Frétt

bb.is | 24.08.2016 | 09:54Norðmenn kaupa í Arctic Fish


Fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish hefur í dag gengið frá sölu á hlutafé til nýs hluthafa og samstarfsaðila, Norway Royal Salmon (NRS). Upphaflegu hluthafar fyrirtækisins, Bremesco og Novo ehf. munu áfram vera hluthafar og NRS mun með aukningu á eigin fé eignast helming hlutafjár móti núverandi hluthöfum. Með þessari hlutafjáraukningu er grunnur lagður að framtíðarfjármögnun félagsins og áframhaldandi vexti starfsemi félagsins á Vestfjörðum. Markaðsdeild DNB bankans var ráðgefandi að þessu samkomulagi beggja aðila.

Arctic Fish hóf starfsemi sína í silungseldi undir nafni Dýrfisks í Dýrafirði árið 2011. Þar er fyrirtækið enn með meginstarfsemi sjóeldisins sem nú er rekið undir nafni Arctic Sea Farm. Verið er að byggja upp nýja og fullkomna seiðaeldisstöð hjá systurfélaginu Arctic Smolt í Tálknafirði og er móðurfélagið einnig að undirbúa frekari vöxt, m.a. í laxeldi, sem gert er ráð fyrir að verði meginsvið félagsins í framtíðinni. Fyrsta skrefið í laxeldi Arctic Fish hefur þegar verið stigið þegar fyrstu laxaseiðin voru alin í seiðaeldisstöð félagsins og sett út í Dýrafjörð þar sem þau verða framleidd í samræmi nýja ASC umhverfisvottun félagsins.

NRS var stofnað árið 1992 þegar 34 fiskeldisfyrirtæki sameinuðust um sölu og markaðsfyrirtæki fyrir eldislax og fleiri sameiginlega hagsmuni þessara smærri eldisframleiðanda. Árið 2006 hóf félagið laxeldi undir eigin nafni ásamt því að vera áfram í sölu og stuðningi við rekstur aðildafélaga NRS. Fyrirtækið var skráð í kauphöllina í Osló árið 2010.

NRS er eitt af leiðandi fiskeldisfyrirtækjum í Noregi með eigin laxeldisframleiðslu á síðasta ári upp á 28 þ. tonn og sölu af um 70 þ. tonnum af laxaafurðum gegnum dreifingarkerfi félagsins til yfir 50 landa. Uppsetning félagsins gegnum eigin starfsemi og samstarfsfélaga hefur leitt til uppbyggingar á starfsemi sem nær yfir alla þætti eldisins frá seiðaeldi, sjóeldi, vinnslu, sölu og dreifingu beint til viðskiptavina. Samvinna við Arctic Fish er liður í frekari uppbyggingu á starfsemi NRS og grunnurinn að frekari vexti félagsins. NRS er nú þegar með megin hluta síns eldis í Norður-Noregi þar sem eldisaðstæður eru á margan hátt sambærilegar og á Vestfjörðum. Það er markmið hluthafa Arctic Fish og nýrra samstarfsaðila að skrá félagið á hlutabréfamarkað innan næstu fimm ára.

„NRS lítur til Íslands sem áhugaverðs svæðis til uppbyggingar fiskeldis og í samstarfinu við Artic Fish mun NRS gegna mikilvægu hlutverki í að styðja undir frekari vöxt starfseminnar. Arctic Fish mun geta leitað til þeirrar þekkingar og reynslu sem er innan NRS til þess að byggja leiðandi fiskeldisfyrirtæki á Íslandi“, segir Charles Høstlund, framkvæmdastjóri NRS, í fréttatilkynningu.

„Það eru möguleg samlegðaráhrif í öllum þáttum starfsemi samstarfsfélaganna NRS og Arctic Fish, frá seiðaeldi til fullunninna afurða. Að fá NRS sem hluthafa í Arctic Fish gerir tvennt að verkum, í fyrra lagi tryggir það fjármögnun félagsins, í seinna lagi mun eiga sér stað þekkingaryfirfærsla frá aðilum sem eru starfandi í fiskeldi á norðlægum slóðum. Markmið Arctic Fish og NRS er uppbygging á Íslandi í umhverfi sem gerir það kleift að vera í sjálfbæru og vistvænu fiskeldi“, segir Sigurður Pétursson framkvæmdastjóri Arctic Fish.

smari@bb.is

bb.is | 29.09.16 | 16:13 Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með frétt Erlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli