Frétt

bb.is | 24.11.2016 | 16:51Vill byggja raðhús í Tunguhverfi


Einar Birkir Sveinbjörnsson, húsasmíðameistari og byggingafræðingur hyggst ráðast í byggingu nýrra raðhúsa við í Tunguhverfi á Ísafirði og vonast hann til að geta hafist handa við verkefnið næsta sumar. Hvert hús verður 120 fermetrar að stærð og er það með bílskúr. Einar sótti fyrst um fimm lóðir við Birkilund 2-10 þann 10. október síðastliðinn og var tekið jákvætt í erindi hans af hálfu umhverfis- og skipulagsnefndar Ísafjarðarbæjar, en í áframhaldandi vinnu við erindið kom í ljós að Ísafjarðarbær hafði deiliskipulagt inn á erfðafestuland Jóhans Péturs Ragnarssonar ábúanda í Efri-Tungu. Málið hafði áður komið á borð bæjaryfirvalda árið 2006 og var þá gert samkomulag um notkun lóða 2-8. Einari var tjáð að lóðin við Birkilund 10 stæði ekki til boða og sótti hann í framhaldi um þær lóðir sem í boði voru.

Í minnisblaði Axels Rodriguez Överby, skipulags- og byggingarfulltrúi Ísafjarðarbæjar, kemur fram að erindið hafi svo verið tekið fyrir á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar þann 26.október og þá komið fram í umræðum að óhentugt væri að byggja fjögur raðhús þegar það væru fimm lóðir til staðar. Væri farið af stað með fjögur hús núna væri ólíklegt að það fimmta myndi nokkurn tíma rísa. Í framhaldinu var rætt við Jóhann Pétur um landið, en án árangurs. Á fundi nefndarinnar í gær var málið tekið fyrir að nýju, og þá rædd umsóknin um lóðirnar fjórar. Var afgreiðslu málsins frestað og tæknideild falið að vinna málið frekar.

Axel segir vinnuna nú snúa að breytingum á gildandi deiliskipulagi með tilliti til þess hvernig göturnar sem ná inn á erfðafestulandið snúa, en nú liggja þær í frá austri til vesturs og þar af leiðandi bjóða margar lóðanna ekki upp á möguleika að vera með sólpall í átt að suðri. Segir hann nú til skoðunar þann möguleika að snúa götum þannig þau vísi frá norðri til suðurs eins og er með raðhúsin í Hafraholti. Með því móti segir hann að allar lóðir nýtist til fulls og ekki sé gengið inn á þinglýstan lóðarrétt Jóhanns Péturs. Samkvæmt þeim breytingum munu þá göturnar Furulundur og Birkilundur liggja samsíða Tungubraut.

Einar Birkir segir afar mikilvægt að bygging nýs íbúðarhúsnæðis á Ísafirði strandi ekki á bæjaryfirvöldum og segist hann treysta því að þar verði fundin lausn á málinu fljótt, þar sem bærinn þurfi í framhaldi að byggja upp undir hin nýju hús. Axel segir að lokinni undirbúningsvinnu ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að málin geti gengið fljótt fyrir sig þar sem til að mynda sé stutt í allar lagnir; frárennsli og neysluvatn.

Ekki hefur mikið farið fyrir byggingu íbúðarhúsnæðis á norðanverðum Vestfjörðum um árabil og segir Einar ekkert þýða að vera í volæði og segja ekki hægt að byggja nýtt íbúðarhúsnæði til sölu á frjálsum markaði. Segir hann því mikilvægt að fólk taki málin í sínar hendur og þori í framkvæmdir, ekki sé hægt að bíða þess að einhverjir aðrir geri það. Einar leggur upp með að selja eignirnar áður en húsin verða smíðuð og segir stöðugt verið að leita leiða til að lækka byggingarkostnað og segir raunhæft að áætla að söluverð húsanna verði á bilinu 30-35 milljónir.annska@bb.isbb.is | 08.12.16 | 14:50 „Ég var alltaf kúreki“

Mynd með frétt Í nýjasta tölublaði Bæjarins besta sem borið er í hús í dag er spjallað við þúsundþjalasmiðinn Þröst Jóhannesson um nýútkomna bók hans Bjalla og bæjarstjórinn sem gat ekki flogið. Bókin er önnur barnabók Þrastar en hann hafði áður sent frá sér ...
Meira

bb.is | 08.12.16 | 12:43Uppsagnir hjá Kampa á Ísafirði og Bolungarvík

Mynd með fréttRækjuvinnslan Kampi á Ísafirði hefur sagt upp sjö starfsmönnum fyrirtækisins. Hjá fyrirtækinu starfa um 40 manns og er fyrirtækið með starfstöðvar bæði í Bolungarvík og á Ísafirði. Einum var sagt upp í Bolungarvík og sex á Ísafirði. Albert Haraldsson, rekstrarstjóri Kampa, ...
Meira

bb.is | 08.12.16 | 10:59Bókakvöld á Bryggjukaffi

Mynd með fréttÞað er ekki ofsögum sagt að hér á landi búi bókaþjóð og ansi margt sem verpist um þá iðju að skrifa bækur og lesa þær og má nú segja að sé háannatími á hjá báðum hópum. Rithöfundar flengjast um allar koppagrundir ...
Meira

bb.is | 08.12.16 | 09:44Vilja byggja Skíðheima upp á vistvænan hátt

Mynd með fréttÁ aðalfundi Stofnunar Rögnvaldar Ólafssonar næstkomandi mánudag fer fram kynning á nýútkominni bók Björns G. Björnssonar sem ber heitið „Fyrsti arkitektinn“ og fjallar um ævi og störf Rögnvaldar Á. Ólafssonar. Einnig mun Jóna Símonía Bjarnadóttir sagnfræðingur segja frá bókinni „Af norskum ...
Meira

bb.is | 08.12.16 | 09:05Kallað eftir erindum á ráðstefnu um skemmtiferðaskip

Mynd með fréttHáskólasetur Vestfjarða undirbýr nú ráðstefnu sem haldin verður í Edinborgarhúsinu á Ísafirði dagana 3.-4. apríl 2017 undir yfirskriftinni „Hvert stefnum við í móttöku skemmtiferðaskipa á Íslandi?“ Leitast verður við að varpa ljósi á þróun þessarar ört vaxandi greinar ferðaþjónustunnar hér á ...
Meira

bb.is | 08.12.16 | 07:37Óska eftir athugasemdum við reglur um úthlutun byggðakvóta

Mynd með fréttÍ fréttatilkynningu frá Ísafjarðarbæ kemur fram að sveitarfélagið óski eftir athugasemdum við setningu sérstakra reglna Ísafjarðarbæjar um úthlutun byggðakvóta veiðiárið 2016/2017. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið ákvað að til Ísafjarðarbæjar verði úthlutað 734 tonnum af byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2016/2017. Af þeim úthlutaða kvóta ...
Meira

bb.is | 07.12.16 | 16:53Óður og Flexa vöktu mikla gleði

Mynd með fréttÞað var þéttsetinn bekkurinn í Edinborgarsal í morgun er nemendur af yngsta stigi grunnskólanna í Súðavík, Bolungarvík, á Þingeyri, Flateyri og Suðureyri komu þangað til að verða vitni að þeim Óði, Flexu og fleiri skondnum karakterum í dansverkinu „Óður og Flexa ...
Meira

bb.is | 07.12.16 | 15:35Segir niðurskurðinn aðför að vestfirsku samfélagi

Mynd með fréttAðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga, segir í samtali við Ríkisútvarpið að niðurskurður á fjármagni til undirbúnings Dýrafjarðarganga sé aðför að samfélögum og atvinnulífi vestra. Sambandið undrist vinnubrögð fjármála- og efnahagsráðuneytisins og krefjist leiðréttingar á þessari ákvörðun. Í samgönguáætlun er gert ráð ...
Meira

bb.is | 07.12.16 | 14:01Það hlustar auðvitað ekki nokkur heilvita maður á svona rugl tillögu!

Mynd með fréttEinar K. Guðfinnsson fyrrverandi alþingsmaður talar skýrt og skorinort við bb.is um fyrirlögð fjárlög sem virðast slá Dýrafjarðargöng út af borðinu á næsta ári. „Það hlustar auðvitað ekki nokkur heilvita maður á svona rugl tillögu, það er fullkomin pólitísk samstaða allra ...
Meira

bb.is | 07.12.16 | 13:22Svæðisbundinn stuðningur við sauðfjárrækt endurskilgreindur

Mynd með fréttÍ tilkynningu frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu kemur fram að svæðisbundinn stuðningur við sauðfjárrækt verði endurskilgreindur. Þetta er gert í samræmi við ný búvörulög og var Byggðastofnun falið að útfæra svæðisbundinn stuðning með einfaldari og skýrari hætti á þeim landsvæðum sem háðust ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli