Frétt

bb.is | 22.11.2016 | 11:46Íbúar Flateyrar gagnrýna sameiningu

Grænigarður á Flateyri
Grænigarður á Flateyri
Fjölmennur íbúafundur var haldinn í Samkomuhúsi Flateyrar í gærkvöldi, mánudag. Tilefni fundarins var ákvörðun Ísafjarðarbæjar að sameina leik- og grunnskólann á Flateyri undir eitt þak í húsnæði Grunnskóla Önundarfjarðar. Foreldrum leik- og grunnskólabarna barst í síðustu viku bréf frá bæjaryfirvöldum þar sem þeim var tilkynnt um breytingarnar.

„Fundurinn gagnrýnir harðlega þá ákvörðun Ísafjarðarbæjar að sameina grunn- og leikskóla Flateyrar undir einu þaki í húsnæði Grunnskóla Önundarfjarðar.
Ennfremur mótmæla íbúar þeim ásetningi að selja Grænagarð, gjöf Færeyinga til Flateyrar eftir snjóflóðið 1995,“ segir í ályktun frá fundi gærkvöldsins.

Foreldrar á Flateyri eru ósáttir við vinnubrögð, en þeir segja að breytingarnar hafi ekki verið gerðar í samráði við íbúa, heldur þeim einfaldlega tilkynnt um fyrirhugaðar breytingar. „Á fundi sem foreldrar leikskólabarna kölluðu eftir síðastliðið vor fullyrti Gísli Halldórsson, bæjarstjóri, í viðurvist Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, að ekki stæði til að sameina skólana undir eitt þak, málið væri ekki á dagskrá og engar ákvarðanir í þessa veru yrðu teknar nema með samþykki foreldra. Föstudaginn 18. nóvember fengu foreldrar svo tölvupóst þar sem sameiningin var tilkynnt. Um tveimur tímum síðar kom fréttatilkynning um málið í Ríkisútvarpinu. Hverfaráð Flateyrar hafði ekki fengið neinar upplýsingar um málið áður en ákvörðunin var tekin á lokuðum fundi,“ segir ennfremur í tilkynningu frá fundinum.

Fram kemur í gögnum Fræðslunefndar að það sé faglegt mat að að sameining undir eitt þak sé skólastarfi fyrir bestu. Fundurinn dregur þau faglegu rök mjög í efa: „Fundurinn dregur mjög í efa þau faglegu rök sem lögð eru ákvörðuninni til grundvallar, en lögð hefur verið áhersla á það af hálfu Ísafjarðar í allri umræðu um málið að ekki sé um sparnaðaraðgerð að ræða heldur eflingu skólastarfs á Flateyri.“

Ályktunin hefur verið send til Bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.

Hér má lesa ályktunina í heild sinni.

brynja@bb.is


bb.is | 08.12.16 | 15:48 Krefjast þess að Alþingi standi við göngin

Mynd með frétt Samtök atvinnurekenda á sunnanverðum Vestfjörðum, SASV, krefjast þess að Alþingi geri nauðsynlegar breytingar á fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017 og tryggi nauðsynlegt fjármagn svo halda megi þeirri áætlun sem ákveðin hafði verið um opnun tilboða í Dýrafjarðargöng í janúar næstkomandi. Þetta ...
Meira

bb.is | 08.12.16 | 14:50„Ég var alltaf kúreki“

Mynd með fréttÍ nýjasta tölublaði Bæjarins besta sem borið er í hús í dag er spjallað við þúsundþjalasmiðinn Þröst Jóhannesson um nýútkomna bók hans Bjalla og bæjarstjórinn sem gat ekki flogið. Bókin er önnur barnabók Þrastar en hann hafði áður sent frá sér ...
Meira

bb.is | 08.12.16 | 12:43Uppsagnir hjá Kampa á Ísafirði og Bolungarvík

Mynd með fréttRækjuvinnslan Kampi á Ísafirði hefur sagt upp sjö starfsmönnum fyrirtækisins. Hjá fyrirtækinu starfa um 40 manns og er fyrirtækið með starfstöðvar bæði í Bolungarvík og á Ísafirði. Einum var sagt upp í Bolungarvík og sex á Ísafirði. Albert Haraldsson, rekstrarstjóri Kampa, ...
Meira

bb.is | 08.12.16 | 10:59Bókakvöld á Bryggjukaffi

Mynd með fréttÞað er ekki ofsögum sagt að hér á landi búi bókaþjóð og ansi margt sem verpist um þá iðju að skrifa bækur og lesa þær og má nú segja að sé háannatími á hjá báðum hópum. Rithöfundar flengjast um allar koppagrundir ...
Meira

bb.is | 08.12.16 | 09:44Vilja byggja Skíðheima upp á vistvænan hátt

Mynd með fréttÁ aðalfundi Stofnunar Rögnvaldar Ólafssonar næstkomandi mánudag fer fram kynning á nýútkominni bók Björns G. Björnssonar sem ber heitið „Fyrsti arkitektinn“ og fjallar um ævi og störf Rögnvaldar Á. Ólafssonar. Einnig mun Jóna Símonía Bjarnadóttir sagnfræðingur segja frá bókinni „Af norskum ...
Meira

bb.is | 08.12.16 | 09:05Kallað eftir erindum á ráðstefnu um skemmtiferðaskip

Mynd með fréttHáskólasetur Vestfjarða undirbýr nú ráðstefnu sem haldin verður í Edinborgarhúsinu á Ísafirði dagana 3.-4. apríl 2017 undir yfirskriftinni „Hvert stefnum við í móttöku skemmtiferðaskipa á Íslandi?“ Leitast verður við að varpa ljósi á þróun þessarar ört vaxandi greinar ferðaþjónustunnar hér á ...
Meira

bb.is | 08.12.16 | 07:37Óska eftir athugasemdum við reglur um úthlutun byggðakvóta

Mynd með fréttÍ fréttatilkynningu frá Ísafjarðarbæ kemur fram að sveitarfélagið óski eftir athugasemdum við setningu sérstakra reglna Ísafjarðarbæjar um úthlutun byggðakvóta veiðiárið 2016/2017. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið ákvað að til Ísafjarðarbæjar verði úthlutað 734 tonnum af byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2016/2017. Af þeim úthlutaða kvóta ...
Meira

bb.is | 07.12.16 | 16:53Óður og Flexa vöktu mikla gleði

Mynd með fréttÞað var þéttsetinn bekkurinn í Edinborgarsal í morgun er nemendur af yngsta stigi grunnskólanna í Súðavík, Bolungarvík, á Þingeyri, Flateyri og Suðureyri komu þangað til að verða vitni að þeim Óði, Flexu og fleiri skondnum karakterum í dansverkinu „Óður og Flexa ...
Meira

bb.is | 07.12.16 | 15:35Segir niðurskurðinn aðför að vestfirsku samfélagi

Mynd með fréttAðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga, segir í samtali við Ríkisútvarpið að niðurskurður á fjármagni til undirbúnings Dýrafjarðarganga sé aðför að samfélögum og atvinnulífi vestra. Sambandið undrist vinnubrögð fjármála- og efnahagsráðuneytisins og krefjist leiðréttingar á þessari ákvörðun. Í samgönguáætlun er gert ráð ...
Meira

bb.is | 07.12.16 | 14:01Það hlustar auðvitað ekki nokkur heilvita maður á svona rugl tillögu!

Mynd með fréttEinar K. Guðfinnsson fyrrverandi alþingsmaður talar skýrt og skorinort við bb.is um fyrirlögð fjárlög sem virðast slá Dýrafjarðargöng út af borðinu á næsta ári. „Það hlustar auðvitað ekki nokkur heilvita maður á svona rugl tillögu, það er fullkomin pólitísk samstaða allra ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli