Frétt

bb.is | 18.10.2016 | 16:51Ráðstefna um kynjaða hagstjórn

Í morgun stóð Fjármála- og efnahagsráðuneytið ásamt fleirum fyrir ráðstefnu sem bar yfirskriftina „Kynjuð fjármál – fjárfesting til framtíðar“. Fjármálaráðuneytið skilgreinir kynjaða hagstjórn á heimasíðu sinni svona:

Kynjuð hagstjórn og fjárlagagerð snýst um að sameina þekkingu á gerð fjárlaga og þekkingu á kynjamisrétti með það að leiðarljósi að stuðla að hagkvæmri og réttlátri dreifingu opinberra fjármuna.

Fjárlög landa endurspegla gildismat þeirra og forgangsröðun. Vegna mismunandi stöðu kvenna og karla í samfélaginu geta fjárlögin haft mismunandi áhrif á kynin. Fjárlögin sýna þó að öllu jöfnu ekki þennan mun heldur hafa þau yfirbragð hlutleysis. Kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð er ætlað að gera kynjamuninn sýnilegan þar sem hann er til staðar.

Í kjölfarið er hægt að leita leiða til að endurskipuleggja fjárlögin þannig að þau stuðli að jafnrétti ásamt því að kynjasjónarmið eru fléttuð inn í alla ákvarðanatöku og stefnumótun. Kynjuð hagstjórn og fjárlagagerð er tæki sem stuðlar að betri efnahagsstjórnun og upplýstum ákvörðunum með hagsæld og velferð samfélagsins að leiðarljósi.

Samkvæmt skilgreiningu Evrópuráðsins er kynjuð hagstjórn og fjárlagagerð það ferli að beita samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða á fjárlagaferlið. Það þýðir að: 

      • Kynjað mat er lagt á fjárlög
      • Kynjasjónarmið eru samofin í öll stig fjárhagsáætlunar- og fjárlagaferlisins
      • Tekju- og útgjaldaliðir endurskipulagðir með það að markmiði að stuðla að kynjajafnrétti

Hvað er kynjuð hagstjórn og fjárlagagerð? 

• Það er aðferð til að tengja saman stefnu í jafnréttismálum og stefnu í efnahagsmálum. 

• Aðferðin byggir á þeirri forsendu að ákvarðanir í fjármálum hins opinbera séu ekki hlutlausar gagnvart   kynjunum, hvort heldur er um að ræða ákvarðanir um tekjur eða gjöld.

• Aðferðin byggir á greiningu á því hvaða áhrif einstakir tekju- og útgjaldaliðir fjárlaga hafa á kynin og hvernig unnt sé að samþætta jafnréttissjónarmið almennri fjárlagagerð.

• Þessi aðferð kallar ekki á sérstaka fjárlagagerð fyrir konur og aðra fyrir karla.

• Aðferðin felur í sér fjárlagagerð sem byggir á mannlegum þáttum.

• Aðferðin kallar á nánari athugun á áhrifum fjárlagagerðar.

• Aðferðin kallar á frekari greiningu á því hverjir eru notendur þeirra fjármuna sem ríkið útdeilir.

• Þessi aðferð gerir markmiðssetningu hnitmiðaðri og ýtir þar með undir skilvirkari nýtingu á almannafé.

• Aðferðin krefst þátttöku fleiri hagsmunaaðila og eykur því lýðræðisleg áhrif í ferli ákvarðanatökunnar.

• Beita má þessari aðferð jafnt á einstaka tekju- eða útgjaldaliði fjárlaga eða tilteknar aðgerðir stjórnvalda í heild.

bb.is hafði samband við bæjar- og sveitastjóra allra sveitarfélaga á Vestfjörðum og óskaði eftir upplýsingum um hvort stuðst væri við þessa aðferð við fjárlagagerð. Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar svaraði fyrirspurn fréttamanns með eftirfarandi hætti:

„Kynjuð fjárhagsáætlun er ekki formlega ástunduð hjá Ísafjarðarbæ. Hún er okkur engu að síður hugleikin og höfum við bæði fengið til okkur fyrirlesara frá Reykjavíkurborg og sótt ráðstefnur og fyrirlestra um efnið, m.a. frá félögum okkar í Svíþjóð sem eru langt komnir á þessum vettvangi. Við erum því opin fyrir að hafa í huga þau ólíku áhrif sem fjárhagsráðstafanir sveitarfélagsins geta haft, ekki bara á kynin heldur á ólíka hópa samfélagsins. Þannig skiptir góður mokstur gagnstíga meira máli fyrir suma hópa en aðra, t.d. þá sem líklegir eru til að ferðast fótgangandi, með kerrur og vagna og heilsu sinnar vegna. Eins kemur það með ólíkum hætti við fólk hve góða þjónustu við veitum á sviði leikskólamála, hve góða þjónustu við veitum í hverju þorpi og svo framvegis. Fjárhagsáætlunarvinna okkar er því ekki með öllu ókynjuð, en sannarlega höfum við áhuga á að það verði með skiplegri og markvissari hætti. Meðal annars hefur verið rætt um að styðjast við þá vinnu sem Reykjavíkurborg hefur unnið og höfum við fengið gott boð um samstarf af hálfu fjármálastjóra borgarinnar. Við höfum náð miklum árangri að undanförnu í að bæta gerð fjárhagsáætlunar og eftirfylgni og erum býsna framarlega í þeim efnum. Rökrétt skref í að gera gott betra er að innleiða það sem kalla mætti kynjuð fjármál.“

Aðrir bæjar- og sveitarstjórar brugðust ekki við þessari fyrirspurn.

bryndis@bb.isbb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli