Frétt

mbl.is | 07.03.2003 | 07:46Mikill viðbúnaður vegna reykjar í Hvalfjarðargöngum

„Það var nákvæmlega ekkert skyggni og það sást ekki milli veggja“, sagði Jón Valgeir Júlíusson flutningabílstjóri um gríðarlegan reyk úr bifreiðinni sem fyllti Hvalfjarðargöngin um klukkan 22 í gærkvöldi. Mikill viðbúnaður var vegna atviksins af hálfu lögreglu og slökkviliðs á Akranesi og höfuðborgarsvæðinu. Ennfremur var þyrla Landhelgisgæslunnar í viðbragðsstöðu vegna óhappsins.
Reykurinn myndaðist vegna hráolíu sem lak niður í sveifarhús vélar bifreiðarinnar þegar spíss í vélinni gaf sig. Við það varð sprenging og þykkur reykjarmökkur fyllti göngin svo ekki sást handa skil, að sögn Jóns Valgeirs. Hann var inni í bifreiðinni ásamt farþega sínum og sakaði hvorugan. Nokkur umferð var um göngin þegar óhappið varð en allir bílar komust upp úr göngunum vandræðalaust.

Slökkvilið Akraness fór niður í göngin norðanmegin og setti blásara af stað til að reykræsta á undan sér. Vaktmenn hjá Speli, sem fóru nokkru á undan slökkviliðinu, urðu að hörfa vegna reykjarkófsins áður en slökkviliðið hóf reykræstinguna. Þá urðu liðsmenn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins að hörfa sunnanmegin vegna reykjarkófsins og komust ekki á vettvang fyrr en að lokinni reykræstingu. Ekki var þó neitt fyrir slökkviliðið að gera við flutningabifreiðina þar sem ekki hafði kviknað í henni og reykurinn horfinn.

Að sögn varðstjóra SHS var vitað í upphafi að ekki hefðu orðið slys á fólki. Bogi Sigvaldason, varðstjóri í lögreglunni í Reykjavík, sagði á vettvangi við Morgunblaðið að mikill mökkur hefði stigið upp úr göngunum sunnanmegin vegna áhrifa frá blásurum og stífrar norðanáttarinnar sem hefði hjálpað til. Hann sagði að ugg hefði sett að lögreglunni við tilkynninguna og hefði mikill viðbúnaður verið settur af stað vegna óhappsins.
Gunnar Örn Pétursson, varðstjóri hjá SHS, sagði sig og fjóra félaga sína hafa farið ofan í göngin á slökkviliðsbíl og þeim hefði í fyrstu mætt örlítil reykjarslæða. Hefðu þeir haldið að hugsanlegur eldur væri að kulna og því héldu þeir áfram niður eftir göngunum. „Eftir á að hyggja hefðum við gert aðrar ráðstafanir en miðað við fyrirliggjandi upplýsingar, að bílar væru fastir í göngunum, gerðum við þetta. Það var mjög erfitt að þurfa að snúa við og mun ekki líða okkur úr minni. Við töldum að við myndum ekki þurfa að lenda í svona löguðu, þar sem 20 mínútur voru liðnar frá útkalli og reykurinn lítill sem mætti okkur í fyrstu. En hann hefur verið kröftugur blásturinn sem feykti þykka reyknum á móti okkur.“

mbl.is

bb.is | 25.10.16 | 10:02 Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með frétt Samkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli