þarf líka að kynna aðgerðaráætlanir flokkana þegar kemur að erfiðu ákvörðunum. Verða „skattalækkanir“ bara skattatilfærslur? Hvar á að skera niður í opinberum framkvæmdum? Hvernig á að koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot þeirra fyrirtækja sem tapa mest á háu gengi, fyrirtækja sem við getum þurft á að halda þegar samdrátturinn verður 2007-2010?

Ég hef mikla trú á íslenskum kjósendum - þeir eru fullorðið fólk sem þarf að geta metið allt það sem stjórnmálaflokkarnir ætla að gera á komandi kjörtímabili - ekki bara það sem hljómar best.

– Svanborg Sigmarsdóttir.

Vefritið Kreml

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli