Frétt

Sigurjón Þórðarson | 06.03.2003 | 14:54Hvernig alþingismann vilt þú?

Sigurjón Þórðarson.
Sigurjón Þórðarson.
Kjósandi – vilt þú alþingismenn úr stjórnmálaflokki þar sem leynd er viðhaldið um fjárframlög í sjóði flokksins? Vilt þú þingmann sem leynir þjóð sína upplýsingum um starfslokasamning við fyrrverandi forstjóra Landssímans, fyrirtækis sem er í eigu almennings? Vilt þú þingmann sem ráðstafar ríkisfyrirtækjum og ríkisbönkum til einkavina en gleymir áformum um dreifða eignaraðild? Vilt þú þingmann sem vaknar aðeins til samvisku sinnar 10 vikum fyrir kosningar og vill þá breyta stjórnarskránni og setja inn ákvæði á þá leið að fiskistofnarnir séu sameiginleg auðlind þjóðarinnar?
Vel að merkja sami þingmaður, formaður Framsóknarflokksins, hafði lýst yfir nauðsyn þess að breyta stjórnarskránni til þess að koma í veg fyrir að allir Íslendingar ættu rétt á að sækja um leyfi til að stunda fiskveiðar í atvinnuskyni, þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við dómi Hæstaréttar í máli Valdimars Jóhannessonar. Ég veit ekki hvort þú, kjósandi, vilt framangreinda þingmenn, en í það minnsta kæri ég mig ekkert um að sjá þá á löggjafarsamkomu Íslendinga.

Fjármál stjórnmálaflokka

Frjálslyndi flokkurinn var fyrstur íslenskra stjórnmálaflokka að opinbera fjármál sín og er annar tveggja stjórnmálaflokka landsins sem gerir það nú. Hvað er það sem veldur því að fjármál kvótaflokkanna og Samfylkingar þola ekki dagsljósið? Lýðræðinu er brýn nauðsyn á að fjármál þeirra stjórnmálaflokka, sem bjóða fram fulltrúa almennings til setu á löggjafasamkomu þjóðarinnar, verði gerð opinber. Í skoðanakönnunum hefur komið fram, að stór meirihluti þjóðarinnar er sammála Frjálslynda flokknum um opin fjármál stjórnmálaflokka, enda er fyrirkomulagið sem er viðhaft hér á landi undantekning á byggðu bóli.

Davíð Oddsson, formaður annars kvótaflokksins, kallar mig og skoðanabræður mína pólitíska loddara sem telji að laumuspil með fjármál stórnmálaflokka sé tortryggilegt, en helstu rök hans eru að við sem viljum afhjúpa leyndina getum ekki nefnt dæmi máli okkar til stuðnings um alvarlega misnotkun. Það getur auðvitað hver heilvita maður séð að erfitt er að tiltaka dæmi úr leynilegu bókhaldi kvótaflokkanna.

Leynisamningar og ráðstöfun eigna almennings

Hver eru rök Sjálfstæðisflokksins fyrir leynd á starfslokasamningi forstjóra Landssímans? Jú, fyrirtækið er hlutafélag á almennum markaði. Þessi rök eru léttvæg enda er fyrirtækið í eigu almennings og óskiljanlegt að leyna þjóðina upplýsingum um rekstur þess, sérstaklega í ljósi þess að vandséð er að leyndin hafi þjónað hagsmunum Landssímans. Færa má rök fyrir því að feluleikurinn sé enn að skaða þetta ágæta fyrirtæki. Líklegast er að leyndin hafi þjónað mjög þröngum hagsmunum Sjálfstæðisflokksins.

Þess ber að geta að á meðan feluleikurinn stóð sem hæst var verið að setja reglur í Kauphöll Íslands um upplýsingar um kaup og kjör stjórnenda skráðra hlutfélaga sem taka gildi 1. júlí nk. Kauphöllin setti reglurnar í samræmi við reglur annars staðar á Vesturlöndum með hag almennings og fjárfesta í huga, til þess að koma í veg fyrir að almenningur verði fyrir barðinu á hneykslismálum.

Frjálslyndi flokkurinn var fylgjandi sölu ríkisbankanna ef þeir hefðu verið seldir í mjög dreifðri eignaraðild. Hann er hins vegar algjörlega andvígur ráðstöfun þeirra til vina og velunnara kvótaflokkana.

Lýðskrum Framsóknarmanna

Allt tal um að breyta eigi stjórnarskránni rétt fyrir kosningar er ómerkilegt og meiningarlaust lýðskrum, í ljósi aðgerða ríkisstjórnar kvótaflokkanna sl. 8 ár. Kvótaflokkarnir hafa verið algjörlega samstíga í að festa í sessi kerfi þar sem íbúar sjávarbyggða eiga stöðugt yfir höfði sér hættu á að kvótinn verði fluttur úr byggðarlaginu. Við í Frjálslynda flokknum ætlum að rétta hlut sjávarbyggða með því að koma á réttlátu fiskveiðistjórnunarkerfi, sem byggir á sóknarstýringu.

Kjósum breytingar, kjósum Frjálslynda flokkinn.

– Sigurjón Þórðarson, líffræðingur.
Skipar 2. sæti á lista Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli