Frétt

bb.is | 18.11.2016 | 11:48Þjónustunni ætlað að þróast í samræmi við þarfir og notkun íbúanna


Í vikunni bárust þær fréttir að Ríkisstjórn Íslands hefði samþykkt að veita fé í til uppbyggingar á þjónustumiðstöð á Þingeyri. En um er að ræða þróunarverkefni um samfélagsmiðstöð eða þjónustukjarna, sem verið hefur í bígerð frá því um mitt ár 2015. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir hugmyndina þá að í miðstöðinni geti íbúar og gestir á Þingeyri sótt sér aðstoð og þjónustu í ýmsum daglegum verkefnum, svo sem aðstoð í rafrænum samskiptum á opinberum netsíðum, útprentunarþjónustu og skammtímavinnuaðstöðu. Einnig geti fólk átt þarna stað til að koma saman og hittast og er þjónustunni ætlað að þróast í samræmi við þarfir og notkun íbúanna.

„Ætlunin er að finna leið til að smærri þorpum allstaðar á landinu verði bættur sá þjónustuskortur sem algengur er á Íslandi í dag. Það er einlægur vilji Ísafjarðarbæjar og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, sem upphaflega fóru af stað með þetta verkefni, að niðurstaðan verði lausn sem getur verið fyrirmynd lausna fyrir staði sem standa frammi fyrir sambærilegum vanda um allt land. Ef vel tekst til þá viljum við innleiða slíkar lausnir á Flateyri og Suðureyri, en fyrst munum við þróa verkefnið á Þingeyri. Til stendur að gefa verkefninu þrjú ár og sjá með hvaða hætti má þróa það á þeim tíma, þannig að verði til hagsbóta fyrir samfélagið á Þingeyri.“ Segir Gísli Halldór um hvatann að baki verkinu.

„Þjónustukjarninn var kynntur fyrir ríkisstjórn fyrir um ári síðan og svo var verkefnið tilgreint í skýrslu Vestfjarðanefndarinnar svokölluðu, sem lögð var fram í september síðastliðnum. Það er mikið fagnaðarefni að stjórnvöld hafi tekið ákvörðun um aðkomu að verkefninu, sem þegar er í tillögu að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2017.“

Gísli segir að í ársbyrjun hafi ekki verið búið að tryggja fjármagn í verkefnið en þá tóku Alain De Cat og Marij Colruyt það upp á arma sína, vegna áhuga á samfélagsmálum á Þingeyri, og hafa síðan leitt þróun verkefnisins frá hugmynd til framkvæmdar í samvinnu við Ísafjarðarbæ,

Nýsköpunarmiðstöð, Landsbankann og Simbahöllina á Þingeyri. Landsbankinn hefur frá upphafi boðist til að leggja verkefninu lið með húsnæði, en til stendur að miðstöðin verði í húsnæði bankans á Þingeyri.
Stofnuð verður sjálfseignarstofnun utan um starfsemina sem sjá mun um daglegan rekstur og vonast er til að hægt verði að opna í febrúar næstkomandi. Ætlunin er að Isobel Grad veiti þjónustukjarnanum forstöðu í 50% stöðu og að jafnframt verði ráðið í 50% stöðu á móti hennar starfi. Isobel hefur unnið með öðrum að undirbúningi verkefnisins allt yfirstandandi ár.

annska@bb.is 
bb.is | 09.12.16 | 17:17 Í æfingabúðum á Ítalíu

Mynd með frétt Um þessar mundir eru þrír Íslenskir skíðagöngumenn í æfingabúðum á vegum FIS á Ítalíu. Hópurinn samanstendur af Ísfirðingnum og gönguskíðakappanum Alberti Jónssyni, gönguskíðaþjálfara Skíðafélags Ísfirðinga Steven Gromatka, og Kristrúnu Guðnadóttur frá skíðafélaginu Ulli. Æfingabúðirnar eru nýjar fyrir Skíðasamband Íslands, en ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 16:49Blakveisla á helginni

Mynd með fréttÍ dag kl. 20:00 etja kappi okkar konur í blaki og Ýmir í 1. deild Íslandsmótsins og má reikna með skemmtilegri baráttu. Blaklið Vestra koma vel undan sumri þetta árið og rífandi gangur hjá báðum liðum. Kvennaliðið er núna í fjórða ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 15:54Hefja gerð Menningarstefnu Vestfjarða

Mynd með fréttAðalfundur Félags vestfirskra listamanna verður haldinn á Edinborg Bistró næstkomandi þriðjudag og mætir til þingsins Skúli Gautason sem nýverið tók við starfi menningarfulltrúa Vestfjarða. Mun Skúli segja frá Uppbyggingarsjóði Vestfjarða sem hefur á ný auglýst eftir umsóknum og verður með opið ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 14:50Stjórnvöld og Seðlabanki leiti lausna

Mynd með fréttGísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, tekur undir með áhyggjuröddum að sterkt gengi krónunnar hafi slæm áhrif á útflutningsfyrirtæki. Hann segir uppsagnir líkar þeim sem voru gerðar hjá Kampa í gær hafa legið í loftinu. „Það er mikið áhyggjuefni þegar fyrirtæki með ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 13:25Verulegur aukakostnaður vegna barnaverndar

Mynd með fréttFram kemur í fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar að árið 2016 skeri sig úr vegna mikils kostnaðar við barnavernd. Ástæðan er fyrst og fremst veruleg hækkun lögfræðikostnaðar vegna málarekstrar og hækkun vistunarkostnaðar. Í áætlun kemur fram að ekki er gert ráð fyrir slíkum kostnaði ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 11:45Nú í höndum fjárlaganefndar

Mynd með fréttFyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp fyrir 2017 er nú lokið og fjárlaganefnd hefur fengið frumvarpið aftur til meðhöndlunar. Fyrsti fundur nefndarinnar var haldinn í morgun og næsti fundur er boðaður á mánudag. Samkvæmt heimildum bb.is mun verða lögð fram tillaga um að ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 10:59Í lausu lofti á Vestfjörðum

Mynd með fréttÍ nýútkomnu tónlistarmyndbandi Peter Piek við lagið 1st Song má sjá tónlistarmanninn ásamt fjölda annarra hoppandi um víðan völl. Landslag, aðstæður og jafnvel einstaklingar koma kunnuglega fyrir sjónir, því myndbandið var tekið upp hér á landi og að stórum hluta á ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 09:33Styrking krónu kallar á agaðri hagstjórn

Mynd með fréttÍ gær bárust fréttir af því að Kampi á Ísafirði hefði sagt upp sjö manns vegna erfiðs reksturs sem rekja má til sterkrar stöðu íslensku krónunnar gagnvart breska pundinu. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Norðvesturkjördæmis, segir styrkingu krónunnar ískyggilega þróun: „Þetta er ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 09:01Voru gestir á finnska forsetaballinu

Mynd með fréttÍsfirðingnum Huldu Leifsdóttur og eiginmanni hennar Tapio Koivukari var boðið á forsetaball finnska forsetans í tilefni þjóðhátíðardags Finna. Ballið var haldið í forsetahöllinni í Helsinki 6. desember. Hulda er búsett í Finnlandi, en Tapio, maður Huldu, er rithöfundur og fékk í ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 07:41Launahækkanir kennara kosta um 46,1 milljónir

Mynd með fréttHeildaráhrifin af kjarasamningunum kennara nema um 46,1 milljónum króna fyrir Ísafjarðarbæ. Samkvæmt nýgerðum kjarasamningum við grunnskólakennara fela samningarnir í sér 7,5% launahækkun frá 1. des 2016, og 3,5% hækkun frá 1. mars 2017. Auk þess felur samningurinn í sér að greiða ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli