Frétt

bb.is | 19.09.2016 | 16:50Yngvi Páll mættur og klár í slaginn

Yngvi Páll Gunnlaugsson, nýr körfuboltaþjálfari hjá Vestra.
Yngvi Páll Gunnlaugsson, nýr körfuboltaþjálfari hjá Vestra.

Yngvi Páll Gunnlaugsson hefur tekið við starfi yfirþjálfara Körfuknattleiksdeildar Vestra og er hann fluttur á Ísafjörð með eiginkonu sinni Guðrúnu Helgu Guðmundsdóttur og þremur börnum. Það er því ljóst að í mörgum skilningi er um happafeng að ræða. Yngvi Páll segist á vissan hátt vera að feta í fótspor forfeðranna með því að stökkva á tækifærið að flytja út á land vegna atvinnu sinnar, en sjálfur bjó hann í sex ár á Tálknafirði í uppvextinum er faðir hans réði sig sem kennara við grunnskólann þar í bæ. Fyrir ættþyrsta má einnig geta að langafi Yngva Páls var Sigurgeir Bjarnason, bóndi í Fagrahvammi. Það er nóg að gera hjá fjölskyldunni við að koma sér fyrir og finna taktinn á nýjum vígstöðvum, börnin í skólunum og foreldrana í nýjum vinnum, en Guðrún hefur ráðið sig sem þroskaþjálfa við Grunnskólann á Ísafirði. Hið nýja ævintýri gefur strax góðar vonir að sögn Yngva Páls og fjölskyldunni tekið opnum örmum á nýjum slóðum.

Yngvi Páll er húsamálari að mennt, jafnframt því sem hann er í kennaranámi. Hann hefur sjálfur verið liðtækur körfuknattleiksmaður og hefur góða reynslu að baki sem þjálfari í öllum aldursflokkum beggja kynja. Síðast var hann hjá KR í fimm ár en þar áður hjá Val þar sem hann stýrði bæði karla- og kvennaliði félagsins upp um deild. Hið nýja starf leggst vel í Yngva: „Það er spennandi verkefni að taka við þessu nýja félagi sem byggt er á góðum grunni. Fólkið sem vinnur fyrir félagið vinnur af ákafa og hugsjón og það er gott að vinna með slíku fólki.“ Svarar Yngvi aðspurður um hvernig hið nýja starf leggist í hann. Hann segist jafnframt hafa háleit markmið fyrir hönd deildarinnar og vilji hans standi til að auka fagmennsku innan hennar og auka fjölda iðkenda. Hann segir gaman að sjá hversu öflugar stelpurnar eru í körfuboltanum hér, þar sem fleiri stelpur en strákar leggja stund á íþróttina – en því sé yfirleitt öfugt farið.

Yngvi Páll segir gott að sjá hversu margir frá stöðunum í kringum Ísafjörð séu öflugir í körfuboltanum. „Það munar miklu þegar allt svæðið er orðið svona tengt og gott að sjá að gamli góði hrepparígurinn er út um gluggann. Okkar sýn er þó að geta þjónustað minni kjarnana betur og að geta boðið upp á æfingar á fleiri stöðum en Ísafirði.“

Það eru jákvæð teikn á lofti á fleiri stöðum, er unglingaflokkur er nýsettur á laggirnar. Yngvi Páll segir það afar góðan hlut og segir jákvætt til þess að vita að félagið geti sent frá sér fólk með vissan gæðastimpil og geti þá að sama skapi laðað til sín slíkt fólk. Hann bætir því líka við að það séu allir velkomnir í körfuboltann.
Nokkur blóðtaka var hjá meistaraflokki karla á milli ára er sex leikmenn sögðu skilið við liðið. Búið er að ráða tvo nýja leikmenn Adam Smára Ólafsson frá Bíldudal og Hinrik Guðbjartsson sem var í úrtakshópi U-20 landsliðslins í sumar. Eru þeir báðir mættir til Ísafjarðar og stunda nám við Menntaskólann á Ísafirði. „Þeir eru heilmikill hvalreki fyrir okkur. Liðið er enn í mótun og við erum óskrifað blað en þetta eru duglegir strákar með hausinn í verkefninu. En við erum alltaf að leita að góðum mönnum og viljum sjá menn koma hingað á réttum forsendum.“

Fyrsti leikur meistaraflokks karla verður útileikur í Smáranum, er þeir mæta Breiðabliki þann 6. október.

annska@bb.isbb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli