Frétt

bb.is | 23.11.2016 | 16:50Halda styrktar- og afmælistónleika fyrir Birki Snæ

Birkir Snær með stóru systur sinni Sigrúnu Þóreyju
Birkir Snær með stóru systur sinni Sigrúnu Þóreyju


Þann 7.desember verða haldnir styrktar- og afmælistónleikar Birkis Snæs Þórissonar í Félagsheimilinu í Bolungarvík. Birkir hefur átt við mikil veikindi að stríða sína stuttu ævi, en hann fagnar einmitt eins árs afmæli sama dag og skemmtunin fer fram. Birkir Snær greindist í maímánuði með LCH, sem er afar sjaldgæfur frumusjúkdómur sem er oftast skilgreindur sem krabbamein. Til marks um sjaldgæfi sjúkdómsins þá eru komin um 10 ár síðan að ungbarn greindist síðast með sjúkdóminn hér á landi. Birkir Snær er sonur Þóris Guðmundssonar og Guðrúnar Kristínar Bjarnadóttur.

Þegar við í júnímánuði töluðum við Þóri  föður Birkis, hafði sjúkdómurinn greinst í húð og hefði hann átt að vera að klára meðferð nú í nóvember, en í septembermánuði greindist Birkir einnig með mein í lungum, sem Þórir segir að hafi verið mikið áfall fyrir fjölskylduna, sem batt vonir við að næstu fréttir þegar svo langt var liðið á lyfjameðferð, yrðu að hann væri laus við meinið.

Við tók við áframhaldandi lyfjameðferð, sem breyttist töluvert og fær hann nú tvö lyf, annað lyfið einu sinni í gjöf og hitt 4 sinnum. Birkir fer til Reykjavíkur í lyfjagjöf á þriggja vikna fresti og er þá fjölskyldan í borginni í 5 daga í senn, áætlað er að lyfjagjöfin taki ár. Lyfjagjöfin tekur mikið á litla kroppinn og verður Birkir mjög slappur á meðan að á henni stendur. Ekki er vitað hvað veldur LCH, eða Langerhans cell histiocytosis, en sjúkdómnum valda frumur sem fara úr beinum líkamans og valda bólgum og svo meini.

Birkir Snær hefur einnig glímt við nýrnabakflæði og í októberlok fór hann í aðgerð vegna þess. Aðgerðin gekk mjög vel en viku síðar varð Birkir mjög veikur og kom þá í ljós að miklar bólgur voru komnar þar sem nýrnaleiðarinn var tengdur í þvagblöðruna sem olli því að hann gat ekki losað neitt úr safnkerfi annars nýrans. Hann fór því í aðra aðgerð þar sem var tengdur þvagleggur beint út úr nýranu og fékk hann þvagpoka sem hann nú ber utan á sér, sem Þórir segir að hafi minnkað vanlíðanina hjá drengnum mikið.

Vegna þessara veikinda gat Birkir ekki klárað síðustu lyfjagjöf en í næstu viku á hann að fara aftur í lyfjagjöf og sneiðmynd þar sem athugað verður hvort að breyting sè á sjúkdómnum og segir Þórir þau bindi vonir við að vöxturinn í lungunum hafi stöðvast.

Á skemmtikvöldinu í Bolungarvík geta gestir lagt fram frjáls fjárframlög til að létta undir með fjölskyldunni í þessari erfiðu glímu. Einnig verður þar uppboð á munum þar sem meðal annars verður boðin upp árituð handboltatreyja frá einum helsta handboltakappa sem Ísland hefur átt – Ólafi Stefánssyni. Einnig verður boðið upp málverk sem málað verður á staðnum á meðan á skemmtuninni stendur. Þar verða einnig tónlistaratriði og fleira til gamans gert. Ef einhverjir eru áhugasamir um að koma fram á kvöldinu og þannig leggja söfnuninni lið, geta viðkomandi sett sig í samband við Benna Sig í síma 690-2303 eða Björgvin Bjarnason í síma 844-0179.

Skemmtikvöldið verður sem áður segir miðvikudaginn 7. des og hefst það klukkan 20. Verndarar verkefnisins og fjárhaldsmenn eru þeir Hlynur Snorrason og Skúli Berg. Fyrir þá sem ekki eiga heimangengt og langar að styðja við bakið á fjölskyldunni, má leggja söfnuninni lið á bankareikningi: 0556-26-100088 Kt.250388-2339

annska@bb.isbb.is | 02.12.16 | 16:50 Vilja gefa Töniu og fjölskyldu góða jólagjöf

Mynd með frétt Stöllurnar Kolbrún Fjóla Arnarsdóttir og Karen Gísladóttir standa fyrir liðakeppni undir yfirskriftinni „Gerum gagn“ í Stúdíó Dan á Ísafirði þann 10. desember næstkomandi. Keppnin er bæði til gamans gerð, jafnframt því sem hún er fjáröflun fyrir Töniu Ciulwik og fjölskyldu hennar. ...
Meira

bb.is | 02.12.16 | 15:48Feita mamma frumsýnd í G.Í.

Mynd með fréttNemendur á efsta stigi við Grunnskólann á Ísafirði frumsýna í dag leikritið Feita mamma eftir Auði Jónsdóttur á fullveldisfagnaði 10.bekkjar. Sýningin í dag verður fyrir nemendur í 8.10.bekk G.Í. og nágrannaskóla og eftir sýninguna verður slegið upp balli í skólanum. Á ...
Meira

bb.is | 02.12.16 | 13:23Jólaljósin tendruð á Ísafirði og Suðureyri

Mynd með fréttÁ sunnudag er annað dagur aðventu og eru nú þegnar þessa lands teknir til við að koma sér í jólagírinn með ýmsu móti, jafnframt því sem hátíðarundirbúningur er hafinn á mörgum heimilum. Tendrun ljósa á jólatrjám í flestum byggðum bólum er ...
Meira

bb.is | 02.12.16 | 11:50Íhuguðu að sniðganga tendrun jólaljósanna

Mynd með fréttKennarar við Tónlistarskólann á Ísafirði sýndu á fundi sínum á mánudag eindreginn vilja til að koma ekki að tendrun jólaljósanna á Silfurtorgi með nokkrum hætti, en Lúðrasveit skólans og barnakór hafa í gegnum tíðina glatt bæjarbúa með tónlistarflutningi sínum við þetta ...
Meira

bb.is | 02.12.16 | 09:37Segir hótanir um brottrekstur færast í vöxt

Mynd með fréttÁ nýafstöðnu þingi Sjómannasambandsins skoraði sambandið á íslenska útgerðarmenn að bæta samskipti sín við sjómenn. Í ályktun þingsins segir að vantraust hafi farið vaxandi milli sjómanna og útgerðarmanna síðustu misserin, að í sumum tilfellum sé um algjöran trúnaðarbrest að ræða. Eins ...
Meira

bb.is | 02.12.16 | 09:01OV auglýsir samfélagsstyrki

Mynd með fréttOrkubú Vestfjarða auglýsir eftir umsóknum um samfélagsstyrki 2016, en úthlutun samfélagsstyrkja er árlegur viðburður hjá fyrirtækinu. Við styrkúthlutun er leitast við að styrkja verkefni vítt og breitt um Vestfirði og miðað við að einstakar styrkveitingar geti verið á bilinu 50.000 til ...
Meira

bb.is | 02.12.16 | 07:45Netverslun hefur áhrif á jólaverslun á Ísafirði

Mynd með fréttÍ fréttum Ríkisútvarpsins á dögunum var fjallað um netverslun á Íslandi og kom þar fram að fleiri virðist ætla gera jólainnkaupin á netinu en áður. Í spá Rannsóknarseturs verslunarinnar um jólaverslunina í ár segir að líklegt verði að meira verði um ...
Meira

bb.is | 01.12.16 | 16:50Öll miðasala af heimaleik Vestra til Birkis Snæs

Mynd með fréttMeistaraflokkur Vestra í körfubolta tekur á móti FSu á Jakanum á morgun föstudaginn 2. desember klukkan 20. Öll miðasala rennur til Birkis Snæs Þórissonar sem hefur glímt við erfið veikindi en fagnar eins árs afmæli sínu þann 7. desember næstkomandi. Birkir ...
Meira

bb.is | 01.12.16 | 15:50Hefur lifað ótrúlegar breytingar

Mynd með fréttÍ nýjasta tölublaði Bæjarins Besta er talað við Engilbert S. Ingvarsson, sem var lengst af bóndi á Tirðilmýri við Ísafjarðardjúp. Engilbert er fæddur árið 1927 og bjó stóran hluta lífs síns við Ísafjarðardjúp, fyrst sem barn og síðar meir sem bóndi. ...
Meira

bb.is | 01.12.16 | 13:53Skólamál á Flateyri í samráðsferli

Mynd með fréttBæjarfulltrúar Ísafjarðarbæjar hafa ákveðið að sameina ekki leik- og grunnskólastig Flateyrar án samráðs við íbúa. Forseti bæjarstjórnar segir það hafa verið mistök að hefja ekki samráð við íbúa fyrr. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpins. Frá því hefur verið greint á ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli