Frétt

bb.is | 19.09.2016 | 07:33Banki allra landsmanna


Á miðvikudag og fimmtudag mun Blóðbankinn vera með blóðsöfnun á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Á miðvikudegi frá kl. 12:00 – 18:00 og á fimmtudegi frá 08:30 – 14:00 og eru blóðríkir vestfirðingar hvattir til örlætis. Allir þekkja mikilvægi þess að alltaf sé til reiðu blóð til gjafar þegar mikið liggur við, margir hafa reynt það á eigin skinni. Til að viðhalda þörfum samfélagsins þarf bankinn að fá 70 blóðgjafir á dag.

Á vef blóðbankans eru góðar upplýsingar um hvað blóðgjöf snýst og hvernig hún fer fram.

Get ég orðið blóðgjafi?

• Ef þú ert á aldrinum 18 - 65 ára, yfir 50 kg að þyngd og heilsuhraust/ur getur þú gerst blóðgjafi
• Í hvert skipti sem þú kemur til að gefa blóð þarftu að framvísa persónuskilríkjum með mynd og þú ert skráður í tölvukerfi Blóðbankans
• Þú þarft að fylla út heilsufarsskýrslu sem þú undirskrifar og samþykkir þar með að allar upplýsingarnar sem þú gefur upp séu réttar
• Jafnframt samþykkir þú að gefa blóð, sjá bækling "upplýsingar varðandi blóðgjöf"
• Hjúkrunarfræðingur fer yfir heilsufarsskýrsluna með þér og mælir blóðþrýsting og púls
• Heilsufarsskýrslan er mikilvægur liður í öryggisneti Blóðbankans og á að tryggja öryggi bæði blóðgjafa og blóðþega
• Starfsfólk Blóðbankans er bundið þagnarskyldu svo farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál
• Þér er velkomið að spyrja starfsfólk Blóðbankans spurninga hvenær sem er í blóðgjafarferlinu
• Við fyrstu komu gefur þú ekki blóð heldur eru einungis tekin blóðsýni til:
• Blóðflokkunar- og rauðkornamótefnaskimunar
• Járnbirgðamælingar
• Almennra blóðrannsókna
• Skimunar fyrir lifrarbólgu B og C auk HIV
• Eftir u. þ. b. 14 daga mátt þú koma og gefa blóð ef niðurstöður blóðrannsókna eru í lagi
• Ef eitthvað er athugavert við niðurstöðurnar er haft samband við þig
• Karlar geta gefið heilblóð á 3ja mánaða fresti og konur á 4ra mánaða fresti
• Virkir blóðgjafar geta gefið blóð til 70 ára aldurs

Hvernig fer blóðgjöf fram?

• Mjög mikilvægt er að hafa borðað og drukkið vel fyrir blóðgjöfina
• Gefðu þér góðan tíma; sjálf blóðgjöfin tekur um 5-8 mínútur en heimsóknin í heild tekur að jafnaði 30-40 mínútur
• Blóðtakan fer fram í blóðtökusal þar sem blóðgjafinn liggur á þægilegum bekk
• Nál sem er áföst einnota söfnunarpoka er stungið í bláæð gjafans
• Fyrst er tekið blóð í sýnapoka og síðar í blóðtökupoka
• Meðan á blóðgjöfinni stendur er blóð úr sýnatökupokanum sett í sýnaglös fyrir smitskim, blóðflokkun og almenna blóðrannsókn
• Í hverri blóðgjöf eru teknir 450 ml af blóði sem er um 10% af heildarblóðmagni meðalmanns
• Þú getur hætt við að gefa blóð eða stöðvað blóðgjöf hvenær sem er, án þess að gefa upp ástæðu

Hvers þarf ég að gæta eftir blóðgjöfina?
• Eftir blóðgjöf er blóðgjafa boðið upp á kaffi og meðlæti á kaffistofu blóðgjafa
• Við mælum með að blóðgjafi setjist niður í minnst tíu mínútur til að jafna sig eftir gjöfina
• Æskilegt er að hafa umbúðir á stungustað í a. m. k. sex klst. til að koma í veg fyrir sýkingu
• Hlífa skal handlegg fyrstu klukkustundirnar og ekki lyfta þungu, þar sem stungustaður getur opnast eða blætt undir húð og myndast mar
• Ekki fara í sund sama dag og blóð er gefið m. a. vegna sýkingarhættu
• Ekki fara í leikfimi eða aðrar íþróttir sama dag og blóð er gefið þar sem hætta er á að þú finnir fyrir minnkuðu þoli, svima eða jafnvel getur liðið yfir þig
• Gott er að drekka meira en venjulega daginn sem blóð er gefið, t. d. vatn eða djús til að vinna upp vökvatap
• Æskilegt er að borða járnríkt fæði
• Komi upp einhver vandamál/aukaverkanir ert þú vinsamlegast beðin(n) að hafa samband við Blóðbankann, næstu heilbrigðisstofnun eða á Slysa- og bráðadeild Landspítalans í Fossvogi
• Vinsamlegast látið starfsfólk Blóðbankans vita hafi aukaverkana orðið vart, sem og ef þú veikist á innan við viku eftir blóðgjöf; síminn er 543 5500
• Ef blóðgjafi er heilsuhraustur finnur hann yfirleitt ekki fyrir neinum óþægindum við að gefa blóð
• Mögulegar aukaverkanir eru svimi, marblettur, eymsli eða verkur í handlegg, staðbundin húðerting/ofnæmi og almenn vanlíðan eða þreyta
• Sjaldgæfar aukaverkanir eru yfirlið, bláæðabólga, sýking á stungustað og taugaskaði

bryndis@bb.isbb.is | 26.09.16 | 13:23 Vott og vindasamt á gangnafólk

Mynd með frétt Það er ekki hægt að segja annað en heilt yfir hafi veðrið leikið við Vestfirðinga það sem af er árinu 2016. Veturinn var mildur, vorið fallegt og sumarið gott. Haustið fram til þessa hefur sýnt sína fegurstu ásjónu og einnig látið ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 11:48Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með fréttHúsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:37Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með fréttDr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:02Lilja Rafney sigraði í prófkjörinu

Mynd með fréttÚrslit úr prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Norðvesturkjördæmi lágu fyrir í gær. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri, sigraði í prófkjörinu og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður frá Sauðárkróki, varð í öðru sæti. Bjarni sóttist eftir fyrsta sæti líkt og Lilja ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 07:34Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með fréttFlateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli