Frétt

| 29.11.2000 | 18:06Frumburðarrétturinn seldur?

Fátt er meira rætt manna meðal en fyrirhuguð sala Orkubús Vestfjarða. Áður en lengra er haldið er skylt að taka fram að salan er skilyrt. Ríkið býðst til þess að kaupa hlut sveitarfélaganna í Orkubúi Vestfjarða. Ríkið verðleggur Orkubúið á rúmlega fjóra og hálfan milljarð.
Eignarhlutföllin voru við stofnun 1977 ákveðin svo, að ríkið skyldi eiga 40% og sveitarfélögin 60%. Var þett gert á grundvelli sérstakra laga um Orkubú Vestfjarða frá 1976. Hinn 1. janúar næst komandi eru starfsár þess orðin 23. Það er svo sem ekki langur tími, ekki fullur aldarfjórðungur. Auk þess að hollt er að hafa í huga að ekkert er í heiminum eilíft. Víkjum aftur að kaupunum. Þau koma ekki til af góðu, en ríkið býðst til að kaupa hlut sveitarfélaganna, sem er að mati þess ríflega tveggja milljarða og sjö hundruð milljóna króna virði. Gott og vel hugsar sá er lítt þekkir til mála. Slík kostaboð eru fátíð. Enda fylgir böggull skammrifi því féð skal notað til þess að greiða skuldir vegna félagslegra íbúða sveitarfélaganna á Vestfjörðum. Kannski er þessi lausn bara ágæt.

Lítum á tvennt. Hið fyrra er aðdragandi að stofnun Orkubúsins. Það var stofnað eftir aukaþing Fjórðungssambands Vestfirðinga um orkumál, haldið að Núpi í Dýrafirði síðsumars 1975. Um þessa hugmynd að stofna samveitu til orkusölu og framleiðslu náðist samstaða. Þrátt fyrir að oft hafi nætt um Orkubúið hefur samstaðan haldið. Kraftaverk hefur verið unnið í uppbyggingu dreifikerfis raforku, sem var verulega ábótavant í upphafi árs 1978 þegar starfsemin hófst. Áður störfuðu margar smáar rafveitur og Rafmagnsveitur ríkisins á Vestfjörðum. Nú er dreifikerfið nokkuð gott og hitaveitur eru starfræktar víða á þéttbýlisstöðum, þar á meðal Ísafirði, sem er hinn stærsti. Um meginsjónarmiðið að starfrækja orkuöflun og orkusölu hefur ríkt samstaða meðal íbúa Vestfjarða. Enda afsöluðu sveitarfélögin sér rafveitum sínum til Orkubúsins og seldu því í hendur einkarétt til allrar framtíðarvirkjunar á Vestfjörðum. Á nýlokinni ráðstefnu ríkja heims um mengunarmál og mengunarkvóta í Haag í Hollandi kom fram, að framvegis verður lögð meiri áhersla á orkuöflun, sem ekki mengar, þar með taldar smærri vatnsaflsvirkjanir. Á því sviði eru margir kostir ónýttir á Vestfjörðum.

Hið síðara er þetta: Andvirði sölunnar skal renna til greiðslu skulda, sem stofnað var til vegna félagslegra íbúða, en þær hafa aukist verulega vegna breyttra aðstæðna. Þær felast í fækkun íbúa og samdrætti í atvinnu. Því hefur verið haldið hér fram áður, að vissulega hafi sveitarstjórnarmenn verið fullákafir í byggingu þeirra, en þannig fékkst ódýrt fé inn í sveitarfélögin frá ríkinu. Svo héldu þeir að minnsta kosti eins og lesa mátti í viðtali við Smára Haraldsson fyrrum bæjarstjóra og bæjarfulltrúa á Ísafirði. Þessir kostir eru afarkostir og engan veginn sanngjarnt að sveitarfélög sem eiga eignir láti þær af hendi þegar ekki er vitað hvað gert verður við þau eignalausu. Hvar er jafnræðið?

bb.is | 29.09.16 | 09:58 Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með frétt Sumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli