Frétt

bb.is | 10.11.2016 | 14:42Ferðaþjónusta og stafræn tækni í Vísindaporti


Í Vísindaporti vikunnar kynnir Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, verkefnastjóri hjá Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands, niðurstöður nýlegrar meistararitgerðar sinnar frá Háskólanum á Bifröst. Í fyrirlestrinum eru tengsl ferðaþjónustu og stafrænnar tækni skoðuð, notkun fyrirtækja í ferðaþjónustu á stafrænni tækni, viðhorf þeirra til hennar og helstu hvatar og hindranir sem blasa við fyrirtækjum varðandi hagnýtingu tækninnar. Rannsóknin sem ritgerðin byggir á var unnin í vor fyrir Nýsköpunarmiðstöð.

Þeirri spurningu er varpað fram hvort til staðar sé stafræn gjá (e. digital divide) milli aðalmarkhóps íslenskrar ferðaþjónustu, „hins upplýsta ferðamanns“ og fyrirtækja í ferðaþjónustu og hvort stafræn röskun (e. digital disruption) hafi breytt samkeppnisumhverfi ferðaþjónustunnar. Einnig mun Sigríður fjalla um hvernig misræmi í stafrænni getu ferðamanna og fyrirtækja í ferðaþjónustu skapar ójafnvægi ef ferðamenn geta til dæmis ekki átt í samskiptum við fyrirtækin í gegnum þá miðla sem þeim er tamt að nota. Lítil tæknileg geta hefur einnig áhrif á möguleika fyrirtækja til að hagnýta tæknina við nýsköpun og vöruþróun. Fyrirtæki á lágu tæknistigi ná auk þess ekki að grípa tækifæri til hagræðingar sem tæknin getur opnað.

Sigríður Ó. Kristjánsdóttir er verkefnastjóri hjá Impru á Nýsköpunarmiðstöð. Hún hefur lokið meistaranámi í forystu og stjórnun og B.Sc í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og diploma í hótelrekstri frá IHTTI í Sviss. Sigríður hefur setið í stjórnum samtaka og fyrirtækja og er í stýrihópi Vakans, vinnuhópi undir Norrænu ráðherranefndinni um grænan vöxt og nýsköpun. Einnig er hún formaður fræðslunefndar Ísafjarðarbæjar og er í skólastjórn Menntaskólans á Ísafirði.

Vísindaportið á föstudögum er að vanda öllum opið en það stendur frá kl. 12.10-13.00. Fyrirlesturinn fer fram á íslensku.

smari@bb.is

bb.is | 09.12.16 | 17:17 Í æfingabúðum á Ítalíu

Mynd með frétt Um þessar mundir eru þrír Íslenskir skíðagöngumenn í æfingabúðum á vegum FIS á Ítalíu. Hópurinn samanstendur af Ísfirðingnum og gönguskíðakappanum Alberti Jónssyni, gönguskíðaþjálfara Skíðafélags Ísfirðinga Steven Gromatka, og Kristrúnu Guðnadóttur frá skíðafélaginu Ulli. Æfingabúðirnar eru nýjar fyrir Skíðasamband Íslands, en ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 16:49Blakveisla á helginni

Mynd með fréttÍ dag kl. 20:00 etja kappi okkar konur í blaki og Ýmir í 1. deild Íslandsmótsins og má reikna með skemmtilegri baráttu. Blaklið Vestra koma vel undan sumri þetta árið og rífandi gangur hjá báðum liðum. Kvennaliðið er núna í fjórða ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 15:54Hefja gerð Menningarstefnu Vestfjarða

Mynd með fréttAðalfundur Félags vestfirskra listamanna verður haldinn á Edinborg Bistró næstkomandi þriðjudag og mætir til þingsins Skúli Gautason sem nýverið tók við starfi menningarfulltrúa Vestfjarða. Mun Skúli segja frá Uppbyggingarsjóði Vestfjarða sem hefur á ný auglýst eftir umsóknum og verður með opið ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 14:50Stjórnvöld og Seðlabanki leiti lausna

Mynd með fréttGísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, tekur undir með áhyggjuröddum að sterkt gengi krónunnar hafi slæm áhrif á útflutningsfyrirtæki. Hann segir uppsagnir líkar þeim sem voru gerðar hjá Kampa í gær hafa legið í loftinu. „Það er mikið áhyggjuefni þegar fyrirtæki með ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 13:25Verulegur aukakostnaður vegna barnaverndar

Mynd með fréttFram kemur í fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar að árið 2016 skeri sig úr vegna mikils kostnaðar við barnavernd. Ástæðan er fyrst og fremst veruleg hækkun lögfræðikostnaðar vegna málarekstrar og hækkun vistunarkostnaðar. Í áætlun kemur fram að ekki er gert ráð fyrir slíkum kostnaði ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 11:45Nú í höndum fjárlaganefndar

Mynd með fréttFyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp fyrir 2017 er nú lokið og fjárlaganefnd hefur fengið frumvarpið aftur til meðhöndlunar. Fyrsti fundur nefndarinnar var haldinn í morgun og næsti fundur er boðaður á mánudag. Samkvæmt heimildum bb.is mun verða lögð fram tillaga um að ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 10:59Í lausu lofti á Vestfjörðum

Mynd með fréttÍ nýútkomnu tónlistarmyndbandi Peter Piek við lagið 1st Song má sjá tónlistarmanninn ásamt fjölda annarra hoppandi um víðan völl. Landslag, aðstæður og jafnvel einstaklingar koma kunnuglega fyrir sjónir, því myndbandið var tekið upp hér á landi og að stórum hluta á ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 09:33Styrking krónu kallar á agaðri hagstjórn

Mynd með fréttÍ gær bárust fréttir af því að Kampi á Ísafirði hefði sagt upp sjö manns vegna erfiðs reksturs sem rekja má til sterkrar stöðu íslensku krónunnar gagnvart breska pundinu. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Norðvesturkjördæmis, segir styrkingu krónunnar ískyggilega þróun: „Þetta er ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 09:01Voru gestir á finnska forsetaballinu

Mynd með fréttÍsfirðingnum Huldu Leifsdóttur og eiginmanni hennar Tapio Koivukari var boðið á forsetaball finnska forsetans í tilefni þjóðhátíðardags Finna. Ballið var haldið í forsetahöllinni í Helsinki 6. desember. Hulda er búsett í Finnlandi, en Tapio, maður Huldu, er rithöfundur og fékk í ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 07:41Launahækkanir kennara kosta um 46,1 milljónir

Mynd með fréttHeildaráhrifin af kjarasamningunum kennara nema um 46,1 milljónum króna fyrir Ísafjarðarbæ. Samkvæmt nýgerðum kjarasamningum við grunnskólakennara fela samningarnir í sér 7,5% launahækkun frá 1. des 2016, og 3,5% hækkun frá 1. mars 2017. Auk þess felur samningurinn í sér að greiða ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli