Frétt

Níels A. Ársælsson | 17.03.2003 | 14:31Íslandsklukkan

Níels A. Ársælsson.
Níels A. Ársælsson.
Sú var tíð, segir í bókum, að íslenska þjóðin átti aðeins eina sameign sem metin var til fjár. Það voru fiskimiðin. Til þessara fiskimiða litu ungir menn og konur með löngun. En um það er sagan hefst var laungu kominn brestur í þessi fiskimið og elstu menn þóttust muna hljóm þeirra skærari. Samt undu ungir menn enn þessum fiskimiðum. Að viðstöddu Alþingi, lögmönnum og böðlum stórútgerða og manni sem átti að höggva og sjávarbyggðum sem átti að drekkja mátti oft sjá flota stórútgerða níðast á vorri móður. Fiskimenn vestur á fjörðum sátu klofvega á kili heimabyggðar sinnar sem var að sökkva og sendu valdhöfunum háðslegan tón. Úr því urðu til frægustu og verðmætustu fréttamyndir sem um getur síðan land byggðist.
Myndir þessar voru teknar um borð í Bjarma BA-326, af brotthvarfi þorska í nóvember 2001, og sýndar í sjónvarpinu skömmu síðar. Landshöfðingjarnir og valdaráð útvegsmanna snerust í roðinu við þessi ósköp og sendu frá sér stríðsyfirlýsingu. Glæpamennirnir skyldu eltir uppi og handsamaðir dauðir eða lifandi. Herforinginn Þórður skandali, tryggur böðull valdhafanna, blés til orustu og réðst til atlögu með alvæpni á sömu stundu. Sakamennirnir voru teknir herskildi og færðir í böndum í þrælakstu landsyfirréttar. Þar verða þeir látnir dúsa eins lengi og þurfa þykir. Ekki var talin ástæða til þess að rétta í máli þessara glæpamanna þar sem sakarefnið var svo alvarlegt og auðsýnt að ekki þyrfti frekari vitnana við og var því refsingin ákvörðuð á sömu stundu.

Tilvitnun í sögu Halldórs Laxness:

Sú var tíð, segir í bókum, að íslenska þjóðin átti aðeins eina sameign sem metin var til fjár. Það var klukka. Þessi klukka hékk fyrir gafli Lögréttuhússins á Þingvöllum við Öxará, fest við bjálka uppí kverkinni. Henni var hríngt til dóma og undan aftökum. Svo var klukkan forn að einginn vissi leingur aldur hennar með sannindum. En um það er sagan hefst var laungu kominn brestur í þessa klukku og elstu menn þóttust muna hljóm hennar skærari.

Tilvitnun lýkur.

Jón Hreggviðsson bóndi á Rein undi því illa að klukkan yrði mölvuð niður af kóngsins mönnum og brædd í fallbyssur og sendi þeim tóninn. Eftirmál urðu þessi:

Tilvitnun í sögu Halldórs Laxness:

Réttur var settur í stofu sýslumanns og Jón Hreggviðsson ákærður um að hafa á Þingvöllum við Öxará móðgað vorn allranáðugusta arfakóng og herra, með ósæmilegu orðaspjátri í þá veru að þessi vor herra hafi nú tekið sér þrjár frillur fyrir utan hans ektaskap. Jón Hreggviðsson þvertók fyrir að hafa nokkru sinni mælt slíkum orðum um sinn elskaða arfakóng og allranáðugasta herra, tign og majestet og greifa útí Holstinn, og spurði um vitni. Sigurður Snorrason sór þá orð þessi á Jón Hreggviðsson. Jón Hreggviðsson bað um að mega sverja á móti, en gagnstæðir eiðar voru ekki leyfðir í einu máli. Þegar bóndanum hafði verið synjað eiðsins kvað hann að vísu rétt vera að hann hefði talað orðin, enda væri sagan almæli í þrælakistunni á Bessastöðum; en því fór fjarri að hann hefði með þessu viljað styggja kóng sinn, öðru nær, hann hafði viljað ræma hversu ágætur sá kóngur var sem hafði með þrem frillum í senn auk drottníngarinnar; í öðru lagi hafði hann verið að gera að gamni sínu við góðvin sinn Sigurð Snorrason sem aldrei hafði kent kvenmanns það menn vissu.

Tilvitnun lýkur.

Jón Hreggviðsson hlaut að launum fyrir tiltækið 24 vandarhögg á beran skrokkinn. Ætti ég að öfunda hann ?

– Níels A. Ársælsson,
Skógum, Tálknafirði.


(Birt hér á bb.is að beiðni höfundar).

bb.is | 25.10.16 | 14:56 Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með frétt Helstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli